Starfsmannasíðu lokað eftir gagnrýni á rektor Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. október 2018 08:00 Utanaðkomandi ráðgjafar hafa komið að uppbyggingarstarfi vegna samskiptavanda á stærsta sviði skólans. Fréttablaðið/Pjetur Samskiptasíðu starfsmanna Háskólans á Akureyri var lokað í gær en sólarhring fyrr birti starfsmaður skólans færslu á síðunni og varaði konur við að leita til rektors skólans með sín úrlausnarefni. Tilefni gagnrýninnar var tölvupóstur sem rektor sendi til allra starfsmanna skólans í kjölfar fréttar í Fréttablaðinu á mánudag. Í erindi sínu rekur rektor feril þess umbóta- og breytingastarfs innan skólans sem fjallað var um í frétt Fréttablaðsins. Þá vék rektor að fyrirhuguðum fundahöldum og aðgerðum, meðal annars í tengslum við #Metoo-umræðuna og stöðu kvenna innan háskólasamfélagsins. Í erindi sínu minnir rektor einnig á að þótt ferlið sé ekkert feimnismál skuli aðgát höfð í nærveru sálar og mál einstakra starfsmanna séu trúnaðarmál sem og innri mál skólans sem eru í ferli. Stuttu eftir að starfsmönnum barst erindi rektors ritaði starfsmaður færslu á Facebook-síðu starfsmannafélags skólans og benti á að starfsmenn hefðu fullt leyfi til að ræða mál sem varða þá sjálfa við hvern sem er og á hvaða vettvangi sem þeim sýndist, en yfirmönnum og stjórnendum bæri hins vegar að gæta trúnaðar um málefni einstakra starfsmanna.Starfsmaðurinn, sem er kona, vísar svo sérstaklega til orða í pósti rektors um #Metoo-hreyfinguna og varar konur við að reka erindi sín á skrifstofu rektors enda hafi rektor sjálfur orðið uppvís að því að ávíta og tala niður til kvenna sem til hans leita með sín mál. Í gær tilkynntu stjórnendur Facebook-síðunnar að henni yrði lokað. Var til þess vísað að tilvist síðunnar hefði verið til umræðu í þó nokkurn tíma hjá þeim sem henni stýra. Hún hafi verið stofnuð að frumkvæði starfsmannafélagsins með það fyrir augum að hafa jákvæð áhrif á félagslíf starfsmanna og efla starfsandann en umræða á síðunni hafi þróast í aðrar áttir og þyki stjórnendum síðunnar það miður og ákveðið hafi verið að loka henni. Nokkrar umræður spruttu um lokunina á síðunni áður en henni var lokað í gær. „Okkur sem erum skráðar stjórnendur síðunnar þykir óþægilegt að bera ábyrgð á ýmsu neikvæðu sem komið hefur þar inn og þess vegna fannst okkur hreinlegra að loka síðunni og finna aðra leið fyrir félagsleg samskipti,“ segir Sólveig Elín Þórhallsdóttir, formaður Starfsmannafélags Háskólans á Akureyri. Hún lætur þess sérstaklega getið að síðan sé ekki tengd vinnu starfsmanna heldur hluti af félagslífi starfsfólks. Hún segir það alls ekki markmið stjórnendanna að þagga niður neina umræðu. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri var settur í annað starf og utanaðkomandi ráðgjafarfyrirtæki fengið til að greiða úr samskiptavanda á sviðinu. Erum að reyna að takast á við þetta innan frá, segir rektor. Mar 15. október 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Samskiptasíðu starfsmanna Háskólans á Akureyri var lokað í gær en sólarhring fyrr birti starfsmaður skólans færslu á síðunni og varaði konur við að leita til rektors skólans með sín úrlausnarefni. Tilefni gagnrýninnar var tölvupóstur sem rektor sendi til allra starfsmanna skólans í kjölfar fréttar í Fréttablaðinu á mánudag. Í erindi sínu rekur rektor feril þess umbóta- og breytingastarfs innan skólans sem fjallað var um í frétt Fréttablaðsins. Þá vék rektor að fyrirhuguðum fundahöldum og aðgerðum, meðal annars í tengslum við #Metoo-umræðuna og stöðu kvenna innan háskólasamfélagsins. Í erindi sínu minnir rektor einnig á að þótt ferlið sé ekkert feimnismál skuli aðgát höfð í nærveru sálar og mál einstakra starfsmanna séu trúnaðarmál sem og innri mál skólans sem eru í ferli. Stuttu eftir að starfsmönnum barst erindi rektors ritaði starfsmaður færslu á Facebook-síðu starfsmannafélags skólans og benti á að starfsmenn hefðu fullt leyfi til að ræða mál sem varða þá sjálfa við hvern sem er og á hvaða vettvangi sem þeim sýndist, en yfirmönnum og stjórnendum bæri hins vegar að gæta trúnaðar um málefni einstakra starfsmanna.Starfsmaðurinn, sem er kona, vísar svo sérstaklega til orða í pósti rektors um #Metoo-hreyfinguna og varar konur við að reka erindi sín á skrifstofu rektors enda hafi rektor sjálfur orðið uppvís að því að ávíta og tala niður til kvenna sem til hans leita með sín mál. Í gær tilkynntu stjórnendur Facebook-síðunnar að henni yrði lokað. Var til þess vísað að tilvist síðunnar hefði verið til umræðu í þó nokkurn tíma hjá þeim sem henni stýra. Hún hafi verið stofnuð að frumkvæði starfsmannafélagsins með það fyrir augum að hafa jákvæð áhrif á félagslíf starfsmanna og efla starfsandann en umræða á síðunni hafi þróast í aðrar áttir og þyki stjórnendum síðunnar það miður og ákveðið hafi verið að loka henni. Nokkrar umræður spruttu um lokunina á síðunni áður en henni var lokað í gær. „Okkur sem erum skráðar stjórnendur síðunnar þykir óþægilegt að bera ábyrgð á ýmsu neikvæðu sem komið hefur þar inn og þess vegna fannst okkur hreinlegra að loka síðunni og finna aðra leið fyrir félagsleg samskipti,“ segir Sólveig Elín Þórhallsdóttir, formaður Starfsmannafélags Háskólans á Akureyri. Hún lætur þess sérstaklega getið að síðan sé ekki tengd vinnu starfsmanna heldur hluti af félagslífi starfsfólks. Hún segir það alls ekki markmið stjórnendanna að þagga niður neina umræðu.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri var settur í annað starf og utanaðkomandi ráðgjafarfyrirtæki fengið til að greiða úr samskiptavanda á sviðinu. Erum að reyna að takast á við þetta innan frá, segir rektor. Mar 15. október 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri var settur í annað starf og utanaðkomandi ráðgjafarfyrirtæki fengið til að greiða úr samskiptavanda á sviðinu. Erum að reyna að takast á við þetta innan frá, segir rektor. Mar 15. október 2018 06:00