„Já, en amma?…?“ Ögmundur Jónasson skrifar 23. október 2018 07:00 Sendiherrar átta NATÓ-ríkja á Íslandi skrifa grein í Fréttablaðið miðvikudaginn 17. október sl., Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Noregs, Kanada, Póllands og Þýskalands, gagngert til að fagna því að á Íslandi fari nú fram „stærsta heræfing bandalagsins undanfarin ár“. Sendiherrarnir draga hvergi af sér: „Við teljum það Íslandi til hróss að vera gestgjafi fyrsta hluta Trident Juncture-æfingarinnar.“ Það sé fagnaðarefni, „að sjá Ísland enn og aftur, staðfesta stuðning sinn við aðild að NATÓ.“ „Alls konar skoðanir“ Svo er því náttúrlega bætt við og VG blikkað vinsamlega, að vitað sé „að á Íslandi rúmist alls konar skoðanir?… “ Mér þótti vissulega ánægjulegt að sjá forsætisráðherra, formann VG, reyna að fjarlægja sig þessu hernaðarbrölti með því að vekja athygli á að hernaðarsýningin (og þannig tala sendiherrarnir um heræfinguna, hún geri „samheldni NATÓ“ sýnilega) hafi verið sett á koppinn fyrir daga þessarar ríkisstjórnar. En það kemur dagur eftir þennan dag til að sýna pólitíska fjarlægð í verki og frelsa okkur frá niðurlægjandi klappi á kollinn frá sendiherrum NATÓ. Minnir á sigra samyrkjubúanna Grein sendiherranna minnir annars svoldið á fréttabréf um stanslausa sigra á samyrkjubúum á fyrri árum Sovét-kommúnismans. Allt var gott, árangur gríðarlegur, allir hamingjusamir og eindrægni fullkomin. Í Fréttablaðsgreininni vitna sendiherrarnir í Foggó aðmírál, sem áréttar að NATÓ sé „varnarbandalag“ sem sækist „aldrei eftir átökum“ enda beiti bandalagið sér, segja sendiherrarnir, einvörðungu fyrir „friði, öryggi og stöðugleika“. Og „til marks um mikilvægi starfs NATO má nefna áhersluna á öruggara samfélag í Afganistan þar sem ungar stúlkur geta nú stundað nám, þar er Ísland að koma fram sínum kjarnagildum í verk, langt frá sínum ströndum.“ Já, og ekki má gleyma tölvutækninni og internetinu sem sé „misnotað til að vega að stofnunum okkar og gera þær að skotmörkum tölvuþrjóta?…“ Þarna eigum við nú aldeilis hauk í horni í okkar ástsæla NATÓ. Gin úlfsins Margt, margt fleira er sagt í þessari upphöfnu lofgjörð, sem kannski hefði gengið á kaldastríðstímanum. En ég spyr, gengur þetta núna? Bara varnarbandalag, sem sækist aldrei eftir átökum!? Hvernig eigum við að þýða á íslensku „regime change“, þegar skipt er út ríkisstjórnum með vopnavaldi, eins og gert var í Írak, til stóð að gera í Sýrlandi og NATÓ stóð að í Líbíu? Enginn deilir lengur um þær hörmungar sem árás NATÓ á Líbíu leiddi af sér. Og ekki eru nema örfáir mánuðir síðan NATÓ gerði árás á Sýrland á grundvelli upploginna saka. Þetta eru bara dæmi til að sýna hvers konar Rauðhettuævintýri sendiherrar NATÓ leyfa sér að segja okkur. „Já, en amma, af hverju ertu með svona stóran munn?“ NATÓ og frelsun kvenna Og svo eru það réttindi kvenna. Gott ef tekst að forða konum undan ofbeldi í Afganistan. En það er ekki langt síðan, rúmlega þrjátíu ár, að NATÓ-ríkin studdu Talíbana gegn stjórnvöldum í Kabúl, sem einmitt höfðu sett kvenfrelsi á oddinn með stuðningi Sovétríkjanna. Þetta er náttúrlega bannað að segja, eins er það illa séð að ræða um ofbeldi á hendur konum af hálfu NATÓ-ríkisins Tyrklands og ISIS, sem NATÓ-ríkin studdu lengi vel í Sýrlandi. Kvennakúgun gerist hvergi verri á byggðu bóli en á áhrifasvæðum þessara illu afla. Gegn tölvuþrjótum í þágu persónuverndar Já, svo er það baráttan við tölvuþrjótana sem ógna stofnunum okkar og lýðræðinu! Getur verið að þýski sendiherrann hafi lesið eigin grein ofan í kjölinn? Sími kanslara Þýskalands var hleraður um árabil og reyndar allt þýska stjórnkerfið og án efa gervallt stjórnkerfi Evrópu að ekki sé minnst á óbreytta borgara. Og hver var tölvuþrjóturinn? Sá heitir Öryggisþjónusta Bandaríkjanna, US Security Agency, og er nánasti ættingi NATÓ! Á að biðja þessa aðila um að standa vörð um persónuverndina og lýðræðið? Sumt breytist ekki Já, heimurinn er óútreiknanlegur. Það finnst sendiherrunum átta en með undantekningu þó: „Í þessum óútreiknanlega heimi er NATÓ akkeri stöðugleikans.