Nýr formaður Neytendasamtakanna segir að berjast þurfi gegn háum húsnæðisvöxtum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. október 2018 18:30 Breki Karlsson er nýr formaður Neytendasamtakanna en úrslit voru tilkynnt á þingi samtakanna í dag. Hann segir kjörið marka endurreisn samtakanna eftir stormasamt tímabil og leggur áherslu á að efla neytendavitund. Alls gáfu fjórir kost á sér til embættis formanns samtakanna. Breki hlaut 228 atkvæði af 438 eða 53 prósent atkvæða. Þar að auki voru tólf einstaklingar kjörnir í stjórn samtakanna. Neytendamál eru Breka ekki ókunnug en fyrir var hann formaður Stofnunar um fjármálalæsi. Áherslur Breka eru á innra starf samtakanna, þá telur hann mikilvægt að efla faglegheit og auka neytendarannsóknir ásamt því að fjölga félagsmönnum. „Síðan þurfum við að efla samstarf við önnur neytendasamtök bæði hér heima og erlendis en síðast en ekki síst þurfum við að efla miðlun á því góða starfi sem að Neytendasamtökin hafa staðið fyrir og standa enn fyrir. Það gleyma því margir að það koma inn á borð Neytendasamtakanna yfir níu þúsund mál á hverju einasta ári,“ segir Breki Karlsson, nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna. Því segir hann ljóst að mikil vinna sé framundan enda er óhætt að segja að samtökin hafi legið í lamasessi, en samtökin hafa verið án formanns frá því að Ólafur Arnarson sagði af sér formennsku í júlí á síðasta ári. „Það má segja að þessi nýja stjórn sem kjörin hefur verið hér marki ný tímamót. Tímamót endurreisnar Neytendasamtakanna en helsti olgusjór er að baki,“ segir Breki. Hann segir stærsta neytendamál á Íslandi vera efling fjármálalæsis, berjast þurfi gegn háum vöxtum og efla vitund neytenda. Hver er staða neytenda á Íslandi í dag?„Hún er að mörgu leyti ekki góð. Það eru mjög mörg tækifæri til að efla hana. Við erum t.d. að borga u.þ.b. 3-5% hærri húsnæðisvexti heldur en nágrannaþjóðir okkar og það er eitthvað sem við getum ekki unað við,“ segir Breki. Neytendur Tengdar fréttir Breki nýr formaður Neytendasamakanna Breki Karlsson hlaut 53 prósent greiddra atkvæða. 28. október 2018 13:07 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Breki Karlsson er nýr formaður Neytendasamtakanna en úrslit voru tilkynnt á þingi samtakanna í dag. Hann segir kjörið marka endurreisn samtakanna eftir stormasamt tímabil og leggur áherslu á að efla neytendavitund. Alls gáfu fjórir kost á sér til embættis formanns samtakanna. Breki hlaut 228 atkvæði af 438 eða 53 prósent atkvæða. Þar að auki voru tólf einstaklingar kjörnir í stjórn samtakanna. Neytendamál eru Breka ekki ókunnug en fyrir var hann formaður Stofnunar um fjármálalæsi. Áherslur Breka eru á innra starf samtakanna, þá telur hann mikilvægt að efla faglegheit og auka neytendarannsóknir ásamt því að fjölga félagsmönnum. „Síðan þurfum við að efla samstarf við önnur neytendasamtök bæði hér heima og erlendis en síðast en ekki síst þurfum við að efla miðlun á því góða starfi sem að Neytendasamtökin hafa staðið fyrir og standa enn fyrir. Það gleyma því margir að það koma inn á borð Neytendasamtakanna yfir níu þúsund mál á hverju einasta ári,“ segir Breki Karlsson, nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna. Því segir hann ljóst að mikil vinna sé framundan enda er óhætt að segja að samtökin hafi legið í lamasessi, en samtökin hafa verið án formanns frá því að Ólafur Arnarson sagði af sér formennsku í júlí á síðasta ári. „Það má segja að þessi nýja stjórn sem kjörin hefur verið hér marki ný tímamót. Tímamót endurreisnar Neytendasamtakanna en helsti olgusjór er að baki,“ segir Breki. Hann segir stærsta neytendamál á Íslandi vera efling fjármálalæsis, berjast þurfi gegn háum vöxtum og efla vitund neytenda. Hver er staða neytenda á Íslandi í dag?„Hún er að mörgu leyti ekki góð. Það eru mjög mörg tækifæri til að efla hana. Við erum t.d. að borga u.þ.b. 3-5% hærri húsnæðisvexti heldur en nágrannaþjóðir okkar og það er eitthvað sem við getum ekki unað við,“ segir Breki.
Neytendur Tengdar fréttir Breki nýr formaður Neytendasamakanna Breki Karlsson hlaut 53 prósent greiddra atkvæða. 28. október 2018 13:07 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Breki nýr formaður Neytendasamakanna Breki Karlsson hlaut 53 prósent greiddra atkvæða. 28. október 2018 13:07