Veiðigjöld fækki störfum í Bolungarvík Sveinn Arnarsson skrifar 20. október 2018 08:00 Veiðigjöld hafa sérstaklega slæm áhrif á útgerðir sem eingöngu meiga stunda krókaveiðar, segir bæjarstjórni á Bolungarvík. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir yfir áhyggjum af áhrifum veiðigjalda á útgerðir í landsfjórðungnum og telur margar litlar og meðalstórar útgerðir í verulegum vandræðum nú þegar. Áhrif aukinna veiðigjalda munu leiða til fækkunar starfa, minni veltu og samdráttar atvinnulífs á svæðinu að hennar mati. „Á síðasta ári greiddu bolvískar útgerðir yfir 300 milljónir króna í veiðigjöld og þrefölduðust þau frá fyrra ári. Þetta hefur sérstaklega slæm áhrif á útgerðir sem eingöngu mega stunda krókaveiðar, en rekstrargrundvöllur þeirra er annar en útgerða sem stunda til að mynda togveiðar,“ segir í umsögn Bolungarvíkur um nýtt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um veiðigjöld. Bæjarstjórn Bolungarvíkur óttast að tugir starfa muni tapast í Bolungarvík á næstu misserum og skorar bæjarstjórn á yfirvöld að veiðigjöld endurspegli afkomu í greininni og tryggi að gjöld leiði ekki til samþjöppunar. Einnig að horft verði sérstaklega til minni og meðalstórra útgerða. Afkoma félaga í botnfiskútgerð og vinnslu á Norðurlandi vestra versnar hlutfallslega meira en á landinu öllu. Þetta kemur fram í samantekt Deloitte um sjávarútveg í Norðvesturkjördæmi sem gerð var fyrir sveitarfélögin á svæðinu. Afkoman versnar bæði í útgerð og vinnslu. „Tekjur í sjávarútvegi í Norðvesturkjördæmi drógust saman um 19 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Kostnaður lækkaði jafnframt nokkuð en hlutfallsleg EBITDA lækkun var þó umtalsverð, eða 38 prósent. Samanlögð EBITDA þeirra 40 félaga sem skoðuð voru nam 4,6 milljörðum árið 2017,“ segir í skýrslu Deloitte. Á því tímabili sem var til skoðunar þróuðust ytri hagstærðir almennt með neikvæðum hætti fyrir sjávarútvegsfélög. Verðlag sjávarafurða hefur lækkað verulega í íslenskum krónum og launavísitala hefur hækkað töluvert. Birtist í Fréttablaðinu Bolungarvík Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir yfir áhyggjum af áhrifum veiðigjalda á útgerðir í landsfjórðungnum og telur margar litlar og meðalstórar útgerðir í verulegum vandræðum nú þegar. Áhrif aukinna veiðigjalda munu leiða til fækkunar starfa, minni veltu og samdráttar atvinnulífs á svæðinu að hennar mati. „Á síðasta ári greiddu bolvískar útgerðir yfir 300 milljónir króna í veiðigjöld og þrefölduðust þau frá fyrra ári. Þetta hefur sérstaklega slæm áhrif á útgerðir sem eingöngu mega stunda krókaveiðar, en rekstrargrundvöllur þeirra er annar en útgerða sem stunda til að mynda togveiðar,“ segir í umsögn Bolungarvíkur um nýtt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um veiðigjöld. Bæjarstjórn Bolungarvíkur óttast að tugir starfa muni tapast í Bolungarvík á næstu misserum og skorar bæjarstjórn á yfirvöld að veiðigjöld endurspegli afkomu í greininni og tryggi að gjöld leiði ekki til samþjöppunar. Einnig að horft verði sérstaklega til minni og meðalstórra útgerða. Afkoma félaga í botnfiskútgerð og vinnslu á Norðurlandi vestra versnar hlutfallslega meira en á landinu öllu. Þetta kemur fram í samantekt Deloitte um sjávarútveg í Norðvesturkjördæmi sem gerð var fyrir sveitarfélögin á svæðinu. Afkoman versnar bæði í útgerð og vinnslu. „Tekjur í sjávarútvegi í Norðvesturkjördæmi drógust saman um 19 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Kostnaður lækkaði jafnframt nokkuð en hlutfallsleg EBITDA lækkun var þó umtalsverð, eða 38 prósent. Samanlögð EBITDA þeirra 40 félaga sem skoðuð voru nam 4,6 milljörðum árið 2017,“ segir í skýrslu Deloitte. Á því tímabili sem var til skoðunar þróuðust ytri hagstærðir almennt með neikvæðum hætti fyrir sjávarútvegsfélög. Verðlag sjávarafurða hefur lækkað verulega í íslenskum krónum og launavísitala hefur hækkað töluvert.
Birtist í Fréttablaðinu Bolungarvík Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira