Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. nóvember 2018 18:58 Starfsbræðurnir tveir, Niinisto og Trump. Getty/Chip Somodevilla Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. Trump heimsótti á laugardaginn sviðin svæði Kaliforníu þar sem mannskæðir kjarreldar hafa geisað. 76 hafa látið lífið í eldunum. Í heimsókninni ræddi Trump við fjölmiðla þar sem hann lét ummælin falla. Þar sagði hann yfirvöld Kaliforníu mega taka hinn meinta skógarakstur Finna til fyrirmyndar. „Þú lítur á önnur lönd þar sem hlutirnir eru gerðir öðruvísi. Ég var með forseta Finnlands og hann sagði Finna vera „skógarþjóð.“ Það er það sem hann sagði. Finnar eyða miklum tíma í að raka og gera hluti, og þeir glíma ekki við þessi vandamál.“ Rekur ekki minni til þess að hafa rætt raksturNú hefur Finnlandsforseti tjáð sig um ummæli Trump og segist hreinlega ekki muna eftir því að hafa stært sig af þessari áhugaverðu aðferð til þess að fyrirbyggja skógar- og kjarrelda. Starfsbræðurnir tveir hittust 11. nóvember síðastliðinn. Niinisto sagðist muna eftir því að skógarelda hefði borið á góma, en sagði samtalið aðallega hafa snúist um hamfarirnar í Kaliforníu og þær aðferðir sem Finnar beita til þess að fylgjast með skógum sínum, en skógar þekja yfir 70% flatarmáls Finnlands. Ummæli Trump ollu mikilli kátínu hjá finnskum netverjum sem þóttu ummælin afar afkáraleg eins og sjá má hér að neðan.Just an ordinary day in the Finnish forest ~ Ihan normipäivä suomalaisessa metsässä #Trump#forest#firesafety#raking#forestry#Finland#Finnish#CaliforniaFire#RakingAmericaGreatAgain#rakingtheforest#Suomi#haravointi#metsäpalot#rakingleavespic.twitter.com/YOKA3D6C2K — Pyry Luminen (@pyryluminen) November 18, 2018 In Finland even small kids rake forests.#raking#finland#forestrake#rakefinlandgreatagainpic.twitter.com/1eG7sJdLqM — Anders Furu (@ATFuru) November 18, 2018 Here I am just #raking around as all us #finns do to prevent forest fires. pic.twitter.com/lNFUiQoqmj — Iida Korhonen (@iidaKorhonen) November 18, 2018 Bandaríkin Donald Trump Finnland Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. Trump heimsótti á laugardaginn sviðin svæði Kaliforníu þar sem mannskæðir kjarreldar hafa geisað. 76 hafa látið lífið í eldunum. Í heimsókninni ræddi Trump við fjölmiðla þar sem hann lét ummælin falla. Þar sagði hann yfirvöld Kaliforníu mega taka hinn meinta skógarakstur Finna til fyrirmyndar. „Þú lítur á önnur lönd þar sem hlutirnir eru gerðir öðruvísi. Ég var með forseta Finnlands og hann sagði Finna vera „skógarþjóð.“ Það er það sem hann sagði. Finnar eyða miklum tíma í að raka og gera hluti, og þeir glíma ekki við þessi vandamál.“ Rekur ekki minni til þess að hafa rætt raksturNú hefur Finnlandsforseti tjáð sig um ummæli Trump og segist hreinlega ekki muna eftir því að hafa stært sig af þessari áhugaverðu aðferð til þess að fyrirbyggja skógar- og kjarrelda. Starfsbræðurnir tveir hittust 11. nóvember síðastliðinn. Niinisto sagðist muna eftir því að skógarelda hefði borið á góma, en sagði samtalið aðallega hafa snúist um hamfarirnar í Kaliforníu og þær aðferðir sem Finnar beita til þess að fylgjast með skógum sínum, en skógar þekja yfir 70% flatarmáls Finnlands. Ummæli Trump ollu mikilli kátínu hjá finnskum netverjum sem þóttu ummælin afar afkáraleg eins og sjá má hér að neðan.Just an ordinary day in the Finnish forest ~ Ihan normipäivä suomalaisessa metsässä #Trump#forest#firesafety#raking#forestry#Finland#Finnish#CaliforniaFire#RakingAmericaGreatAgain#rakingtheforest#Suomi#haravointi#metsäpalot#rakingleavespic.twitter.com/YOKA3D6C2K — Pyry Luminen (@pyryluminen) November 18, 2018 In Finland even small kids rake forests.#raking#finland#forestrake#rakefinlandgreatagainpic.twitter.com/1eG7sJdLqM — Anders Furu (@ATFuru) November 18, 2018 Here I am just #raking around as all us #finns do to prevent forest fires. pic.twitter.com/lNFUiQoqmj — Iida Korhonen (@iidaKorhonen) November 18, 2018
Bandaríkin Donald Trump Finnland Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45