Eimskip gerir breytingar á „hryggjarstykkinu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 16:26 Um 1.850 manns starfa hjá Eimskipafélagi Íslands. Fréttablaðið/Anton Brink Eimskip mun breyta siglingakerfi sínu frá og með 14. nóvember næstkomandi, sem framkvæmdastjóri hjá félaginu segir vera „hryggjarstykkið“ í þjónustu fyrirtækisins fyrir inn- og útflutning. Helstu breytingar á siglingakerfinu verða á hinum svokölluðu bláu og rauðu línum félagsins. Í yfirlýsingu frá Eimskip eru breytingarnar reifaðar, og segir þar meðal annars að á bláu línunni muni Goðafoss og Dettifoss nú hætta viðkomum á Reyðarfirði og Þórshöfn í Færeyjum á leið sinni til Evrópu. Þess í stað munu skipin sigla frá Reykjavík beint til Rotterdam á fimmtudögum og vera þar á sunnudögum. Á leið sinni aftur til Íslands muni bláa línan koma við í Bremerhaven, Helsingborg, Árósum og Þórshöfn í Færeyjum. Fyrsta ferð skipanna samkvæmt þessari áætlun verður 15. nóvember næstkomandi.Sjá einnig: Átján sagt upp hjá EimskipÞetta þýðir þó ekki að Eimskip hafi hætt komum sínum til Reyðarfjarðar. Breytingarnar á rauðu línunni munu þannig fela í sér að Perseus og Pollux munu sigla frá Reyðarfirði á fimmtudagskvöldum til Þórshafnar í Færeyjum. Þaðan munu skipin svo sigla til Árósa þar sem þau verða á mánudögum. Rauða línan mun þannig tengjast gulu línunni í Færeyjum sem gefur möguleika á flutningi inn á Bretland og meginland Evrópu. Rauða línan mun áfram koma við í Swinoujscie í Póllandi og Fredrikstad í Noregi hálfsmánaðarlega. Brottför frá Reykjavík er í hádegi á miðvikudögum og er fyrsta ferð samkvæmt þessari áætlun frá Reykjavík 14. nóvember næstkomandi.Hér ber að líta skýringarmynd sem Eimskip birtir vegna breytinganna.EimskipBreytingarnar eru sagðar til þess fallnar að „mæta þörfum markaðarins um styttri afhendingartíma á ferskum og frosnum afurðum á markaði í Evrópu.“ Þá miði breytingarnar jafnframt að því að „viðhalda góðu þjónustustigi í innflutningi“ og hafa í för með sér „bættan afhendingartíma innflutningsvöru frá Póllandi og Skandinavíu en öll skip félagsins frá Evrópu munu nú losa í Reykjavík á mánudögum og þriðjudögum.“ Áfram verði unnið að þróun á siglingarkerfi félagsins með það í huga að veita framúrskarandi þjónustu á Norður-Atlantshafi og draga úr kostnaði „eins og unnt er.“Stytti afhendingartíma Haft er eftir Matthíasi Matthíassyni, framkvæmdastjóra flutningasviðs Eimskips, að siglingakerfið hafi í gegnum tíðina verið „hryggjarstykkið“ í þjónustu fyrirtækisins fyrir inn- og útflutning. „Þessar breytingar á siglingakerfi Eimskips miða að því að styrkja kerfið í heild sinni, ásamt því að viðhalda okkar yfirburða þjónustustigi. Flutningaþarfir viðskiptavina okkar taka sífelldum breytingum og mikilvægt að við aðlögumst þörfum markaðarins á hverjum tíma. Á meðan makrílvertíð stóð í haust vorum við t.d. með tímabundnar siglingar til Gdynia í Póllandi og Klaipeda í Litháen, sem mæltust vel fyrir á markaði. Fyrirhugaðar breytingar á siglingarkerfinu stytta afhendingartíma fyrir útflytjendur inn á helstu markaði í Evrópu án þess þó að skerða þjónustu í innflutningi,“ segir Matthías. Þetta eru ekki einu breytingarnar sem gerðar hafa verið í rekstri Eimskips að undanförnu. Greint var frá því í gær að 18 starfsmönnum félagsins hafi verið sagt upp á dögunum en stjórnendur Eimskips lækkuðu nýverið afkomuspá félagsins fyrir árið um 15 prósent. Samgöngur Tengdar fréttir Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00 Átján sagt upp hjá Eimskip Liður í hagræðingaraðgerðum en félagið gaf nýverið út afkomuviðvörun. 