Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 13:50 Frá höfuðstöðvum WOW air í Katrínartúni. vísir/vilhelm Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. WOW air hafði undanfarið glímt við fjárhagserfiðleika en þann 18. september síðastliðinn var tilkynnt að félagið hefði lokið við 60 milljóna evra fjármögnun, eða sem samsvaraði um 7,7 milljörðum króna, í skuldabréfaútboði. Greint hafði verið frá því í ágúst að félagið hefði í hyggju að ráðast í útboðið. Í Fréttablaðinu sagði að WOW air ætlaði sér að sækja fjármagn til þess að treysta starfsemi fyrirtækisins með útgáfu þriggja ára skuldabréfs við evrópska fjárfesta. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með útboðinu en WOW air ætlaði að sækja allt að þrettán milljarða króna í útboðinu, eða sem samsvaraði um 100 milljónum evra.Skúli Mogensen stofnaði WOW air í nóvember 2011.vísir/gettyÝmsar nýjar upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins í fjárfestakynningu Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 sama dag og fyrst var sagt frá skuldabréfaútboðinu komu ýmsar nýjar upplýsingar fram um rekstur WOW air í fjárfestakynningu sem félagið lét vinna í tengslum við skuldabréfaútboðið. Þannig kom fram að WOW air hefði tapað 45 milljónum dollara, jafnvirði 4,9 milljarða króna, á tímabilinu frá júlí 2017 til júní 2018. Þá sagði jafnframt í kynningunni að eigið fé flugfélagsins hefði aðeins numið 14 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega eins og hálfs milljarðs króna, í lok júní á þessu ári en í árslok 2016 hafði eigið fé fyrirtækisins verið 5,9 milljarðar 2016. Einnig mátti lesa það út úr fjárfestakynningunni að handbært eigið fé WOW air væri býsna lítið, eða aðeins um sex milljónir dollara í lok júní á þessu ári. Til samanburðar áttið Icelandair Group um 237 milljónir dollara í handbært eigið fé á sama tíma. Þá var einnig sá munur á rekstri íslensku flugfélaganna tveggja að WOW air leigði allan flugflota félagsins, alls tuttugu Airbus-þotur, en Icelandair á stóran hluta eigin flugflota.WOW air verður sjálfstætt starfandi dótturfyrirtæki Icelandair Group.Vísir/VilhelmKaupverðið rúmir tveir milljarðar en ekki 44 Skuldabréfaútboðið var hugsað sem brúarfjármögnun fram að fyrirhuguðu hlutafjárútboði og skráningu WOW air á markað sem fara átti fram innan átján mánaða. Í tengslum við þær fyrirætlanir sagði Skúli Mogensen að hann byggist við að ná um 22 til 33 milljörðum króna ef hann myndi bjóða út helming hlutafjár WOW air. Hann vildi ekki gefa upp hvert hann vonaðist til að heildarvirði fyrirtækisins yrði en ætla mátti að það væri að lágmarki 44 milljarðar króna. Icelandair Group keypti WOW air hins vegar á rúma tvo milljarða króna sé miðað við 5,4 prósent hlutafjár Icelandair Group sem hluthafar WOW air eignast eftir kaupin. Markaðsvirði Icelandair Group er 38 milljarðar króna. Í lok september síðastliðins var eigið fé Icelandair Group 575 milljónir dollara og handbært fé 175 milljónir dollar. Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur á Akureyri og fitnessmeistari, opnaði vef WOW Air og blessaði fyrirtækið á blaðamannafundi í nóvember 2011.Fréttablaðið/Anton BrinkMiðað við skilmála skulabréfaútboðsins sem fréttastofa hefur undir höndum verða skuldabréfin ekki gjaldfelld við kaupin þar sem WOW air verður sjálfstætt starfandi dótturfélag Icelandair. Þá breyta kaup Icelandair Group á WOW air engu um stöðu þeirra sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu. Það eina sem breytist, verði kaupin samþykkt af öllum hlutaðeigandi, er að nýr eigandi WOW air er fjársterkt fyrirtæki á markaði og eru líkur á vanefndum því litlar sem engar. Gangi kaupin í gegn verður aftur horfið til þess tíma þegar aðeins eitt íslensk flugfélag var í millilandaflugi. Breytingin sem hefur hins vegar orðið á síðustu árum frá því sem áður var er að fjöldi erlendra flugfélaga flýgur hingað til lands allan ársins hring. Engu að síður eru Icelandair og WOW air með um 80 prósent markaðshlutdeild af flugferðum á Keflavíkurflugvelli. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Þetta hefur þjóðin að segja um yfirtöku Icelandair á WOW Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. 5. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. WOW air hafði undanfarið glímt við fjárhagserfiðleika en þann 18. september síðastliðinn var tilkynnt að félagið hefði lokið við 60 milljóna evra fjármögnun, eða sem samsvaraði um 7,7 milljörðum króna, í skuldabréfaútboði. Greint hafði verið frá því í ágúst að félagið hefði í hyggju að ráðast í útboðið. Í Fréttablaðinu sagði að WOW air ætlaði sér að sækja fjármagn til þess að treysta starfsemi fyrirtækisins með útgáfu þriggja ára skuldabréfs við evrópska fjárfesta. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með útboðinu en WOW air ætlaði að sækja allt að þrettán milljarða króna í útboðinu, eða sem samsvaraði um 100 milljónum evra.Skúli Mogensen stofnaði WOW air í nóvember 2011.vísir/gettyÝmsar nýjar upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins í fjárfestakynningu Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 sama dag og fyrst var sagt frá skuldabréfaútboðinu komu ýmsar nýjar upplýsingar fram um rekstur WOW air í fjárfestakynningu sem félagið lét vinna í tengslum við skuldabréfaútboðið. Þannig kom fram að WOW air hefði tapað 45 milljónum dollara, jafnvirði 4,9 milljarða króna, á tímabilinu frá júlí 2017 til júní 2018. Þá sagði jafnframt í kynningunni að eigið fé flugfélagsins hefði aðeins numið 14 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega eins og hálfs milljarðs króna, í lok júní á þessu ári en í árslok 2016 hafði eigið fé fyrirtækisins verið 5,9 milljarðar 2016. Einnig mátti lesa það út úr fjárfestakynningunni að handbært eigið fé WOW air væri býsna lítið, eða aðeins um sex milljónir dollara í lok júní á þessu ári. Til samanburðar áttið Icelandair Group um 237 milljónir dollara í handbært eigið fé á sama tíma. Þá var einnig sá munur á rekstri íslensku flugfélaganna tveggja að WOW air leigði allan flugflota félagsins, alls tuttugu Airbus-þotur, en Icelandair á stóran hluta eigin flugflota.WOW air verður sjálfstætt starfandi dótturfyrirtæki Icelandair Group.Vísir/VilhelmKaupverðið rúmir tveir milljarðar en ekki 44 Skuldabréfaútboðið var hugsað sem brúarfjármögnun fram að fyrirhuguðu hlutafjárútboði og skráningu WOW air á markað sem fara átti fram innan átján mánaða. Í tengslum við þær fyrirætlanir sagði Skúli Mogensen að hann byggist við að ná um 22 til 33 milljörðum króna ef hann myndi bjóða út helming hlutafjár WOW air. Hann vildi ekki gefa upp hvert hann vonaðist til að heildarvirði fyrirtækisins yrði en ætla mátti að það væri að lágmarki 44 milljarðar króna. Icelandair Group keypti WOW air hins vegar á rúma tvo milljarða króna sé miðað við 5,4 prósent hlutafjár Icelandair Group sem hluthafar WOW air eignast eftir kaupin. Markaðsvirði Icelandair Group er 38 milljarðar króna. Í lok september síðastliðins var eigið fé Icelandair Group 575 milljónir dollara og handbært fé 175 milljónir dollar. Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur á Akureyri og fitnessmeistari, opnaði vef WOW Air og blessaði fyrirtækið á blaðamannafundi í nóvember 2011.Fréttablaðið/Anton BrinkMiðað við skilmála skulabréfaútboðsins sem fréttastofa hefur undir höndum verða skuldabréfin ekki gjaldfelld við kaupin þar sem WOW air verður sjálfstætt starfandi dótturfélag Icelandair. Þá breyta kaup Icelandair Group á WOW air engu um stöðu þeirra sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu. Það eina sem breytist, verði kaupin samþykkt af öllum hlutaðeigandi, er að nýr eigandi WOW air er fjársterkt fyrirtæki á markaði og eru líkur á vanefndum því litlar sem engar. Gangi kaupin í gegn verður aftur horfið til þess tíma þegar aðeins eitt íslensk flugfélag var í millilandaflugi. Breytingin sem hefur hins vegar orðið á síðustu árum frá því sem áður var er að fjöldi erlendra flugfélaga flýgur hingað til lands allan ársins hring. Engu að síður eru Icelandair og WOW air með um 80 prósent markaðshlutdeild af flugferðum á Keflavíkurflugvelli.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Þetta hefur þjóðin að segja um yfirtöku Icelandair á WOW Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. 5. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30
Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52
Þetta hefur þjóðin að segja um yfirtöku Icelandair á WOW Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. 5. nóvember 2018 13:30