Býst við hærri fargjöldum á næstunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2018 06:15 Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 7,4 prósent í verði í Kauphöllinni í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Afkoman var í samræmi við væntingar greinenda en jákvæð skilaboð stjórnenda félagsins á fundi með fjárfestum í gær kölluðu fram mikil viðbrögð á markaði. Fréttablaðið/Ernir Afkomuhorfur Icelandair Group á næsta ári munu ráðast að miklu leyti af því hver þróun flugfargjalda verður á komandi mánuðum, að mati Sveins Þórarinssonar, greinanda í hagfræðideild Landsbankans. Starfandi forstjóri félagsins segist hafa enga trú á öðru en að fargjöld muni hækka í takt við hækkanir á olíuverði. Flugfélög þurfi til lengri tíma litið að selja flugsæti á hærra verði en það kostar að framleiða þau. Fjárfestar tóku vel í uppgjör ferðaþjónustufélagsins fyrir þriðja ársfjórðung, sem birt var eftir lokun markaða á þriðjudag, en til marks um það ruku hlutabréf í félaginu upp um 7,4 prósent í verði í 530 milljóna króna viðskiptum í gær.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Sveinn segir hugsanlegt að einhverjir fjárfestar hafi lokað skortstöðum í félaginu og því hafi kauphliðin verið sterk í viðskiptum gærdagsins. Það kunni að einhverju leyti að skýra verðhækkanir hlutabréfanna. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að fjárfestar hafi að líkindum brugðist við heldur jákvæðum tóni í afkomutilkynningu félagsins og á fundi með fjárfestum í gærmorgun. „Skilaboð félagsins,“ útskýrir hann, „eru þau að því hafi tekist að leiðrétta þann vanda í leiðakerfinu sem olli misvægi á milli flugframboðs til Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar og að á næsta ári verði misvægið á bak og burt. Einnig segist félagið vera að vinna að því að bæta tekjustýringarleiðir sínar og leita leiða til hagræðingar, svo sem með betri nýtingu á starfskröftum og aukinni sjálfvirknivæðingu. Ég ímynda mér að þessi jákvæðu skilaboð hafi að einhverju leyti kallað fram þessi viðbrögð á markaði,“ nefnir Elvar Ingi. Einnig hafi einhverjir markaðsaðilar haft af því áhyggjur í aðdraganda uppgjörsins að afkoman á fjórðungnum myndi valda vonbrigðum.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion bankaEBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – nam 115 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi og lækkaði um 26 prósent á milli ára. Bogi Nils Bogason, sem settist tímabundið í forstjórastól í kjölfar brotthvarfs Björgólfs Jóhannssonar í ágúst, sagði á fjárfestafundinum að hærra olíuverð, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting skýrðu helst verri afkomu félagsins. Stjórnendur Icelandair Group búast nú við því að EBITDA í ár verði á bilinu 80 til 90 milljónir dala en áður gerði spá þeirra ráð fyrir að afkoman gæti numið allt að 100 milljónum dala. Jafnan gengur ekki upp Sveinn segir að til lengri tíma litið skipti það félagið litlu máli hvort EBITDA verði 80 eða 90 milljónir dala í ár. „Þess í stað eru fjárfestar farnir að einbeita sér að næsta ári og velta því til dæmis fyrir sér hverjar vaxtarhorfur félagsins séu á árinu. Félagið hefur lítið gefið upp um áætlanir sínar enn sem komið er. Afkomuhorfur félagsins munu einnig ráðast að miklu leyti af þróun flugfargjalda á næstu mánuðum. Nánast hver einasti forstjóri flugfélags í Evrópu hefur sagt að farmiðaverð muni hækka en það hefur samt ekki hækkað enn. Jafnan gengur ekki upp. Það má kannski velta því fyrir sér hvort framboðið sé of mikið og félög séu hrædd um að verðhækkanir muni koma niður á eftirspurninni og nýtingu,“ segir Sveinn.Bogi Nils nefndi á fundinum í gær að sagan sýndi að það væru ávallt tafir á því að kostnaðarhækkunum, svo sem hækkunum á eldsneytisverði, væri fleytt út í flugfargjöld. Hann hefði „enga trú“ á öðru en að fargjöld myndu hækka í takt við hærra eldsneytisverð. „Með meiri aga á þessum markaði munu fargjöld hækka. Félögin þurfa í raun og veru að selja sætin á hærra verði en það kostar að framleiða þau, svona til lengri tíma. Það er heppilegra,“ sagði forstjórinn. Elvar Ingi segir félagið hafa glímt við eins konar innri vandamál. „Ytri þættir sem félagið hefur litla stjórn á, svo sem þróun á olíuverði og flugfargjöldum, hafa lítið breyst til hins betra að undanförnu en hins vegar segir félagið að það sé að ná tökum á innri vandamálunum og að þau ættu bráðlega að vera úr sögunni. Skilaboðin eru jákvæð og nú verður að sjá hvort þau raungerist.