7. nóvember 2018 16:11 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Eimskip mun breyta siglingakerfi sínu frá og með 14. nóvember næstkomandi, sem framkvæmdastjóri hjá félaginu segir vera „hryggjarstykkið“ í þjónustu fyrirtækisins fyrir inn- og útflutning. Helstu breytingar á siglingakerfinu verða á hinum svokölluðu bláu og rauðu línum félagsins. Í yfirlýsingu frá Eimskip eru breytingarnar reifaðar, og segir þar meðal annars að á bláu línunni muni Goðafoss og Dettifoss nú hætta viðkomum á Reyðarfirði og Þórshöfn í Færeyjum á leið sinni til Evrópu. Þess í stað munu skipin sigla frá Reykjavík beint til Rotterdam á fimmtudögum og vera þar á sunnudögum. Á leið sinni aftur til Íslands muni bláa línan koma við í Bremerhaven, Helsingborg, Árósum og Þórshöfn í Færeyjum. Fyrsta ferð skipanna samkvæmt þessari áætlun verður 15. nóvember næstkomandi.Sjá einnig: Átján sagt upp hjá EimskipÞetta þýðir þó ekki að Eimskip hafi hætt komum sínum til Reyðarfjarðar. Breytingarnar á rauðu línunni munu þannig fela í sér að Perseus og Pollux munu sigla frá Reyðarfirði á fimmtudagskvöldum til Þórshafnar í Færeyjum. Þaðan munu skipin svo sigla til Árósa þar sem þau verða á mánudögum. Rauða línan mun þannig tengjast gulu línunni í Færeyjum sem gefur möguleika á flutningi inn á Bretland og meginland Evrópu. Rauða línan mun áfram koma við í Swinoujscie í Póllandi og Fredrikstad í Noregi hálfsmánaðarlega. Brottför frá Reykjavík er í hádegi á miðvikudögum og er fyrsta ferð samkvæmt þessari áætlun frá Reykjavík 14. nóvember næstkomandi.Hér ber að líta skýringarmynd sem Eimskip birtir vegna breytinganna.EimskipBreytingarnar eru sagðar til þess fallnar að „mæta þörfum markaðarins um styttri afhendingartíma á ferskum og frosnum afurðum á markaði í Evrópu.“ Þá miði breytingarnar jafnframt að því að „viðhalda góðu þjónustustigi í innflutningi“ og hafa í för með sér „bættan afhendingartíma innflutningsvöru frá Póllandi og Skandinavíu en öll skip félagsins frá Evrópu munu nú losa í Reykjavík á mánudögum og þriðjudögum.“ Áfram verði unnið að þróun á siglingarkerfi félagsins með það í huga að veita framúrskarandi þjónustu á Norður-Atlantshafi og draga úr kostnaði „eins og unnt er.“Stytti afhendingartíma Haft er eftir Matthíasi Matthíassyni, framkvæmdastjóra flutningasviðs Eimskips, að siglingakerfið hafi í gegnum tíðina verið „hryggjarstykkið“ í þjónustu fyrirtækisins fyrir inn- og útflutning. „Þessar breytingar á siglingakerfi Eimskips miða að því að styrkja kerfið í heild sinni, ásamt því að viðhalda okkar yfirburða þjónustustigi. Flutningaþarfir viðskiptavina okkar taka sífelldum breytingum og mikilvægt að við aðlögumst þörfum markaðarins á hverjum tíma. Á meðan makrílvertíð stóð í haust vorum við t.d. með tímabundnar siglingar til Gdynia í Póllandi og Klaipeda í Litháen, sem mæltust vel fyrir á markaði. Fyrirhugaðar breytingar á siglingarkerfinu stytta afhendingartíma fyrir útflytjendur inn á helstu markaði í Evrópu án þess þó að skerða þjónustu í innflutningi,“ segir Matthías. Þetta eru ekki einu breytingarnar sem gerðar hafa verið í rekstri Eimskips að undanförnu. Greint var frá því í gær að 18 starfsmönnum félagsins hafi verið sagt upp á dögunum en stjórnendur Eimskips lækkuðu nýverið afkomuspá félagsins fyrir árið um 15 prósent.
Samgöngur Tengdar fréttir Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00 Átján sagt upp hjá Eimskip Liður í hagræðingaraðgerðum en félagið gaf nýverið út afkomuviðvörun. 7. nóvember 2018 16:11 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00
Átján sagt upp hjá Eimskip Liður í hagræðingaraðgerðum en félagið gaf nýverið út afkomuviðvörun. 7. nóvember 2018 16:11