Stallone dregur fram kaldastríðshanskana Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. nóvember 2018 15:00 Creed mætir Drago á ný í hringnum og sem fyrr er sá rússneski tröll en sá stutti á harma að hefna. Fjörutíu og tvö ár eru liðin síðan Sylvester Stallone lagði drög að heimsyfirráðum sínum með þeirri prýðisgóðu mynd Rocky. Myndin var ansi hrá og raunsæisleg saga ungs og heldur treggáfaðs handrukkara sem vann í sláturhúsi þar sem hann lumbraði á kjötskrokkum og lét sig dreyma um glæsta sigra sem hnefaleikari. Tækifærið kom þegar hann fékk óvænt að skora á ríkjandi heimsmeistara, Apollo Creed, og standa uppi í hárinu á honum í allnokkrar lotur. Myndin sló í gegn og Stallone hélt áfram að rekja sögu Rocky í Rocky II 1979. Sú mynd var í svipuðum stíl en með Rocky III skipti Stallone um gír og stráði 80s-glimmeri og glassúr yfir Rocky í sannkallaðri glansmynd.Glamúr Rocky Í Rocky III missti Rocky þjálfarann sinn, Mickey, sem sá bráðskemmtilegi Burgess Meredith lék með tilþrifum. Ráðvilltur og niðurbrotinn vissi Rocky vart í hvorn fótinn hann átti að stíga fyrr en hans forni fjandi, Apollo Creed, gaf sig fram og bauðst til þess að þjálfa hann og koma aftur á lappirnar. Glamúrsýningin hélt áfram í Rocky 4 1985 en þá var Stallone kominn í mikinn kaldastríðsham og byrjaður að djöflast með vélbyssuna sem Rambó í hinum sögulega vinsæla myndabálkinum sínum. Þetta sama ár skrapp Rambó einmitt aðeins til Víetnam, sallaði niður vonda Sovétmenn og kláraði eiginlega einn síns liðs stríðið sem hann hafði tapað með félögum sínum í bandaríska hernum á árum áður. Stallone lét stórveldin einnig mætast í Rocky 4 þar sem sovéska hnefaleikatröllið Ivan Drago tók sig til og einfaldlega drap Apollo, vin Rockys, í hringnum með einu fjallþungu rothöggi. Rocky gat illa sætt sig við þetta og ákvað að leita hefnda í hringnum og skora Drago á hólm. Á meðan Drago æfir sín þungu högg í hátækniþjálfunarbúðum leitar Rocky hins vegar upprunans og æfir einn af kappi í afskekktum bjálkakofa. Og ekki þarf að spyrja að leikslokum þar sem illmenni fá alltaf makleg málagjöld í Stallone-myndum.Kalda stríðið komið í hringinn. Rocky mætir höggþunga Sovéttröllinu.Eftir sex Rocky-myndir skaut sú hugmynd upp kollinum að halda áfram að spinna söguna en nú með áherslu á son Apollos, Adonis Creed, sem vitaskuld nýtur leiðsagnar og þjálfunar gömlu og lúnu goðsagnarinnar Rocky Balboa. Þetta reyndist alveg bráðsnjallt og Creed frá 2015 er sallafín boxmynd, vandlega og hárrétt hrærður tilfinningagrautur sem fáir kunna betur að malla en einmitt Stallone. Michael B. Jordan skilaði Creed yngri með miklum glæsibrag og Stallone stóð vitanlega fyrir sínu sem Rocky. Jordan er síðan í millitíðinni orðinn stórstjarna, sló algerlega í gegn sem illmennið Killmonger í Marvel-snilldinni Black Panther og hefur verið ausinn lofi fyrir Creed 2. Stallone er með puttana í handritinu að þessu sinni og trommar hér upp með það snilldarbragð að leiða þá Ivan Drago og Rocky saman á nýjan leik. Þeir standa þó utan hringsins núna en Rocky að baki Adonis og Ivan að baki sonar síns, Viktors, sem hann þjálfar. Ekki þarf að spyrja að dramatíkinni þegar sonur mannsins sem Ivan drap í hringnum mætir syni banamannsins með Rocky á kantinum. Dolph Lundgren endurtekur leikinn sem Ivan en hann hefur látið hafa eftir sér að hann hefði aldrei tekið það í mál að leika Drago aftur ef hann hefði enn átt að vera einhliða skúrkur. Ivan er sjálfsagt enn óttalegur skítalabbi en Lundgren er sáttur þar sem persónunni var gefin dýpt og það eru víst einhverjar sálfræðilegar ástæður fyrir því að sovéski dauðrotarinn er eins og hann er. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Jordan sýndi hversu hröðum handahreyfingum hann hefur yfir að ráða Leikarinn Michael B. Jordan fer með aðalhlutverkið í hnefaleikamyndinni Creed 2 og hefur hann þurft að koma sér í hörkuform fyrir myndina. 27. nóvember 2018 13:30 Sjöunda Rocky-myndin óvæntasti smellur ársins Sylvester Stallone spáð Óskarsverðlaunatilnefningu. 