Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. nóvember 2018 21:00 Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. Stjórn félagsins kemur saman eftir helgi þar sem skorið verður úr um lögmæti kröfunnar.Rúmlega 160 einstaklingar settu nafn sitt við undirskriftasöfnunina þar sem þess var krafist að Sjómannafélag Íslands mynda boða til félagsfundar ekki síðar en í dag í ljósi þeirrar „grafalvarlegu stöðu“ sem komin sé upp í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr Sjómannafélaginu fyrir helgi. Samkvæmt lögum sjómannafélagsins þurfa 100 félagsmenn að óska eftir því að boðað sé til fundar og því mætti ætla að undirskriftarsöfnunin uppfylli þau skilyrði. Nú er hins vegar ljóst að stjórn Sjómannafélagsins hefur ekki orðið við þessari áskorun. Enginn félagsfundur hefur verið boðaður - þrátt fyrir að svo virðist vera sem að um þriðjungur félagsmanna sjómannafélagsins hafi sett nafn sitt við kröfuna. Að sögn stjórnamanns í félaginu hefur engin formleg ákvörðun verið tekin um framhaldið, enda sé málið ekki jafn einfalt og það lítur út fyrir að vera.Sjá einnig: Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Sigurgeir Friðriksson, stjórnarmaður í Sjómannafélaginu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að lögmæti kröfunnar sé nefnilega óljóst. Það eigi eftir að ganga úr skugga um að allir þeir sem rituðu nafn sitt við undirskriftasöfnunina séu í raun félagsmenn í Sjómannafélaginu. Því þurfi að bera saman undirskriftalistann við félagatal Sjómannafélagsins áður en formlega verður hægt að boða til félagsfundar. Hvenær þessi samanburður mun eiga sér stað liggur ekki fyrir en að sögn Arngríms Jónssonar, ritara Sjómannafélagsins, mun stjórn félagsins funda um framhaldið fljótlega eftir helgi. Að öðru leyti vildu þeir Sigurgeir og Arngrímur ekki ræða við fréttastofu um málið og bentu á formanninn Jónas Garðarsson. Fréttastofa hefur reynt að ná á Jónas með ítrekuðum símhringum og skilaboðum frá því snemma í morgun, en án árangurs. Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. Stjórn félagsins kemur saman eftir helgi þar sem skorið verður úr um lögmæti kröfunnar.Rúmlega 160 einstaklingar settu nafn sitt við undirskriftasöfnunina þar sem þess var krafist að Sjómannafélag Íslands mynda boða til félagsfundar ekki síðar en í dag í ljósi þeirrar „grafalvarlegu stöðu“ sem komin sé upp í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr Sjómannafélaginu fyrir helgi. Samkvæmt lögum sjómannafélagsins þurfa 100 félagsmenn að óska eftir því að boðað sé til fundar og því mætti ætla að undirskriftarsöfnunin uppfylli þau skilyrði. Nú er hins vegar ljóst að stjórn Sjómannafélagsins hefur ekki orðið við þessari áskorun. Enginn félagsfundur hefur verið boðaður - þrátt fyrir að svo virðist vera sem að um þriðjungur félagsmanna sjómannafélagsins hafi sett nafn sitt við kröfuna. Að sögn stjórnamanns í félaginu hefur engin formleg ákvörðun verið tekin um framhaldið, enda sé málið ekki jafn einfalt og það lítur út fyrir að vera.Sjá einnig: Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Sigurgeir Friðriksson, stjórnarmaður í Sjómannafélaginu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að lögmæti kröfunnar sé nefnilega óljóst. Það eigi eftir að ganga úr skugga um að allir þeir sem rituðu nafn sitt við undirskriftasöfnunina séu í raun félagsmenn í Sjómannafélaginu. Því þurfi að bera saman undirskriftalistann við félagatal Sjómannafélagsins áður en formlega verður hægt að boða til félagsfundar. Hvenær þessi samanburður mun eiga sér stað liggur ekki fyrir en að sögn Arngríms Jónssonar, ritara Sjómannafélagsins, mun stjórn félagsins funda um framhaldið fljótlega eftir helgi. Að öðru leyti vildu þeir Sigurgeir og Arngrímur ekki ræða við fréttastofu um málið og bentu á formanninn Jónas Garðarsson. Fréttastofa hefur reynt að ná á Jónas með ítrekuðum símhringum og skilaboðum frá því snemma í morgun, en án árangurs.
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00
Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59