“ Það er nefnilega það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Sendiherrar átta NATÓ-ríkja á Íslandi skrifa grein í Fréttablaðið miðvikudaginn 17. október sl., Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Noregs, Kanada, Póllands og Þýskalands, gagngert til að fagna því að á Íslandi fari nú fram „stærsta heræfing bandalagsins undanfarin ár“. Sendiherrarnir draga hvergi af sér: „Við teljum það Íslandi til hróss að vera gestgjafi fyrsta hluta Trident Juncture-æfingarinnar.“ Það sé fagnaðarefni, „að sjá Ísland enn og aftur, staðfesta stuðning sinn við aðild að NATÓ.“ „Alls konar skoðanir“ Svo er því náttúrlega bætt við og VG blikkað vinsamlega, að vitað sé „að á Íslandi rúmist alls konar skoðanir?… “ Mér þótti vissulega ánægjulegt að sjá forsætisráðherra, formann VG, reyna að fjarlægja sig þessu hernaðarbrölti með því að vekja athygli á að hernaðarsýningin (og þannig tala sendiherrarnir um heræfinguna, hún geri „samheldni NATÓ“ sýnilega) hafi verið sett á koppinn fyrir daga þessarar ríkisstjórnar. En það kemur dagur eftir þennan dag til að sýna pólitíska fjarlægð í verki og frelsa okkur frá niðurlægjandi klappi á kollinn frá sendiherrum NATÓ. Minnir á sigra samyrkjubúanna Grein sendiherranna minnir annars svoldið á fréttabréf um stanslausa sigra á samyrkjubúum á fyrri árum Sovét-kommúnismans. Allt var gott, árangur gríðarlegur, allir hamingjusamir og eindrægni fullkomin. Í Fréttablaðsgreininni vitna sendiherrarnir í Foggó aðmírál, sem áréttar að NATÓ sé „varnarbandalag“ sem sækist „aldrei eftir átökum“ enda beiti bandalagið sér, segja sendiherrarnir, einvörðungu fyrir „friði, öryggi og stöðugleika“. Og „til marks um mikilvægi starfs NATO má nefna áhersluna á öruggara samfélag í Afganistan þar sem ungar stúlkur geta nú stundað nám, þar er Ísland að koma fram sínum kjarnagildum í verk, langt frá sínum ströndum.“ Já, og ekki má gleyma tölvutækninni og internetinu sem sé „misnotað til að vega að stofnunum okkar og gera þær að skotmörkum tölvuþrjóta?…“ Þarna eigum við nú aldeilis hauk í horni í okkar ástsæla NATÓ. Gin úlfsins Margt, margt fleira er sagt í þessari upphöfnu lofgjörð, sem kannski hefði gengið á kaldastríðstímanum. En ég spyr, gengur þetta núna? Bara varnarbandalag, sem sækist aldrei eftir átökum!? Hvernig eigum við að þýða á íslensku „regime change“, þegar skipt er út ríkisstjórnum með vopnavaldi, eins og gert var í Írak, til stóð að gera í Sýrlandi og NATÓ stóð að í Líbíu? Enginn deilir lengur um þær hörmungar sem árás NATÓ á Líbíu leiddi af sér. Og ekki eru nema örfáir mánuðir síðan NATÓ gerði árás á Sýrland á grundvelli upploginna saka. Þetta eru bara dæmi til að sýna hvers konar Rauðhettuævintýri sendiherrar NATÓ leyfa sér að segja okkur. „Já, en amma, af hverju ertu með svona stóran munn?“ NATÓ og frelsun kvenna Og svo eru það réttindi kvenna. Gott ef tekst að forða konum undan ofbeldi í Afganistan. En það er ekki langt síðan, rúmlega þrjátíu ár, að NATÓ-ríkin studdu Talíbana gegn stjórnvöldum í Kabúl, sem einmitt höfðu sett kvenfrelsi á oddinn með stuðningi Sovétríkjanna. Þetta er náttúrlega bannað að segja, eins er það illa séð að ræða um ofbeldi á hendur konum af hálfu NATÓ-ríkisins Tyrklands og ISIS, sem NATÓ-ríkin studdu lengi vel í Sýrlandi. Kvennakúgun gerist hvergi verri á byggðu bóli en á áhrifasvæðum þessara illu afla. Gegn tölvuþrjótum í þágu persónuverndar Já, svo er það baráttan við tölvuþrjótana sem ógna stofnunum okkar og lýðræðinu! Getur verið að þýski sendiherrann hafi lesið eigin grein ofan í kjölinn? Sími kanslara Þýskalands var hleraður um árabil og reyndar allt þýska stjórnkerfið og án efa gervallt stjórnkerfi Evrópu að ekki sé minnst á óbreytta borgara. Og hver var tölvuþrjóturinn? Sá heitir Öryggisþjónusta Bandaríkjanna, US Security Agency, og er nánasti ættingi NATÓ! Á að biðja þessa aðila um að standa vörð um persónuverndina og lýðræðið? Sumt breytist ekki Já, heimurinn er óútreiknanlegur. Það finnst sendiherrunum átta en með undantekningu þó: „Í þessum óútreiknanlega heimi er NATÓ akkeri stöðugleikans.“ Það er nefnilega það.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun