Ekki bendá mig Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. október 2018 07:30 Braggamálið er fyrirferðarmikið í umræðunni. Fólki blöskrar að með skattfé sé farið af slíkri vanvirðingu. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Allir vita að ástandsskoðun á ekki að kosta 30 milljónir og allir sjá fáránleikann í því að flytja inn plöntur sem eru á hverju strái hérlendis. Fólk sér að borgin er komin langt út fyrir hlutverk sitt með að standa í framkvæmdum af þessu tagi. Veitingamenn eiga einfaldlega að standsetja húsnæði sitt sjálfir. Þess vegna hefur bragginn snert streng í borgarbúum. Áætlanir borgarinnar virðast ítrekað að engu hafðar. Bragginn og Mathöllin við Hlemm eru nýleg dæmi. Í því fyrra nemur kostnaður hingað til tæplega hálfum milljarði króna. Verkinu er ekki lokið. Í báðum tilvikum er kostnaður um þreföld upphafleg áætlun. Dæmi um óráðsíu eru vafalaust fleiri. Vonandi kemur þetta allt upp á yfirborðið. Í Reykjavík er innheimt hæsta lögleyft útsvar. Engar gjaldskrárlækkanir hafa orðið hjá Orkuveitunni eftir fordæmalausar hækkanir sem kynntar voru sem tímabundnar neyðarráðstafanir á árunum eftir hrun. Nýleg fjárhagsspá Orkuveitunnar boðar að greiddur verði út arður til borgarinnar upp á 14 milljarða næstu árin. Borgaryfirvöld láta sér með öðrum orðum ekki nægja hið hefðbundna útsvar heldur seilast þau líka í vasa útsvarsgreiðenda gegnum heimilisreikningana. Einnig má halda því til haga að undanfarin ár hefur ríkt fordæmalaust góðæri á Íslandi. Blikur eru á lofti í efnahagsmálum. Borgaryfirvöld hafa hins vegar látið hjá líða að búa í haginn fyrir mögru árin. Skuldir borgarsjóðs jukust um 45% á síðasta kjörtímabili. Bragginn virðist ekki vera undantekning heldur hluti af stærri mynd – sem sýnir svart á hvítu að fjármálastjórn hjá Reykjavíkurborg er stórlega ábótavant. Meirihlutinn reyndi lengst af að þegja Braggamálið í hel, þrátt fyrir að fulltrúar minnihlutans hefðu leitað skýringa á óhóflegum kostnaði á mörgum stigum málsins, líkt og Örn Þórðarson borgarfulltrúi benti á í grein í blaðinu í vikunni. Í því ljósi eru stöðuuppfærslur borgarstjóra og kollega hans undanfarna daga, þar sem þau koma af fjöllum og boða að málið verði rannsakað, aumkunarverðar. Ekki var heldur stórmannlegt að senda fulltrúa samstarfsflokksins í sjónvarpssal til að svara fyrir málið. Pínlegt var að sjá hana engjast á önglinum, enda varla nokkur maður sem telur flokk sem nýkominn er í meirihluta bera ábyrgð á málinu. Braggamálið er eldra en svo og vísbendingar um fjárhagslega óstjórn sömuleiðis. Í venjulegu fyrirtæki yrði það ekki liðið að ítrekað væri keyrt margfalt fram úr áætlunum. Ef viðkomandi fyrirtæki lifði slíkt af myndu stjórnendur fá að taka pokann sinn. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri borgarinnar og sá sem ber endanlega ábyrgð á rekstrinum. Hann hefur enga fjarvistarsönnun – getur ekki sagt: Ekki bendá mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Braggamálið er fyrirferðarmikið í umræðunni. Fólki blöskrar að með skattfé sé farið af slíkri vanvirðingu. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Allir vita að ástandsskoðun á ekki að kosta 30 milljónir og allir sjá fáránleikann í því að flytja inn plöntur sem eru á hverju strái hérlendis. Fólk sér að borgin er komin langt út fyrir hlutverk sitt með að standa í framkvæmdum af þessu tagi. Veitingamenn eiga einfaldlega að standsetja húsnæði sitt sjálfir. Þess vegna hefur bragginn snert streng í borgarbúum. Áætlanir borgarinnar virðast ítrekað að engu hafðar. Bragginn og Mathöllin við Hlemm eru nýleg dæmi. Í því fyrra nemur kostnaður hingað til tæplega hálfum milljarði króna. Verkinu er ekki lokið. Í báðum tilvikum er kostnaður um þreföld upphafleg áætlun. Dæmi um óráðsíu eru vafalaust fleiri. Vonandi kemur þetta allt upp á yfirborðið. Í Reykjavík er innheimt hæsta lögleyft útsvar. Engar gjaldskrárlækkanir hafa orðið hjá Orkuveitunni eftir fordæmalausar hækkanir sem kynntar voru sem tímabundnar neyðarráðstafanir á árunum eftir hrun. Nýleg fjárhagsspá Orkuveitunnar boðar að greiddur verði út arður til borgarinnar upp á 14 milljarða næstu árin. Borgaryfirvöld láta sér með öðrum orðum ekki nægja hið hefðbundna útsvar heldur seilast þau líka í vasa útsvarsgreiðenda gegnum heimilisreikningana. Einnig má halda því til haga að undanfarin ár hefur ríkt fordæmalaust góðæri á Íslandi. Blikur eru á lofti í efnahagsmálum. Borgaryfirvöld hafa hins vegar látið hjá líða að búa í haginn fyrir mögru árin. Skuldir borgarsjóðs jukust um 45% á síðasta kjörtímabili. Bragginn virðist ekki vera undantekning heldur hluti af stærri mynd – sem sýnir svart á hvítu að fjármálastjórn hjá Reykjavíkurborg er stórlega ábótavant. Meirihlutinn reyndi lengst af að þegja Braggamálið í hel, þrátt fyrir að fulltrúar minnihlutans hefðu leitað skýringa á óhóflegum kostnaði á mörgum stigum málsins, líkt og Örn Þórðarson borgarfulltrúi benti á í grein í blaðinu í vikunni. Í því ljósi eru stöðuuppfærslur borgarstjóra og kollega hans undanfarna daga, þar sem þau koma af fjöllum og boða að málið verði rannsakað, aumkunarverðar. Ekki var heldur stórmannlegt að senda fulltrúa samstarfsflokksins í sjónvarpssal til að svara fyrir málið. Pínlegt var að sjá hana engjast á önglinum, enda varla nokkur maður sem telur flokk sem nýkominn er í meirihluta bera ábyrgð á málinu. Braggamálið er eldra en svo og vísbendingar um fjárhagslega óstjórn sömuleiðis. Í venjulegu fyrirtæki yrði það ekki liðið að ítrekað væri keyrt margfalt fram úr áætlunum. Ef viðkomandi fyrirtæki lifði slíkt af myndu stjórnendur fá að taka pokann sinn. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri borgarinnar og sá sem ber endanlega ábyrgð á rekstrinum. Hann hefur enga fjarvistarsönnun – getur ekki sagt: Ekki bendá mig.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun