Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2018 13:30 Sara og nýtt óklárað verk hennar sem hún hyggst gefa Jóni Gnarr. En Sara er mikill aðdáandi Jóns sem og Banksy sem eru henni sannkallaður innblástur. visir/vilhelm Sara Óskarsson, listamaður og varaþingmaður Pírata hefur gert verk sem hún hyggst færa Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra, sérstaklega að gjöf. Tilefnið er umræða um verk eftir Banksy sem Jón þáði frá Banksy þá er hann var borgarstjóri eftir að hafa falast sérstaklega eftir því. Verkið hékk samkvæmt skilyrðum hins dularfulla listamanns á skrifstofu borgarstjóra í tíð Jóns en hann hafði það svo heim með sér. Skiptar skoðanir eru um hvort um sé að ræða persónulega gjöf til Jóns eða hvort myndin heyri til borgarstjóraembættisins sem slíks og þar með borgarbúum öllum. Og þá er málum blandið hvort um sé að ræða einstakt verk eða fjöldaframleitt plakat. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið.Verkið er unnið með blandaðri tækni á striga og heitir Blómagrýtarinn hans Gnarr.visir/vilhelmSara er eðli máls samkvæmt áhugasöm um allt þetta, sem stjórnmála- og listamaður, þarna koma saman þættir sem hún brennur fyrir. Sara hefur nú gert verk sem er 70x100 cm, unnið með blandaðri tækni á striga. Hún segir það vera undir miklum áhrifum frá Banksy, eins og reyndar öll hennar málverk; vinna, aktívismi, pólitík og hefur svo verið í rúman áratug.Jón breytti hinum rykföllnu og mygluðu stjórnmálum „Þetta var alveg rakið. Verkið heitir Blómagrýtarinn hans Gnarr,“ segir Sara og fer ekki leynt með aðdáun sína á bæði Banksy sem og Jóni. „Hann hefur veitt mér innblástur, gleðiinnblástur, alvöru „hard-core“ innblástur. Hann þorði að „grýta“ sjálfum sér og hugsjónum sínum inn í rykfallna, óupplýsta og myglaða kima stjórnmálanna með listina sína og sérstæðu og einstöku hæfileika sína eina að „vopni“ eins og blóm.“ Sara skrifaði færslu á Facebooksíðu sína sem sjá má nánar hér neðar þar sem hún lýsir nánar því hvernig verkið er til komið.Hér má sjá smáatriði verks Söru.Sara gerir skýran greinarmun á sér sem listamanni og svo stjórnmálamanni. Þetta kemur í ljós þegar hún er spurð hvað henni þyki um umræðuna sem slíka, hvort henni finnist hún fáránlegur stormur í vatnsglasi eða hvort um réttmætar athugasemdir sé að ræða? „Nei, mér finnst umræðan ekki fáránleg, mér finnst hún í raun mjög þörf en þá einna helst út frá því hvernig samfélagið umgengst list. Sem stjórnmálamaður nálgast ég þetta auðvitað 100 prósent út frá lagabókstaf þessa lands. En sem listamaður á töluvert annan hátt,“ segir Sara sem telur Jón Gnarr á margan hátt vera Banksy Íslands.Snillingurinn Jón „Hann er snillingur sem að tókst að brjóta niður fyrirframgefna múranna á milli stjórnmálanna með list sinni, með snilligáfu sinni rétt eins og Banksy. Jón setti fram nýtt form stjórnmála á Íslandi. Hann „grýtti“ sér sjálfum inn í bilið á milli listar og stjórnmála og óx í gjánni. Hann útmáði mörkin á milli raunveruleikans og listarinnar með persónusköpun sem fangaði þjóðareinkenni sem við „cringe-uðum“ yfir þegar að hann stillti upp þeim spegli fyrir framan okkur.“Sara segist hæglega geta skrifað ritgerð um þetta hjartans mál sitt, hún segir Jón hafa tekið málin í sínar hendur eftir að stjórnmálin hér á landi hafi brugðist.Umræðan mikilvæg alveg óvart „Slíkar fyrirmyndir eru ómetanlegar fyrir okkur hin, okkur öll. En sér í lagi okkur listamennina sem að leitumst eftir því að reyna að knýja fram breytingar með listsköpun og með því að nota það sem verkfæri. Jón Gnarr máði út mörkin á milli listarinnar og pólitíkurinnar. Eins og Banksy. Og fangaði þannig fyrst athygli Íslenskra kjósenda en svo einnig heimsins.“ Sara segir umræðuna undanfarna daga þarfa en hún sé það í raun óvart. „Það sorglega þó er hún kom upp um þetta gegnumgangandi vantraust í íslensku samfélagi - vantraust á stjórnmálin og allt stjórnmálafólk - en líka vantraust og tortryggni gagnvart náunganum.“Sara segir þessa umræðu marglaga og spennandi. Það megi til dæmis spyrja hvor sé valdameiri Jón borgarstjóri eða Jón listamaður? Þegar allt kemur til alls. „Umræðan er írónísk fyrir margra hluta sakir. Listamenn eru jaðarsettur hópur sem eins og stjórnmálafólk teljast sennilega til hötuðustu stétta landsins. Listamenn undir yfirskriftinni að þeir séu húðlatar samfélagsblóðsugur. En svo gerist eitthvað svona eins og með Banksy- verkið og þá vilja allir komast að og öllum finnst þeir eiga tilkall til þess. Afurð jaðarsetta hópsins verður súper mainstream og súper eftirsótt.