„4.900 krónu hamborgarinn“ kostar 3.800 Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. október 2018 14:27 Meint verðlagning á Gígur Restaurant Burger hefur farið fyrir brjóstið á fólki. GIGUR RESTAURANT Umtalaðasti hamborgari landsins þessa dagana er 1.100 krónum ódýrari en upphaflega var gengið út frá. Í umfjöllun vikublaðsins Mannlífs um verðlag í ferðaþjónustu á Íslandi er vitnað til Bandaríkjamanns sem „missti andlitið þegar hann sá hamborgara seldan á 4.900 krónur á hóteli á Suðausturlandi.“ Því er látið fylgja sögunni að Bandaríkjamaðurinn hafi ekki gengið að tilboðinu. Allar götur síðan hefur borgarinn verið á milli tannanna á fólki, nú síðast rataði hann í leiðara Fréttablaðsins í morgun sem DV fjallaði svo um í kjölfarið. Þó virðist ákveðins misskilnings gæta í umræðunni um hamborgarann. Hann kostaði í raun ekki 4.900 krónur eins og upphaflega var talið - heldur 3.800. Borgarinn fæst á veitingastaðnum Gíg sem finna má á Hótel Laka á Kirkjubæjarklaustri. Lilja Hrund Harðardóttir, hótelstjóri Laka, telur að umræðan einkennist af því að verið sé að bera saman epli og appelsínur. Borgarinn, sem ber heitið Gígur Restaurant Burger, sé enginn venjulegur hamborgari.Enginn vegaborgari Um sé að ræða 200 grömm af hreinu nautakjöti sem keypt er beint frá býli og unnið frá grunni á veitingastaðnum. Því væri nær að tala um steik í þessu tilfelli en hefðbundinn hamborgara. Þar að auki sé brauðið sem umlykur kjötið bakað á staðnum og hamborgarinn borinn fram með súrum gúrkum, cheddar-osti, rucola-káli, BBQ-sósu og aioli-majónesi. Meðlætið sé að sama skapi heimatilbúið. Lilja segir því tvennt ólíkt að greiða uppsett verð, 3800 krónur, fyrir hamborgarann á Gíg og að borga 1200 krónur fyrir hefðbundinn, 90 gramma borgara sem fá má í öllum vegasjoppum landsins. Aðspurð segist Lilja ekki heldur átta sig á því hvernig hið meinta 4.900 krónu verð er tilkomið, Gígur rukki til að mynda ekki fyrir breytingar á borgaranum eða viðbætur. Hún áætlar því að Bandaríkjamaðurinn hafi ætlað að panta drykk með réttinum. Það kunni að útskýra 1.100 krónu verðmuninn. Lilja tekur undir þær áhyggjur fólks að víða sé verið að okra í íslenskri ferðaþjónustu. Hins vegar þykir henni umræddur hamborgari ekki eiga heima í þeirri umræðu. Þetta sé enginn venjulegur hamborgari. Ferðamennska á Íslandi Matur Neytendur Tengdar fréttir Græðgi Sú var tíð að Íslendingar voru annálaðir fyrir gestrisni enda lögðu þeir upp úr henni. 11. október 2018 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Umtalaðasti hamborgari landsins þessa dagana er 1.100 krónum ódýrari en upphaflega var gengið út frá. Í umfjöllun vikublaðsins Mannlífs um verðlag í ferðaþjónustu á Íslandi er vitnað til Bandaríkjamanns sem „missti andlitið þegar hann sá hamborgara seldan á 4.900 krónur á hóteli á Suðausturlandi.“ Því er látið fylgja sögunni að Bandaríkjamaðurinn hafi ekki gengið að tilboðinu. Allar götur síðan hefur borgarinn verið á milli tannanna á fólki, nú síðast rataði hann í leiðara Fréttablaðsins í morgun sem DV fjallaði svo um í kjölfarið. Þó virðist ákveðins misskilnings gæta í umræðunni um hamborgarann. Hann kostaði í raun ekki 4.900 krónur eins og upphaflega var talið - heldur 3.800. Borgarinn fæst á veitingastaðnum Gíg sem finna má á Hótel Laka á Kirkjubæjarklaustri. Lilja Hrund Harðardóttir, hótelstjóri Laka, telur að umræðan einkennist af því að verið sé að bera saman epli og appelsínur. Borgarinn, sem ber heitið Gígur Restaurant Burger, sé enginn venjulegur hamborgari.Enginn vegaborgari Um sé að ræða 200 grömm af hreinu nautakjöti sem keypt er beint frá býli og unnið frá grunni á veitingastaðnum. Því væri nær að tala um steik í þessu tilfelli en hefðbundinn hamborgara. Þar að auki sé brauðið sem umlykur kjötið bakað á staðnum og hamborgarinn borinn fram með súrum gúrkum, cheddar-osti, rucola-káli, BBQ-sósu og aioli-majónesi. Meðlætið sé að sama skapi heimatilbúið. Lilja segir því tvennt ólíkt að greiða uppsett verð, 3800 krónur, fyrir hamborgarann á Gíg og að borga 1200 krónur fyrir hefðbundinn, 90 gramma borgara sem fá má í öllum vegasjoppum landsins. Aðspurð segist Lilja ekki heldur átta sig á því hvernig hið meinta 4.900 krónu verð er tilkomið, Gígur rukki til að mynda ekki fyrir breytingar á borgaranum eða viðbætur. Hún áætlar því að Bandaríkjamaðurinn hafi ætlað að panta drykk með réttinum. Það kunni að útskýra 1.100 krónu verðmuninn. Lilja tekur undir þær áhyggjur fólks að víða sé verið að okra í íslenskri ferðaþjónustu. Hins vegar þykir henni umræddur hamborgari ekki eiga heima í þeirri umræðu. Þetta sé enginn venjulegur hamborgari.
Ferðamennska á Íslandi Matur Neytendur Tengdar fréttir Græðgi Sú var tíð að Íslendingar voru annálaðir fyrir gestrisni enda lögðu þeir upp úr henni. 11. október 2018 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Græðgi Sú var tíð að Íslendingar voru annálaðir fyrir gestrisni enda lögðu þeir upp úr henni. 11. október 2018 07:00