30. nóvember 2015 08:53 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Fjörutíu og tvö ár eru liðin síðan Sylvester Stallone lagði drög að heimsyfirráðum sínum með þeirri prýðisgóðu mynd Rocky. Myndin var ansi hrá og raunsæisleg saga ungs og heldur treggáfaðs handrukkara sem vann í sláturhúsi þar sem hann lumbraði á kjötskrokkum og lét sig dreyma um glæsta sigra sem hnefaleikari. Tækifærið kom þegar hann fékk óvænt að skora á ríkjandi heimsmeistara, Apollo Creed, og standa uppi í hárinu á honum í allnokkrar lotur. Myndin sló í gegn og Stallone hélt áfram að rekja sögu Rocky í Rocky II 1979. Sú mynd var í svipuðum stíl en með Rocky III skipti Stallone um gír og stráði 80s-glimmeri og glassúr yfir Rocky í sannkallaðri glansmynd.Glamúr Rocky Í Rocky III missti Rocky þjálfarann sinn, Mickey, sem sá bráðskemmtilegi Burgess Meredith lék með tilþrifum. Ráðvilltur og niðurbrotinn vissi Rocky vart í hvorn fótinn hann átti að stíga fyrr en hans forni fjandi, Apollo Creed, gaf sig fram og bauðst til þess að þjálfa hann og koma aftur á lappirnar. Glamúrsýningin hélt áfram í Rocky 4 1985 en þá var Stallone kominn í mikinn kaldastríðsham og byrjaður að djöflast með vélbyssuna sem Rambó í hinum sögulega vinsæla myndabálkinum sínum. Þetta sama ár skrapp Rambó einmitt aðeins til Víetnam, sallaði niður vonda Sovétmenn og kláraði eiginlega einn síns liðs stríðið sem hann hafði tapað með félögum sínum í bandaríska hernum á árum áður. Stallone lét stórveldin einnig mætast í Rocky 4 þar sem sovéska hnefaleikatröllið Ivan Drago tók sig til og einfaldlega drap Apollo, vin Rockys, í hringnum með einu fjallþungu rothöggi. Rocky gat illa sætt sig við þetta og ákvað að leita hefnda í hringnum og skora Drago á hólm. Á meðan Drago æfir sín þungu högg í hátækniþjálfunarbúðum leitar Rocky hins vegar upprunans og æfir einn af kappi í afskekktum bjálkakofa. Og ekki þarf að spyrja að leikslokum þar sem illmenni fá alltaf makleg málagjöld í Stallone-myndum.Kalda stríðið komið í hringinn. Rocky mætir höggþunga Sovéttröllinu.Eftir sex Rocky-myndir skaut sú hugmynd upp kollinum að halda áfram að spinna söguna en nú með áherslu á son Apollos, Adonis Creed, sem vitaskuld nýtur leiðsagnar og þjálfunar gömlu og lúnu goðsagnarinnar Rocky Balboa. Þetta reyndist alveg bráðsnjallt og Creed frá 2015 er sallafín boxmynd, vandlega og hárrétt hrærður tilfinningagrautur sem fáir kunna betur að malla en einmitt Stallone. Michael B. Jordan skilaði Creed yngri með miklum glæsibrag og Stallone stóð vitanlega fyrir sínu sem Rocky. Jordan er síðan í millitíðinni orðinn stórstjarna, sló algerlega í gegn sem illmennið Killmonger í Marvel-snilldinni Black Panther og hefur verið ausinn lofi fyrir Creed 2. Stallone er með puttana í handritinu að þessu sinni og trommar hér upp með það snilldarbragð að leiða þá Ivan Drago og Rocky saman á nýjan leik. Þeir standa þó utan hringsins núna en Rocky að baki Adonis og Ivan að baki sonar síns, Viktors, sem hann þjálfar. Ekki þarf að spyrja að dramatíkinni þegar sonur mannsins sem Ivan drap í hringnum mætir syni banamannsins með Rocky á kantinum. Dolph Lundgren endurtekur leikinn sem Ivan en hann hefur látið hafa eftir sér að hann hefði aldrei tekið það í mál að leika Drago aftur ef hann hefði enn átt að vera einhliða skúrkur. Ivan er sjálfsagt enn óttalegur skítalabbi en Lundgren er sáttur þar sem persónunni var gefin dýpt og það eru víst einhverjar sálfræðilegar ástæður fyrir því að sovéski dauðrotarinn er eins og hann er.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Jordan sýndi hversu hröðum handahreyfingum hann hefur yfir að ráða Leikarinn Michael B. Jordan fer með aðalhlutverkið í hnefaleikamyndinni Creed 2 og hefur hann þurft að koma sér í hörkuform fyrir myndina. 27. nóvember 2018 13:30 Sjöunda Rocky-myndin óvæntasti smellur ársins Sylvester Stallone spáð Óskarsverðlaunatilnefningu. 30. nóvember 2015 08:53 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Jordan sýndi hversu hröðum handahreyfingum hann hefur yfir að ráða Leikarinn Michael B. Jordan fer með aðalhlutverkið í hnefaleikamyndinni Creed 2 og hefur hann þurft að koma sér í hörkuform fyrir myndina. 27. nóvember 2018 13:30
Sjöunda Rocky-myndin óvæntasti smellur ársins Sylvester Stallone spáð Óskarsverðlaunatilnefningu. 30. nóvember 2015 08:53