Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. nóvember 2018 21:44 Erdogan Tyrklandsforseti segir mörgum spurningum ósvarað um morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. Í greininni setur forsetinn fram nokkrar spurningar í tengslum við morðið á Khashoggi sem enn hefur ekki fengist svar við en sádi-arabíski blaðamaðurinn var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan. „Hvar eru líkamsleifar Khashoggi? Hver er „samstarfsmaðurinn“ sem Sádar segjast hafa afhent lík hans? Hver gaf skipun um að drepa þessa góðu sál? Því miður eru þetta spurningar sem yfirvöld Sádi-Arabíu hafa neitað að svara,“ skrifar forsetinn.Sjá einnig: Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Þá telur Erdogan upp það sem vitað er um málið. Að morðingjar Khashoggi séu meðal hinna 18 grunuðu sem nú eru í haldi og að þeir hafi haft ákveðnar skipanir sem sneru að því að myrða Khashoggi og koma sér síðan í burtu. Þá setur forsetinn fram þá fullyrðingu að þær skipanir hafi komið frá háttsettum aðilum innan ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. „Sumir virðast vona að þetta „vandamál“ hverfi með tíð og tíma, en við munum halda áfram að spyrja þessara spurninga sem eru geigvænlega mikilvægar í rannsókn málsins í Tyrklandi, en hafa einnig mikla þýðingu fyrir ástvini og aðstandendur Khashoggi sjálfs.Segir samband Tyrkja og Sáda „vinalegt“Þá leggur Erdogan áherslu á að þrátt fyrir að hann telji skipunina um morðið á Khashoggi hafa komið úr innsta hring ríkisstjórnar Sáda njóti ríkin tvö, Tyrkland og Sádi-Arabía, „vinsamlegra tengsla.“ „Ég trúi því ekki í eina sekúndu að Salman konungur, gæslumaður hinna heilögu moska, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Þess vegna hef ég enga ástæðu til þess að trúa því að morðið tengist á neinn hátt opinberri stefnu Sádi-Arabíu.“ Þó bætti forsetinn við að góð tengsl ríkjanna tveggja myndu ekki verða þess valdandi að Tyrkir sæu sér fært að líta fram hjá því sem hann sjálfur kallaði „þaulskipulagt morð sem átti sér stað fyrir framan nefið á okkur öllum.“ Evrópa Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. 27. október 2018 09:53 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20 Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. Í greininni setur forsetinn fram nokkrar spurningar í tengslum við morðið á Khashoggi sem enn hefur ekki fengist svar við en sádi-arabíski blaðamaðurinn var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan. „Hvar eru líkamsleifar Khashoggi? Hver er „samstarfsmaðurinn“ sem Sádar segjast hafa afhent lík hans? Hver gaf skipun um að drepa þessa góðu sál? Því miður eru þetta spurningar sem yfirvöld Sádi-Arabíu hafa neitað að svara,“ skrifar forsetinn.Sjá einnig: Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Þá telur Erdogan upp það sem vitað er um málið. Að morðingjar Khashoggi séu meðal hinna 18 grunuðu sem nú eru í haldi og að þeir hafi haft ákveðnar skipanir sem sneru að því að myrða Khashoggi og koma sér síðan í burtu. Þá setur forsetinn fram þá fullyrðingu að þær skipanir hafi komið frá háttsettum aðilum innan ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. „Sumir virðast vona að þetta „vandamál“ hverfi með tíð og tíma, en við munum halda áfram að spyrja þessara spurninga sem eru geigvænlega mikilvægar í rannsókn málsins í Tyrklandi, en hafa einnig mikla þýðingu fyrir ástvini og aðstandendur Khashoggi sjálfs.Segir samband Tyrkja og Sáda „vinalegt“Þá leggur Erdogan áherslu á að þrátt fyrir að hann telji skipunina um morðið á Khashoggi hafa komið úr innsta hring ríkisstjórnar Sáda njóti ríkin tvö, Tyrkland og Sádi-Arabía, „vinsamlegra tengsla.“ „Ég trúi því ekki í eina sekúndu að Salman konungur, gæslumaður hinna heilögu moska, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Þess vegna hef ég enga ástæðu til þess að trúa því að morðið tengist á neinn hátt opinberri stefnu Sádi-Arabíu.“ Þó bætti forsetinn við að góð tengsl ríkjanna tveggja myndu ekki verða þess valdandi að Tyrkir sæu sér fært að líta fram hjá því sem hann sjálfur kallaði „þaulskipulagt morð sem átti sér stað fyrir framan nefið á okkur öllum.“
Evrópa Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. 27. október 2018 09:53 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20 Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. 27. október 2018 09:53
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20
Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06