“ Sara er að leggja lokahönd á verk sitt og mun setja sig í samband við Jón Gnarr í kvöld með þá spurn hvort hann vilji ekki þiggja verkið? Banksy og Jón Gnarr Borgarstjórn Menning Myndlist Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Sara Óskarsson, listamaður og varaþingmaður Pírata hefur gert verk sem hún hyggst færa Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra, sérstaklega að gjöf. Tilefnið er umræða um verk eftir Banksy sem Jón þáði frá Banksy þá er hann var borgarstjóri eftir að hafa falast sérstaklega eftir því. Verkið hékk samkvæmt skilyrðum hins dularfulla listamanns á skrifstofu borgarstjóra í tíð Jóns en hann hafði það svo heim með sér. Skiptar skoðanir eru um hvort um sé að ræða persónulega gjöf til Jóns eða hvort myndin heyri til borgarstjóraembættisins sem slíks og þar með borgarbúum öllum. Og þá er málum blandið hvort um sé að ræða einstakt verk eða fjöldaframleitt plakat. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið.Verkið er unnið með blandaðri tækni á striga og heitir Blómagrýtarinn hans Gnarr.visir/vilhelmSara er eðli máls samkvæmt áhugasöm um allt þetta, sem stjórnmála- og listamaður, þarna koma saman þættir sem hún brennur fyrir. Sara hefur nú gert verk sem er 70x100 cm, unnið með blandaðri tækni á striga. Hún segir það vera undir miklum áhrifum frá Banksy, eins og reyndar öll hennar málverk; vinna, aktívismi, pólitík og hefur svo verið í rúman áratug.Jón breytti hinum rykföllnu og mygluðu stjórnmálum „Þetta var alveg rakið. Verkið heitir Blómagrýtarinn hans Gnarr,“ segir Sara og fer ekki leynt með aðdáun sína á bæði Banksy sem og Jóni. „Hann hefur veitt mér innblástur, gleðiinnblástur, alvöru „hard-core“ innblástur. Hann þorði að „grýta“ sjálfum sér og hugsjónum sínum inn í rykfallna, óupplýsta og myglaða kima stjórnmálanna með listina sína og sérstæðu og einstöku hæfileika sína eina að „vopni“ eins og blóm.“ Sara skrifaði færslu á Facebooksíðu sína sem sjá má nánar hér neðar þar sem hún lýsir nánar því hvernig verkið er til komið.Hér má sjá smáatriði verks Söru.Sara gerir skýran greinarmun á sér sem listamanni og svo stjórnmálamanni. Þetta kemur í ljós þegar hún er spurð hvað henni þyki um umræðuna sem slíka, hvort henni finnist hún fáránlegur stormur í vatnsglasi eða hvort um réttmætar athugasemdir sé að ræða? „Nei, mér finnst umræðan ekki fáránleg, mér finnst hún í raun mjög þörf en þá einna helst út frá því hvernig samfélagið umgengst list. Sem stjórnmálamaður nálgast ég þetta auðvitað 100 prósent út frá lagabókstaf þessa lands. En sem listamaður á töluvert annan hátt,“ segir Sara sem telur Jón Gnarr á margan hátt vera Banksy Íslands.Snillingurinn Jón „Hann er snillingur sem að tókst að brjóta niður fyrirframgefna múranna á milli stjórnmálanna með list sinni, með snilligáfu sinni rétt eins og Banksy. Jón setti fram nýtt form stjórnmála á Íslandi. Hann „grýtti“ sér sjálfum inn í bilið á milli listar og stjórnmála og óx í gjánni. Hann útmáði mörkin á milli raunveruleikans og listarinnar með persónusköpun sem fangaði þjóðareinkenni sem við „cringe-uðum“ yfir þegar að hann stillti upp þeim spegli fyrir framan okkur.“Sara segist hæglega geta skrifað ritgerð um þetta hjartans mál sitt, hún segir Jón hafa tekið málin í sínar hendur eftir að stjórnmálin hér á landi hafi brugðist.Umræðan mikilvæg alveg óvart „Slíkar fyrirmyndir eru ómetanlegar fyrir okkur hin, okkur öll. En sér í lagi okkur listamennina sem að leitumst eftir því að reyna að knýja fram breytingar með listsköpun og með því að nota það sem verkfæri. Jón Gnarr máði út mörkin á milli listarinnar og pólitíkurinnar. Eins og Banksy. Og fangaði þannig fyrst athygli Íslenskra kjósenda en svo einnig heimsins.“ Sara segir umræðuna undanfarna daga þarfa en hún sé það í raun óvart. „Það sorglega þó er hún kom upp um þetta gegnumgangandi vantraust í íslensku samfélagi - vantraust á stjórnmálin og allt stjórnmálafólk - en líka vantraust og tortryggni gagnvart náunganum.“Sara segir þessa umræðu marglaga og spennandi. Það megi til dæmis spyrja hvor sé valdameiri Jón borgarstjóri eða Jón listamaður? Þegar allt kemur til alls. „Umræðan er írónísk fyrir margra hluta sakir. Listamenn eru jaðarsettur hópur sem eins og stjórnmálafólk teljast sennilega til hötuðustu stétta landsins. Listamenn undir yfirskriftinni að þeir séu húðlatar samfélagsblóðsugur. En svo gerist eitthvað svona eins og með Banksy- verkið og þá vilja allir komast að og öllum finnst þeir eiga tilkall til þess. Afurð jaðarsetta hópsins verður súper mainstream og súper eftirsótt.“ Sara er að leggja lokahönd á verk sitt og mun setja sig í samband við Jón Gnarr í kvöld með þá spurn hvort hann vilji ekki þiggja verkið?
Banksy og Jón Gnarr Borgarstjórn Menning Myndlist Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13
Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00
Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58