Margir bestu leikmannanna kvíða leikjum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 11:30 Arnar Sveinn í leik með Val vísir Mörgum betri leikmanna Pepsideildarinnar finnst ekki gaman að spila leiki í deildinni vegna kvíða. Þetta segir Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Íslandsmeistara Vals. Arnar Sveinn hefur vakið athygli fyrir að tala opinberlega um áralanga baráttu sína við sorgina eftir að hann missti móður sína aðeins 11 ára gamall. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag á dögunum og í morgun birtist langt viðtal við hann í Morgunblaðinu um stöðu Íslands í málum andlegrar heilsu innan fótboltans. „Ég þekki fullt af leikmönnum sem finnst ekki gaman að spila leiki því þeir verða svo kvíðnir. Margir af þeim eru meðal betri leikmanna Pepsideildarinnar,“ sagði Arnar í viðtalinu. „Svo eru fleiri sem hafa líka bara hætt, orðnir mjög góðir á íslenskan mælikvarða. Ef við værum að tala um 9-5 vinnu og einstaklingur brennur allt í einu upp í starfi, þá er hann með stéttarfélag sem hægt er að leita til og vinnustað sem stendur betur á bak við hann en íþróttafélögin gera. Utanumhaldið er mun betra og menn geta fundið sér aðra vinnu. Í fótboltanum hætta menn bara. Ég er sannfærður um að í mörgum tilvikum hefði verið hægt að sporna við því, með betra umhverfi, að menn hættu eða næðu ekki þeim gæðum sem þeir hefðu getað náð.“ Arnar sat á dögunum ráðstefnu á vegum FIFPro, alþjóðasamtaka knattspyrnumanna, um andlega heilsu í íþróttum. Hann segir mikilvægt að það komist á betra samband á milli félaganna, KSÍ og leikmannasamtakanna og andleg heilsa sé metin jafnmikils og líkamleg heilsa. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Horfnar minningar Minning er eitthvað sem maður man úr fortíð. 30. ágúst 2018 07:00 „Á endanum var það þannig að ég var farinn að gleyma henni“ Knattspyrnumaðurinn Arnar Sveinn Geirsson var aðeins ellefu ára þegar móðir hans Guðrún Arnarsdóttir dó en Arnar sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann er í dag 27 ára og leikur með Íslandsmeisturum Vals. 25. september 2018 09:45 Samviskubit "Blóðugt bit í samvisku, nú sekt er kennd af miklum krafti“ 31. október 2018 09:30 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Mörgum betri leikmanna Pepsideildarinnar finnst ekki gaman að spila leiki í deildinni vegna kvíða. Þetta segir Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Íslandsmeistara Vals. Arnar Sveinn hefur vakið athygli fyrir að tala opinberlega um áralanga baráttu sína við sorgina eftir að hann missti móður sína aðeins 11 ára gamall. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag á dögunum og í morgun birtist langt viðtal við hann í Morgunblaðinu um stöðu Íslands í málum andlegrar heilsu innan fótboltans. „Ég þekki fullt af leikmönnum sem finnst ekki gaman að spila leiki því þeir verða svo kvíðnir. Margir af þeim eru meðal betri leikmanna Pepsideildarinnar,“ sagði Arnar í viðtalinu. „Svo eru fleiri sem hafa líka bara hætt, orðnir mjög góðir á íslenskan mælikvarða. Ef við værum að tala um 9-5 vinnu og einstaklingur brennur allt í einu upp í starfi, þá er hann með stéttarfélag sem hægt er að leita til og vinnustað sem stendur betur á bak við hann en íþróttafélögin gera. Utanumhaldið er mun betra og menn geta fundið sér aðra vinnu. Í fótboltanum hætta menn bara. Ég er sannfærður um að í mörgum tilvikum hefði verið hægt að sporna við því, með betra umhverfi, að menn hættu eða næðu ekki þeim gæðum sem þeir hefðu getað náð.“ Arnar sat á dögunum ráðstefnu á vegum FIFPro, alþjóðasamtaka knattspyrnumanna, um andlega heilsu í íþróttum. Hann segir mikilvægt að það komist á betra samband á milli félaganna, KSÍ og leikmannasamtakanna og andleg heilsa sé metin jafnmikils og líkamleg heilsa.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Horfnar minningar Minning er eitthvað sem maður man úr fortíð. 30. ágúst 2018 07:00 „Á endanum var það þannig að ég var farinn að gleyma henni“ Knattspyrnumaðurinn Arnar Sveinn Geirsson var aðeins ellefu ára þegar móðir hans Guðrún Arnarsdóttir dó en Arnar sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann er í dag 27 ára og leikur með Íslandsmeisturum Vals. 25. september 2018 09:45 Samviskubit "Blóðugt bit í samvisku, nú sekt er kennd af miklum krafti“ 31. október 2018 09:30 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
„Á endanum var það þannig að ég var farinn að gleyma henni“ Knattspyrnumaðurinn Arnar Sveinn Geirsson var aðeins ellefu ára þegar móðir hans Guðrún Arnarsdóttir dó en Arnar sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann er í dag 27 ára og leikur með Íslandsmeisturum Vals. 25. september 2018 09:45