„Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 20:30 Bertha Lena Sverrisdóttir er nemandi á náttúrufræðibraut í FG. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Ekki eru allir á sama máli um ágæti breytinganna en ein þeirra er Bertha Lena Sverrisdóttir sem er á náttúrufræðibraut í FG. „Það er erfiðara að sinna fjölskyldu, vinum, félagslífi með skólanum af því að þetta er orðin 130% vinna. Auðvitað er vinna að vera í framhaldsskóla, algjörlega ég er til í það, en ekki 130% vinnu. Af því ég vil eiga félagslíf,“ segir Bertha Lena. Fyrst í ágúst og aftur í síðustu viku sendi hún bréf til yfirvalda þar sem hún lýsir upplifun sinni af styttingu námsins. „Ég sendi á menntamálaráðuneyti og Menntamálastofnun. Menntamálastofnun hringdi í mig en sagði að þetta væri ekki undir þeim komið þannig að ég er búin að hafa tvisvar sinnum samband við menntmálaráðuneytið og menntamálaráðherra en hef ekki fengið nein svör.“ Hún telur skjóta skökku við að talað sé um styttingu námsins þegar í raun sé bara verið að þjappa því saman. Þá segir hún flesta samnemendur sína sem hún þekkir til, ekki sjá fram á að ljúka námi á þremur árum heldur á þremur og hálfu eða fjórum. „Ég er á þriðja ári og ég á að eiga bara eitt ár eftir en það er spurning hvort maður nái því en ég er að stefna að því að ná því á þremur,“ segir Bertha Lena. „Það er enginn afsláttur gefinn, það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn. Það er svona frekar leiðinlegt.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra? Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. 2. febrúar 2018 09:03 Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28 Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Samtök atvinnulífsins telja að stytting grunnskólanáms myndi milda áhrif kennaraskorts og auka fjárframlög á hvern nemanda. 20. nóvember 2017 13:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Ekki eru allir á sama máli um ágæti breytinganna en ein þeirra er Bertha Lena Sverrisdóttir sem er á náttúrufræðibraut í FG. „Það er erfiðara að sinna fjölskyldu, vinum, félagslífi með skólanum af því að þetta er orðin 130% vinna. Auðvitað er vinna að vera í framhaldsskóla, algjörlega ég er til í það, en ekki 130% vinnu. Af því ég vil eiga félagslíf,“ segir Bertha Lena. Fyrst í ágúst og aftur í síðustu viku sendi hún bréf til yfirvalda þar sem hún lýsir upplifun sinni af styttingu námsins. „Ég sendi á menntamálaráðuneyti og Menntamálastofnun. Menntamálastofnun hringdi í mig en sagði að þetta væri ekki undir þeim komið þannig að ég er búin að hafa tvisvar sinnum samband við menntmálaráðuneytið og menntamálaráðherra en hef ekki fengið nein svör.“ Hún telur skjóta skökku við að talað sé um styttingu námsins þegar í raun sé bara verið að þjappa því saman. Þá segir hún flesta samnemendur sína sem hún þekkir til, ekki sjá fram á að ljúka námi á þremur árum heldur á þremur og hálfu eða fjórum. „Ég er á þriðja ári og ég á að eiga bara eitt ár eftir en það er spurning hvort maður nái því en ég er að stefna að því að ná því á þremur,“ segir Bertha Lena. „Það er enginn afsláttur gefinn, það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn. Það er svona frekar leiðinlegt.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra? Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. 2. febrúar 2018 09:03 Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28 Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Samtök atvinnulífsins telja að stytting grunnskólanáms myndi milda áhrif kennaraskorts og auka fjárframlög á hvern nemanda. 20. nóvember 2017 13:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra? Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. 2. febrúar 2018 09:03
Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28
Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Samtök atvinnulífsins telja að stytting grunnskólanáms myndi milda áhrif kennaraskorts og auka fjárframlög á hvern nemanda. 20. nóvember 2017 13:32