1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 7. nóvember 2018 06:15 Úr leik Manchester City og Southampton í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. vísir/getty Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Útboð á enska boltanum fyrir leiktímabilið 2019 til 2022 fór fram í síðustu viku þar sem Síminn hafði betur gegn Sýn. Útboðsferlið var með þeim hætti að ef munur á tilboðum væri innan tíu prósenta færi útboðið í aðra umferð. Ekki kom til þess og því ljóst að tilboð Símans var minnst tíu prósentum hærra. Mat Sýnar var að hærra tilboð gerði það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar, gat ekki tjáð sig um tilboðið í samtali við Markaðinn. Hann sagði að á annan tug þúsunda hefðu aðgang að enska boltanum gegnum Sýn og að niðurstaðan væri óheppileg fyrir neytendur. „Það er ljóst að menn ætli með einhverjum hætti að fá peningana sem þeir borga fyrir svona sýningarrétti til baka þannig að mikil samkeppni í svona útboði kemur sér illa fyrir neytendur á endanum,“ sagði Björn. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu Símans, sagði tilboðið byggt á viðskiptaáætlun um nýtingu á stökum rétti. „Enski boltinn hefur verið dýr vegna þess að fólk hefur þurft að kaupa mikið með honum. Við teljum að við getum selt réttinn stakan og þannig náð til fleiri heimila með ódýrari vöru,“ sagði Magnús. Vísir er í eigu Sýnar hf. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Útboð á enska boltanum fyrir leiktímabilið 2019 til 2022 fór fram í síðustu viku þar sem Síminn hafði betur gegn Sýn. Útboðsferlið var með þeim hætti að ef munur á tilboðum væri innan tíu prósenta færi útboðið í aðra umferð. Ekki kom til þess og því ljóst að tilboð Símans var minnst tíu prósentum hærra. Mat Sýnar var að hærra tilboð gerði það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar, gat ekki tjáð sig um tilboðið í samtali við Markaðinn. Hann sagði að á annan tug þúsunda hefðu aðgang að enska boltanum gegnum Sýn og að niðurstaðan væri óheppileg fyrir neytendur. „Það er ljóst að menn ætli með einhverjum hætti að fá peningana sem þeir borga fyrir svona sýningarrétti til baka þannig að mikil samkeppni í svona útboði kemur sér illa fyrir neytendur á endanum,“ sagði Björn. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu Símans, sagði tilboðið byggt á viðskiptaáætlun um nýtingu á stökum rétti. „Enski boltinn hefur verið dýr vegna þess að fólk hefur þurft að kaupa mikið með honum. Við teljum að við getum selt réttinn stakan og þannig náð til fleiri heimila með ódýrari vöru,“ sagði Magnús. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13
Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38