“Viðbótartekjur nær tvöfölduðust á milli ára Viðbótartekjur Icelandair Group námu 20 dölum á hvern farþega á þriðja ársfjórðungi en til samanburðar voru þær 11 dalir á farþega á sama tímabili í fyrra. Í fjórðungsuppgjöri félagsins voru í fyrsta sinn birtar upplýsingar um umræddar tekjur en þær eru skilgreindar sem allar tekjur félagsins af farþegum umfram tekjur af sölu farmiða. Elvar Ingi segir að Economy Light valkosturinn, sem félagið kynnti til leiks fyrir um ári, kunni að skýra aukninguna að hluta. Áhugavert verði að sjá hver þróun teknanna verði á næstu misserum. „Markmiðið er klárlega að hækka þessa sölu og þar eru stór tækifæri að okkar mati,“ sagði Bogi Nils á fjárfestafundi í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Afkomuhorfur Icelandair Group á næsta ári munu ráðast að miklu leyti af því hver þróun flugfargjalda verður á komandi mánuðum, að mati Sveins Þórarinssonar, greinanda í hagfræðideild Landsbankans. Starfandi forstjóri félagsins segist hafa enga trú á öðru en að fargjöld muni hækka í takt við hækkanir á olíuverði. Flugfélög þurfi til lengri tíma litið að selja flugsæti á hærra verði en það kostar að framleiða þau. Fjárfestar tóku vel í uppgjör ferðaþjónustufélagsins fyrir þriðja ársfjórðung, sem birt var eftir lokun markaða á þriðjudag, en til marks um það ruku hlutabréf í félaginu upp um 7,4 prósent í verði í 530 milljóna króna viðskiptum í gær.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Sveinn segir hugsanlegt að einhverjir fjárfestar hafi lokað skortstöðum í félaginu og því hafi kauphliðin verið sterk í viðskiptum gærdagsins. Það kunni að einhverju leyti að skýra verðhækkanir hlutabréfanna. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að fjárfestar hafi að líkindum brugðist við heldur jákvæðum tóni í afkomutilkynningu félagsins og á fundi með fjárfestum í gærmorgun. „Skilaboð félagsins,“ útskýrir hann, „eru þau að því hafi tekist að leiðrétta þann vanda í leiðakerfinu sem olli misvægi á milli flugframboðs til Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar og að á næsta ári verði misvægið á bak og burt. Einnig segist félagið vera að vinna að því að bæta tekjustýringarleiðir sínar og leita leiða til hagræðingar, svo sem með betri nýtingu á starfskröftum og aukinni sjálfvirknivæðingu. Ég ímynda mér að þessi jákvæðu skilaboð hafi að einhverju leyti kallað fram þessi viðbrögð á markaði,“ nefnir Elvar Ingi. Einnig hafi einhverjir markaðsaðilar haft af því áhyggjur í aðdraganda uppgjörsins að afkoman á fjórðungnum myndi valda vonbrigðum.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion bankaEBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – nam 115 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi og lækkaði um 26 prósent á milli ára. Bogi Nils Bogason, sem settist tímabundið í forstjórastól í kjölfar brotthvarfs Björgólfs Jóhannssonar í ágúst, sagði á fjárfestafundinum að hærra olíuverð, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting skýrðu helst verri afkomu félagsins. Stjórnendur Icelandair Group búast nú við því að EBITDA í ár verði á bilinu 80 til 90 milljónir dala en áður gerði spá þeirra ráð fyrir að afkoman gæti numið allt að 100 milljónum dala. Jafnan gengur ekki upp Sveinn segir að til lengri tíma litið skipti það félagið litlu máli hvort EBITDA verði 80 eða 90 milljónir dala í ár. „Þess í stað eru fjárfestar farnir að einbeita sér að næsta ári og velta því til dæmis fyrir sér hverjar vaxtarhorfur félagsins séu á árinu. Félagið hefur lítið gefið upp um áætlanir sínar enn sem komið er. Afkomuhorfur félagsins munu einnig ráðast að miklu leyti af þróun flugfargjalda á næstu mánuðum. Nánast hver einasti forstjóri flugfélags í Evrópu hefur sagt að farmiðaverð muni hækka en það hefur samt ekki hækkað enn. Jafnan gengur ekki upp. Það má kannski velta því fyrir sér hvort framboðið sé of mikið og félög séu hrædd um að verðhækkanir muni koma niður á eftirspurninni og nýtingu,“ segir Sveinn.Bogi Nils nefndi á fundinum í gær að sagan sýndi að það væru ávallt tafir á því að kostnaðarhækkunum, svo sem hækkunum á eldsneytisverði, væri fleytt út í flugfargjöld. Hann hefði „enga trú“ á öðru en að fargjöld myndu hækka í takt við hærra eldsneytisverð. „Með meiri aga á þessum markaði munu fargjöld hækka. Félögin þurfa í raun og veru að selja sætin á hærra verði en það kostar að framleiða þau, svona til lengri tíma. Það er heppilegra,“ sagði forstjórinn. Elvar Ingi segir félagið hafa glímt við eins konar innri vandamál. „Ytri þættir sem félagið hefur litla stjórn á, svo sem þróun á olíuverði og flugfargjöldum, hafa lítið breyst til hins betra að undanförnu en hins vegar segir félagið að það sé að ná tökum á innri vandamálunum og að þau ættu bráðlega að vera úr sögunni. Skilaboðin eru jákvæð og nú verður að sjá hvort þau raungerist.“Viðbótartekjur nær tvöfölduðust á milli ára Viðbótartekjur Icelandair Group námu 20 dölum á hvern farþega á þriðja ársfjórðungi en til samanburðar voru þær 11 dalir á farþega á sama tímabili í fyrra. Í fjórðungsuppgjöri félagsins voru í fyrsta sinn birtar upplýsingar um umræddar tekjur en þær eru skilgreindar sem allar tekjur félagsins af farþegum umfram tekjur af sölu farmiða. Elvar Ingi segir að Economy Light valkosturinn, sem félagið kynnti til leiks fyrir um ári, kunni að skýra aukninguna að hluta. Áhugavert verði að sjá hver þróun teknanna verði á næstu misserum. „Markmiðið er klárlega að hækka þessa sölu og þar eru stór tækifæri að okkar mati,“ sagði Bogi Nils á fjárfestafundi í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira