Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Birgir Olgeirsson skrifar 28. nóvember 2018 11:30 Guðrún Hafsteinsdóttir segist eiga erfitt með að sjá hvernig hugmyndir Ragnars Þórs Ingólfssonar eiga að ganga upp. fbl/Ernir „Ég held að Ragnar Þór verði að útskýra örlítið betur hvað hann meinar með þessum orðum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Landssamtaka Lífeyrissjóða. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, gaf til kynna í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðskerfinu til að knýja á um kröfum sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. Guðrún, sem einnig er stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir þá sem tilnefna fólk í stjórnir lífeyrissjóða ekki hafa boðvald yfir þeim. Stjórnarmenn hafi það hlutverk að gæta einungis hagsmuna sjóðsfélaga.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Starfsemi sjóðanna sé bundin í lög og lífeyrissjóðir starfi samkvæmt lögum. „Og við sem störfum í kerfinu, okkur ber skylda til að setja hagsmuni sjóðsfélaga ofar öðru,“ segir Guðrún.Eitt mesta gæfaspor sem hefur verið stigið Ef skrúfað verður fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða þá bregðist lífeyrissjóðirnir lögbundnu hlutverki sínu sem snýr að því að ávaxta lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga. Lögbundið hlutverk sjóðanna sé að taka á móti iðgjöldum, ávaxta það og greiða út lífeyri þegar starfsævi viðkomandi sjóðsfélaga líkur. „Ég vil minna á að það voru samtök launþega og atvinnurekendur sem komu þessu lífeyrissjóðskerfi á fót í kjarasamningum árið 1969. Það var eitt mesta gæfuspor sem stigið hefur verið í íslensku samfélagi,“ segir Guðrún. Hún segir það fyrirkomulag, að launþegar og atvinnurekendur skipi í stjórn lífeyrissjóða, hafi gefist afskaplega vel.Guðrún segir að ef skrúfað verður fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða þá bregðist lífeyrissjóðirnir lögbundnu hlutverki sínu sem snýr að því að ávaxta lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga.Vísir/Vilhelm„Þegar að samtök launþega og samtök atvinnurekenda hafa skipað í sjóðinn, hafa þeir ekki boðvald yfir því fólki sem þar situr. Sjóðsfélagar verða að hafa vissu fyrir því að stjórnarmenn séu óháðir í sínum störfum og hver einasti stjórnarmaður, sama hvaðan hann kemur, hann vinnur með hagsmuni sjóðsfélaga allra. Þetta er nákvæmlega eins og í öðrum félögum, hvort sem þau eru skráð félög eða einkahlutafélögum. Nú sit ég í nokkrum stjórnum og það er alveg sama hver hefur skipað mig í þá stjórn, ég hef það lögbundna hlutverk að starfa í þágu allra hluthafa og í þessu tilfelli allra sjóðsfélaga.“Mega ekki hlaupa eftir skipunum út í bæ Hún segir að í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna starfi þéttur hópur sem skipaður var til jafns af launþegum og atvinnurekendum. „Þar höfum við það eitt markmið, það eru hagsmunir sjóðsfélaga allra og það eru ekki hagsmunir sjóðsfélaga ef að sjóðirnir ætla að fara að skrúfa fyrir fjárfestingar,“ segir Guðrún. Með því væru stjórnarmenn að bregðast því trausti sem þeim væri falið. „Stjórnarmenn verða að gæta því að starfa eftir eigin sannfæringu og mega ekki undir nokkrum kringumstæðum hlaupa eftir skipunum út í bæ eða utanaðkomandi þvingunum. Hvað heldur þú að myndi gerast ef ég færi að hlaupa eftir ákvörðunum einhverra aðila úti í bæ? Þetta gengur ekki upp. Þarna verðum við að greina algjörlega á milli.“Eitt sterkasta lífeyriskerfi í heimi Hún segir Íslendinga geta verið stolta af því lífeyrissjóðskerfi sem launþegar og atvinnurekendur hafa byggt upp saman. „Þetta er eitt sterkasta lífeyriskerfi í heimi. Það er ekki orðið fullþroska, það á eftir tíu ár til að ná þeim þroska. Við getum verið stolt hversu vel við höfum haldið utan um það og ég vil hvetja til þess að við umgöngumst sjóðina af mikilli varfærni. Við gerum engar kollsteypur, þetta er síbreytilegt kerfi og lífið er síbreytilegt. Ef við viljum breyta einhverju í kerfinu eigum við að gera það hægt, rólega, en örugglega. Og ef við viljum breyta, þá gerum við það í kjarasamningum.“ Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært að mati SA Framkvæmdastjóri SA bregst við ummælum formanna VR og Eflingar um stéttastríð og möguleikann á að skrúfað verði fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í kjarabaráttu þeirra. 27. nóvember 2018 21:48 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
„Ég held að Ragnar Þór verði að útskýra örlítið betur hvað hann meinar með þessum orðum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Landssamtaka Lífeyrissjóða. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, gaf til kynna í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðskerfinu til að knýja á um kröfum sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. Guðrún, sem einnig er stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir þá sem tilnefna fólk í stjórnir lífeyrissjóða ekki hafa boðvald yfir þeim. Stjórnarmenn hafi það hlutverk að gæta einungis hagsmuna sjóðsfélaga.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Starfsemi sjóðanna sé bundin í lög og lífeyrissjóðir starfi samkvæmt lögum. „Og við sem störfum í kerfinu, okkur ber skylda til að setja hagsmuni sjóðsfélaga ofar öðru,“ segir Guðrún.Eitt mesta gæfaspor sem hefur verið stigið Ef skrúfað verður fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða þá bregðist lífeyrissjóðirnir lögbundnu hlutverki sínu sem snýr að því að ávaxta lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga. Lögbundið hlutverk sjóðanna sé að taka á móti iðgjöldum, ávaxta það og greiða út lífeyri þegar starfsævi viðkomandi sjóðsfélaga líkur. „Ég vil minna á að það voru samtök launþega og atvinnurekendur sem komu þessu lífeyrissjóðskerfi á fót í kjarasamningum árið 1969. Það var eitt mesta gæfuspor sem stigið hefur verið í íslensku samfélagi,“ segir Guðrún. Hún segir það fyrirkomulag, að launþegar og atvinnurekendur skipi í stjórn lífeyrissjóða, hafi gefist afskaplega vel.Guðrún segir að ef skrúfað verður fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða þá bregðist lífeyrissjóðirnir lögbundnu hlutverki sínu sem snýr að því að ávaxta lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga.Vísir/Vilhelm„Þegar að samtök launþega og samtök atvinnurekenda hafa skipað í sjóðinn, hafa þeir ekki boðvald yfir því fólki sem þar situr. Sjóðsfélagar verða að hafa vissu fyrir því að stjórnarmenn séu óháðir í sínum störfum og hver einasti stjórnarmaður, sama hvaðan hann kemur, hann vinnur með hagsmuni sjóðsfélaga allra. Þetta er nákvæmlega eins og í öðrum félögum, hvort sem þau eru skráð félög eða einkahlutafélögum. Nú sit ég í nokkrum stjórnum og það er alveg sama hver hefur skipað mig í þá stjórn, ég hef það lögbundna hlutverk að starfa í þágu allra hluthafa og í þessu tilfelli allra sjóðsfélaga.“Mega ekki hlaupa eftir skipunum út í bæ Hún segir að í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna starfi þéttur hópur sem skipaður var til jafns af launþegum og atvinnurekendum. „Þar höfum við það eitt markmið, það eru hagsmunir sjóðsfélaga allra og það eru ekki hagsmunir sjóðsfélaga ef að sjóðirnir ætla að fara að skrúfa fyrir fjárfestingar,“ segir Guðrún. Með því væru stjórnarmenn að bregðast því trausti sem þeim væri falið. „Stjórnarmenn verða að gæta því að starfa eftir eigin sannfæringu og mega ekki undir nokkrum kringumstæðum hlaupa eftir skipunum út í bæ eða utanaðkomandi þvingunum. Hvað heldur þú að myndi gerast ef ég færi að hlaupa eftir ákvörðunum einhverra aðila úti í bæ? Þetta gengur ekki upp. Þarna verðum við að greina algjörlega á milli.“Eitt sterkasta lífeyriskerfi í heimi Hún segir Íslendinga geta verið stolta af því lífeyrissjóðskerfi sem launþegar og atvinnurekendur hafa byggt upp saman. „Þetta er eitt sterkasta lífeyriskerfi í heimi. Það er ekki orðið fullþroska, það á eftir tíu ár til að ná þeim þroska. Við getum verið stolt hversu vel við höfum haldið utan um það og ég vil hvetja til þess að við umgöngumst sjóðina af mikilli varfærni. Við gerum engar kollsteypur, þetta er síbreytilegt kerfi og lífið er síbreytilegt. Ef við viljum breyta einhverju í kerfinu eigum við að gera það hægt, rólega, en örugglega. Og ef við viljum breyta, þá gerum við það í kjarasamningum.“
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært að mati SA Framkvæmdastjóri SA bregst við ummælum formanna VR og Eflingar um stéttastríð og möguleikann á að skrúfað verði fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í kjarabaráttu þeirra. 27. nóvember 2018 21:48 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært að mati SA Framkvæmdastjóri SA bregst við ummælum formanna VR og Eflingar um stéttastríð og möguleikann á að skrúfað verði fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í kjarabaráttu þeirra. 27. nóvember 2018 21:48
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50