„Fyrirmyndir eins og Sunna Rannveig hjálpa til" Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2018 19:51 Frá mótinu í dag Það var hart tekist á í Laugardalshöll í dag á Íslandsmótinu í Jiu-jitsu. Brasilískt Jiu-jitsu er bardagaíþrótt þar sem mest áhersla er lögð á glímu á gólfinu. Markmiðið er að ná yfirburðastöðu gagnvart andstæðingi, fá hann til að gefast upp með lás, hengingu eða einhvers konar taki. "Þetta er næst stærsta mót sem við höfum haldið. Það eru 102 keppendur skráðir til leiks frá fimm félögum en 2014 voru aðeins fleiri, 112," segir Dóra Haraldsdóttir gjaldgeri BJJ-sambandsins í viðtali við Arnar Björnsson. Dóra segir að áhuginn sé alltaf að aukast og þeir bestu séu alltaf að verða betri. "Það eru alltaf einhverjir nýir að bætast við. Við erum að beltaskipta þessu núna af því það eru komin mörg hvít belti og blá belti þannig að við höfum tækifæri til að gera það núna." Hvað er svona skemmtilegt við þessa íþrótt? "Þetta er ákveðin áskorun og skemmtileg líkamleg hreyfing þar sem maður er í snertingu við fólk. Þetta reynir bæði á hausinn á manni og tækni. Þetta er ekki bara styrkur heldur svolítið eins og skák eins og ég segi stundum." Tæplega 20 konur kepptu á mótinu í dag en Dóra segir að fleiri konur séu farnar að æfa íþróttina. "Það eru fyrirmyndir eins og Sunna Rannveig sem hjálpa til með það. Þetta er svolítið ávanabindandi og það er auðvitað öðruvísi að keppa heldur en að æfa. Það er öðruvísi tilfinning sem fylgir því, smá stress en betri áskorun." Innlendar Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sjá meira
Það var hart tekist á í Laugardalshöll í dag á Íslandsmótinu í Jiu-jitsu. Brasilískt Jiu-jitsu er bardagaíþrótt þar sem mest áhersla er lögð á glímu á gólfinu. Markmiðið er að ná yfirburðastöðu gagnvart andstæðingi, fá hann til að gefast upp með lás, hengingu eða einhvers konar taki. "Þetta er næst stærsta mót sem við höfum haldið. Það eru 102 keppendur skráðir til leiks frá fimm félögum en 2014 voru aðeins fleiri, 112," segir Dóra Haraldsdóttir gjaldgeri BJJ-sambandsins í viðtali við Arnar Björnsson. Dóra segir að áhuginn sé alltaf að aukast og þeir bestu séu alltaf að verða betri. "Það eru alltaf einhverjir nýir að bætast við. Við erum að beltaskipta þessu núna af því það eru komin mörg hvít belti og blá belti þannig að við höfum tækifæri til að gera það núna." Hvað er svona skemmtilegt við þessa íþrótt? "Þetta er ákveðin áskorun og skemmtileg líkamleg hreyfing þar sem maður er í snertingu við fólk. Þetta reynir bæði á hausinn á manni og tækni. Þetta er ekki bara styrkur heldur svolítið eins og skák eins og ég segi stundum." Tæplega 20 konur kepptu á mótinu í dag en Dóra segir að fleiri konur séu farnar að æfa íþróttina. "Það eru fyrirmyndir eins og Sunna Rannveig sem hjálpa til með það. Þetta er svolítið ávanabindandi og það er auðvitað öðruvísi að keppa heldur en að æfa. Það er öðruvísi tilfinning sem fylgir því, smá stress en betri áskorun."
Innlendar Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sjá meira