Neytendur smálána með verra fjármálalæsi en almennir neytendur Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 11:00 Sigurður Guðjónsson, lektor í viðskiptafræði, segir að leggja mætti leggja aukinn þunga í að kenna fjármálalæsi á Íslandi. Mynd/Sigurður/Fréttablaðið/Stefán Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun. Þetta er niðurstaða rannsóknar Sigurðar Guðjónssonar, lektor í viðskiptafræði, Kára Kristinssonar, dósents við viðskiptafræðideild HÍ og meistaranemans Davíðs Arnarsonar. Þeir kynntu rannsókn sína á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Sigurður segir að ákveðið hafi verið að ráðast í rannsóknina þar sem það hafi verið neikvæðar fréttir um smálánin og smálánafyrirtækin. Að ungt fólk væri að taka slík lán og lenti í vandræðum. „Við vildum skoða hverjir væru að taka þessi lán, af hverju og hvort ástæðan þess að markaður sé fyrir þessi lán sé sá að neytendur slíkra lána eru ekki læsir á fjármál.“ Hann segir að tveir hópar hafi verið rannsakaðir, annars vegar viðskiptavinir smálánafyrirtækja og hins vegar slembiúrtak úr þjóðskrá. Um 1.200 svör bárust frá fyrrgreinda hópnum og um 850 úr þeim síðari, það er úr könnun Félagsvísindastofnunar.Ungir karlmenn líklegastir Sigurður segir að talsverður munur hafi verið á þessum hópum. „Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi almennt heldur en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun.“ Hann segir að það hafi ekki komið á óvart að neytendur smálána væru fyrst og fremst ungir einstaklingar, með lægri tekjur og menntun. „Það má búast við að fólk með meiri menntun sé með meira fjármálalæsi og að eldra fólk viti betur hvernig eigi að taka lán. Það kom hins vegar svolítið á óvart að það væri líklegra að karlkyns einstaklingar taki lán sem þessi.“ Taka smálán til að greiða niður eldri smálán Sigurður segir að einnig hafi verið spurt í hvað þessi lán væru að fara. „Þetta var mikið að fara í almenna neyslu, skemmtanir og slíkt. Lánin fóru líka í að greiða niður önnur smálán. Þannig verður vandræðagangur þar sem það eru svo háir vextirnir á þessum lánum. Viðkomandi tekur svona lán, sem hann hefur í raun ekki efni á, og þannig verður þetta óviðráðanlegt að lokum.“ Hópur sem þyrfti að skoða betur Sigurður segir að í ljósi þess að ungir karlmenn séu líklegri til að taka smálán, þyrfti mögulega að skoða þann hóp betur – unga karlmenn sem standa höllum fæti. „Kannski er honum ekki veitt næg athygli. Það rímar svolítið við fréttir í fjölmiðlum. Að einstaklingar úr þeim hópi séu í neyslu, glími við geðræn vandamál, séu líklegri til að falla úr skóla og svo framvegis. Þetta er hópur sem hefur gleymst svolítið.“ Hann segir alveg ljóst að leggja mætti leggja aukinn þunga í að kenna fjármálalæsi á Íslandi, sérstaklega meðal ungs fólks. „Það er þegar byrjað á því og er það vel. Það er mikilvægt að taka betur á þessu strax þar – á síðustu árum grunnskólans – áður en fólk nær þeim aldri að geta tekið slík lán.“ Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50 Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, telur að lög sem ætlað var að koma böndum á smálán hafi ekki virkað sem skildi. 9. apríl 2018 20:00 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun. Þetta er niðurstaða rannsóknar Sigurðar Guðjónssonar, lektor í viðskiptafræði, Kára Kristinssonar, dósents við viðskiptafræðideild HÍ og meistaranemans Davíðs Arnarsonar. Þeir kynntu rannsókn sína á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Sigurður segir að ákveðið hafi verið að ráðast í rannsóknina þar sem það hafi verið neikvæðar fréttir um smálánin og smálánafyrirtækin. Að ungt fólk væri að taka slík lán og lenti í vandræðum. „Við vildum skoða hverjir væru að taka þessi lán, af hverju og hvort ástæðan þess að markaður sé fyrir þessi lán sé sá að neytendur slíkra lána eru ekki læsir á fjármál.“ Hann segir að tveir hópar hafi verið rannsakaðir, annars vegar viðskiptavinir smálánafyrirtækja og hins vegar slembiúrtak úr þjóðskrá. Um 1.200 svör bárust frá fyrrgreinda hópnum og um 850 úr þeim síðari, það er úr könnun Félagsvísindastofnunar.Ungir karlmenn líklegastir Sigurður segir að talsverður munur hafi verið á þessum hópum. „Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi almennt heldur en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun.“ Hann segir að það hafi ekki komið á óvart að neytendur smálána væru fyrst og fremst ungir einstaklingar, með lægri tekjur og menntun. „Það má búast við að fólk með meiri menntun sé með meira fjármálalæsi og að eldra fólk viti betur hvernig eigi að taka lán. Það kom hins vegar svolítið á óvart að það væri líklegra að karlkyns einstaklingar taki lán sem þessi.“ Taka smálán til að greiða niður eldri smálán Sigurður segir að einnig hafi verið spurt í hvað þessi lán væru að fara. „Þetta var mikið að fara í almenna neyslu, skemmtanir og slíkt. Lánin fóru líka í að greiða niður önnur smálán. Þannig verður vandræðagangur þar sem það eru svo háir vextirnir á þessum lánum. Viðkomandi tekur svona lán, sem hann hefur í raun ekki efni á, og þannig verður þetta óviðráðanlegt að lokum.“ Hópur sem þyrfti að skoða betur Sigurður segir að í ljósi þess að ungir karlmenn séu líklegri til að taka smálán, þyrfti mögulega að skoða þann hóp betur – unga karlmenn sem standa höllum fæti. „Kannski er honum ekki veitt næg athygli. Það rímar svolítið við fréttir í fjölmiðlum. Að einstaklingar úr þeim hópi séu í neyslu, glími við geðræn vandamál, séu líklegri til að falla úr skóla og svo framvegis. Þetta er hópur sem hefur gleymst svolítið.“ Hann segir alveg ljóst að leggja mætti leggja aukinn þunga í að kenna fjármálalæsi á Íslandi, sérstaklega meðal ungs fólks. „Það er þegar byrjað á því og er það vel. Það er mikilvægt að taka betur á þessu strax þar – á síðustu árum grunnskólans – áður en fólk nær þeim aldri að geta tekið slík lán.“
Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50 Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, telur að lög sem ætlað var að koma böndum á smálán hafi ekki virkað sem skildi. 9. apríl 2018 20:00 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50
Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, telur að lög sem ætlað var að koma böndum á smálán hafi ekki virkað sem skildi. 9. apríl 2018 20:00
Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45