Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. október 2018 14:14 Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar. LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Sindri Þór Stefánsson reiddi fram 2,5 milljónir króna til að losna úr farbanni samkvæmt heimildum Vísis. Greint var frá því í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanni og að hann hefði farið til Spánar til að sinna fjölskyldu sinni. Heimildir Vísis herma að Sindri sé fluttur búferlum til Spánar en ætli sér að verða viðstaddur aðalmeðferð Bitcoin-málsins svokallaða þar sem hann er ákærður ásamt sex öðrum. Lögregluembættið á Suðurnesjum, sem annaðist rannsókn málsins og fór fram á að Sindri myndi sæta farbanni, staðfesti við Vísi fyrr í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanninu. Heimild er fyrir því í lögum um meðferð sakamála, þó svo að henni hafi ekki verið oft beitt. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi að lögregluembættið hefði einu sinni áður sett fram þessa kröfu, það er að segja að sakborningar geti losnað úr farbanni gegn ríflegri tryggingu. Samkvæmt lögunum getur sakborningur haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal hún vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem settu eru að tryggingu. Tryggingafé skal fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Hvorki Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglu á Suðurnesjum, Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra Þórs eða Ólafur Helgi vildu gefa upp hve há upphæðin væri sem Sindri þurfti að reiða fram. Þá hefur Héraðsdómur Reykjaness neitað að afhenda úrskurðinn þar sem kveðið er á um trygginguna. Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Sjö manns eru ákærðir í tengslum við röð innbrota í gagnaver síðasta vetur. 3. september 2018 22:28 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson reiddi fram 2,5 milljónir króna til að losna úr farbanni samkvæmt heimildum Vísis. Greint var frá því í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanni og að hann hefði farið til Spánar til að sinna fjölskyldu sinni. Heimildir Vísis herma að Sindri sé fluttur búferlum til Spánar en ætli sér að verða viðstaddur aðalmeðferð Bitcoin-málsins svokallaða þar sem hann er ákærður ásamt sex öðrum. Lögregluembættið á Suðurnesjum, sem annaðist rannsókn málsins og fór fram á að Sindri myndi sæta farbanni, staðfesti við Vísi fyrr í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanninu. Heimild er fyrir því í lögum um meðferð sakamála, þó svo að henni hafi ekki verið oft beitt. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi að lögregluembættið hefði einu sinni áður sett fram þessa kröfu, það er að segja að sakborningar geti losnað úr farbanni gegn ríflegri tryggingu. Samkvæmt lögunum getur sakborningur haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal hún vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem settu eru að tryggingu. Tryggingafé skal fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Hvorki Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglu á Suðurnesjum, Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra Þórs eða Ólafur Helgi vildu gefa upp hve há upphæðin væri sem Sindri þurfti að reiða fram. Þá hefur Héraðsdómur Reykjaness neitað að afhenda úrskurðinn þar sem kveðið er á um trygginguna. Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Sjö manns eru ákærðir í tengslum við röð innbrota í gagnaver síðasta vetur. 3. september 2018 22:28 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Sjö manns eru ákærðir í tengslum við röð innbrota í gagnaver síðasta vetur. 3. september 2018 22:28
Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51