Reynir að halda lífi í ríkisstjórn sinni Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 19:05 Netanyahu segir pólitík ekki eiga að spila inn í varnarmál Ísrael. AP/Ariel Schalit Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. Avigdor Liberman sagði af sér á miðvikudaginn í kjölfar þess að Ísrael gerði vopnahlé við Hamas-samtökin og kallaði eftir nýjum kosningum. Útlit er fyrir að tveir ráðherra til viðbótar ætli að segja af sér á morgun. Þeir hafa boðað til blaðamannafundar á morgun. Þeir ráðherrar tilheyra stjórnarflokknum Jewish Home. Eins og staðan er núna er Netanyahu með einungis eins manns meirihluta á þingi og slíti Jewish Home sig frá ríkisstjórninni verður ekki komist hjá því að boða til kosninga. Þar að auki hefur Moshe Kahlon, fjármálaráðherra, einnig sagt að réttast væri að boða til nýrra kosninga. Netanyahu ætlar sjálfur að taka að sér embætti varnarmálaráðherra í kjölfar afsagnar Liberman. Í sjónvarpsávarpi í dag sagði hann ekki rétt að boða til kosninga á svo viðkvæmum tíma varðandi öryggi Ísrael. Forsætisráðherrann sagði að pólitík ætti ekki að koma að öryggi Ísrael og hann vissi hvað hann væri að gera.Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmaálaráðherra Ísrael.AP/Ariel SchalitÓvissan í Ísrael byrjaði eins og áður segir á miðvikudaginn þegar Liberman sagði af sér. Hann og fleiri meðlimir ríkisstjórnarinnar voru, samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael, ósáttir með að Netanyahu hefði tekið einhliða ákvörðun um að samþykkja vopnahlé við Hamas. Það var gert eftir umfangsmiklar árásir beggja vegna við landamæri Ísrael og Gasa-strandarinnar.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningumLiberman hefur að undanförnu kallað eftir innrás á Gasa og að her Ísrael þvingi Hamas-liða frá völdum. Hann segir það vera einu leiðina til að stilla til friðar á svæðinu. Á rétt rúmum sólarhring var minnst 460 sprengjum varpað á Ísrael frá gasa og svöruðu Ísraelsmenn með fjölmörgum loftárásum. Útlit var fyrir að það stefni í fjórða stríðið á Gasa á einungis áratug. Liberman gagnrýndi herinn á blaðamannafundi sínum í morgun og sagði viðbrögðin við árásunum ekki hafa verið samræmi við alvarleika þeirra. Allt í allt gerði herinn um 160 loftárásir á Gasa. Undanfarna mánuði hefur Hamas haldið vikuleg og fjölmenn mótmæli við landamæri Gasa og Ísrael vegna herkvíarinnar. Fjölmargir Palestínumenn verið skotnir til bana af hermönnum á þessum tíma og hafa Ísraelsmenn verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása frá Gasa og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael. Nýjustu átökin hófust þegar upp komst um dulbúna sérsveitarmenn Ísrael á Gasaströndinni. Til skotbardaga kom sem sjö Hamas-liðar og einn háttsettur sérsveitarmaður féllu í. Í kjölfar þess byrjuðu Hamas-liðar að varpa sprengjum á Ísrael. Flokksmeðlimir Netanyahu í Likud-flokknum hafa gagnrýnt forsvarsmenn annarra stjórnarflokka í dag, samkvæmt Times of Israel. Meðal þess sem ráðherra Likud flokksins hafa sagt er að samstarfsaðilar þeirra séu að haga sér á mjög óábyrgan hátt. Miri Regev, menningarráðherra, sagði það einmitt óábyrgt að fella svo góða hægri-ríkisstjórn. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. Avigdor Liberman sagði af sér á miðvikudaginn í kjölfar þess að Ísrael gerði vopnahlé við Hamas-samtökin og kallaði eftir nýjum kosningum. Útlit er fyrir að tveir ráðherra til viðbótar ætli að segja af sér á morgun. Þeir hafa boðað til blaðamannafundar á morgun. Þeir ráðherrar tilheyra stjórnarflokknum Jewish Home. Eins og staðan er núna er Netanyahu með einungis eins manns meirihluta á þingi og slíti Jewish Home sig frá ríkisstjórninni verður ekki komist hjá því að boða til kosninga. Þar að auki hefur Moshe Kahlon, fjármálaráðherra, einnig sagt að réttast væri að boða til nýrra kosninga. Netanyahu ætlar sjálfur að taka að sér embætti varnarmálaráðherra í kjölfar afsagnar Liberman. Í sjónvarpsávarpi í dag sagði hann ekki rétt að boða til kosninga á svo viðkvæmum tíma varðandi öryggi Ísrael. Forsætisráðherrann sagði að pólitík ætti ekki að koma að öryggi Ísrael og hann vissi hvað hann væri að gera.Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmaálaráðherra Ísrael.AP/Ariel SchalitÓvissan í Ísrael byrjaði eins og áður segir á miðvikudaginn þegar Liberman sagði af sér. Hann og fleiri meðlimir ríkisstjórnarinnar voru, samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael, ósáttir með að Netanyahu hefði tekið einhliða ákvörðun um að samþykkja vopnahlé við Hamas. Það var gert eftir umfangsmiklar árásir beggja vegna við landamæri Ísrael og Gasa-strandarinnar.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningumLiberman hefur að undanförnu kallað eftir innrás á Gasa og að her Ísrael þvingi Hamas-liða frá völdum. Hann segir það vera einu leiðina til að stilla til friðar á svæðinu. Á rétt rúmum sólarhring var minnst 460 sprengjum varpað á Ísrael frá gasa og svöruðu Ísraelsmenn með fjölmörgum loftárásum. Útlit var fyrir að það stefni í fjórða stríðið á Gasa á einungis áratug. Liberman gagnrýndi herinn á blaðamannafundi sínum í morgun og sagði viðbrögðin við árásunum ekki hafa verið samræmi við alvarleika þeirra. Allt í allt gerði herinn um 160 loftárásir á Gasa. Undanfarna mánuði hefur Hamas haldið vikuleg og fjölmenn mótmæli við landamæri Gasa og Ísrael vegna herkvíarinnar. Fjölmargir Palestínumenn verið skotnir til bana af hermönnum á þessum tíma og hafa Ísraelsmenn verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása frá Gasa og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael. Nýjustu átökin hófust þegar upp komst um dulbúna sérsveitarmenn Ísrael á Gasaströndinni. Til skotbardaga kom sem sjö Hamas-liðar og einn háttsettur sérsveitarmaður féllu í. Í kjölfar þess byrjuðu Hamas-liðar að varpa sprengjum á Ísrael. Flokksmeðlimir Netanyahu í Likud-flokknum hafa gagnrýnt forsvarsmenn annarra stjórnarflokka í dag, samkvæmt Times of Israel. Meðal þess sem ráðherra Likud flokksins hafa sagt er að samstarfsaðilar þeirra séu að haga sér á mjög óábyrgan hátt. Miri Regev, menningarráðherra, sagði það einmitt óábyrgt að fella svo góða hægri-ríkisstjórn.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira