Stýrivextir hækka, krónan veikist og atvinnuleysi eykst Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. október 2018 15:25 Rekstrarörðugleikar í ferðaþjónustunni spila rullu í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka. Stöð 2/Arnar Halldórsson Eftir sterkan fyrri árshelming 2018 er útlit fyrir að hagkerfið sé að snöggkólna að mati greiningardeildar Arion banka. Hagvöxtur á næsta ári verði jafnvel um 1,3 prósent. Í hagspá greiningardeildarinnar fyrir árin 2018 til 2021, sem kynnt var í dag undir yfirskriftinni „Sett í lága drifið,“ segir að óvissan um efnahagshorfur hafi aukist að undanförnu. Það hafi meðal annars endurspeglast í snarpri gengisveikingu að undanförnu, sem var bæði hraðari og meiri en greiningardeildin vænti. Þá sé jafnframt verðbólguskot í kortunum og áætlar greiningardeildin að verðbólga verði komin yfir vikmörk Seðlabankans, sem eru 2,5 prósent, strax á næsta ári. Skotið muni þó standa stutt yfir - „enda trúlegt að peningastefnunefnd muni bregðast hart við.“ Greiningardeildin telur þannig ekki útilokað að stýrivextir verði komnir yfir fimm prósent um mitt ár 2019. Meginvextir bankans eru nú 4,25 prósent. Að sama skapi hafi átök á vinnumarkaði og rekstrarerfiðleikar í ferðaþjónustunni valdið titringi í íslensku efnahagslífi á síðustu misserum. Allt hafi þetta aukið svartsýni í hagkerfinu. Vinnumarkaðsátökin munu að mati greiningardeildarinnar leiða til launahækkana umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Hækkunin muni því ekki samrýmast verðstöðugleika. Af þeim sökum, samhliða hægari efnahagsumsvifum, muni atvinnuleysi koma til með að aukast. Nánar má fræðast um hagspá greiningardeildarinnar með því að smella hér. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Eftir sterkan fyrri árshelming 2018 er útlit fyrir að hagkerfið sé að snöggkólna að mati greiningardeildar Arion banka. Hagvöxtur á næsta ári verði jafnvel um 1,3 prósent. Í hagspá greiningardeildarinnar fyrir árin 2018 til 2021, sem kynnt var í dag undir yfirskriftinni „Sett í lága drifið,“ segir að óvissan um efnahagshorfur hafi aukist að undanförnu. Það hafi meðal annars endurspeglast í snarpri gengisveikingu að undanförnu, sem var bæði hraðari og meiri en greiningardeildin vænti. Þá sé jafnframt verðbólguskot í kortunum og áætlar greiningardeildin að verðbólga verði komin yfir vikmörk Seðlabankans, sem eru 2,5 prósent, strax á næsta ári. Skotið muni þó standa stutt yfir - „enda trúlegt að peningastefnunefnd muni bregðast hart við.“ Greiningardeildin telur þannig ekki útilokað að stýrivextir verði komnir yfir fimm prósent um mitt ár 2019. Meginvextir bankans eru nú 4,25 prósent. Að sama skapi hafi átök á vinnumarkaði og rekstrarerfiðleikar í ferðaþjónustunni valdið titringi í íslensku efnahagslífi á síðustu misserum. Allt hafi þetta aukið svartsýni í hagkerfinu. Vinnumarkaðsátökin munu að mati greiningardeildarinnar leiða til launahækkana umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Hækkunin muni því ekki samrýmast verðstöðugleika. Af þeim sökum, samhliða hægari efnahagsumsvifum, muni atvinnuleysi koma til með að aukast. Nánar má fræðast um hagspá greiningardeildarinnar með því að smella hér.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira