Guðlagur hvatti Breta til samstöðu í Newsnight Birgir Olgeirsson skrifar 28. nóvember 2018 07:50 Guðlaugur Þór í Newsnight sem er á dagskrá BBC. Newsnight Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, sagðist fagna þeirri hugmynd að Bretar fái inngöngu í Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, við útgönguna úr Evrópusambandinu. Þetta sagði Guðlaugur Þór í þættinum Newsnight á dagskrá breska ríkissjónvarpsins BBC. Hann tók Ísland sem dæmi um land sem er hluti af Fríverslunarsamtökum Evrópu og hvernig það nýtir sér samninga sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu en getur um leið gert sína eigin fríverslunarsamninga við önnur lönd í heiminum.Hann sagði í Newsnight að ekki væri meirihluti fyrir aðild að Evrópusambandinu á meðal Íslendinga."We would be very positive towards the idea of the UK joining EFTA or the EEA- you are the ones that started the organisation"Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson on the @NickBoles plan to join the EEA/EFTA#newsnight | @GudlaugurThorhttps://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/4L1a2nRNAg— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018 Guðlaugur bætti því við að hann hefði ekki áhyggjur af framtíð EFTA ef Bretar fengju þar inn og sagðist fremur jákvæður fyrir þeirri hugmynd. „Ég tala hér vitaskuld fyrir sjálfan mig og við munum ekki skipta okkur af breskri pólitík,“ bætti Guðlaugur við. Hann benti þó á að Bretar hefðu komið að stofnun EFTA og þá hefði umræðan verið sú sama. Bretar vildu stunda viðskipti við umheiminn en ekki tilheyra tollabandalagi.If the UK joined EFTA - would it blow it apart? No, says Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson.“The most important thing is the people... we should be constructive when we think about solutions” #newsnight | @GudlaugurThor | @maitlis | https://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/eu2MCcokk8— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018 Guðlaugur lagði áherslu á að breskir flokkar ættu að vera uppbyggilegir í nálgun þegar þeir huguðu að lausnum á framtíð Bretlands og ekki stofna til vandræða. Hann sagði að þjóðir sem deila sömu sýn í Evrópu ættu að standa saman. „Það mikilvæga er að Bretland er ekki að yfirgefa Evrópu og í Evrópu höfum við nokkur lög af samstarfi.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, sagðist fagna þeirri hugmynd að Bretar fái inngöngu í Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, við útgönguna úr Evrópusambandinu. Þetta sagði Guðlaugur Þór í þættinum Newsnight á dagskrá breska ríkissjónvarpsins BBC. Hann tók Ísland sem dæmi um land sem er hluti af Fríverslunarsamtökum Evrópu og hvernig það nýtir sér samninga sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu en getur um leið gert sína eigin fríverslunarsamninga við önnur lönd í heiminum.Hann sagði í Newsnight að ekki væri meirihluti fyrir aðild að Evrópusambandinu á meðal Íslendinga."We would be very positive towards the idea of the UK joining EFTA or the EEA- you are the ones that started the organisation"Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson on the @NickBoles plan to join the EEA/EFTA#newsnight | @GudlaugurThorhttps://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/4L1a2nRNAg— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018 Guðlaugur bætti því við að hann hefði ekki áhyggjur af framtíð EFTA ef Bretar fengju þar inn og sagðist fremur jákvæður fyrir þeirri hugmynd. „Ég tala hér vitaskuld fyrir sjálfan mig og við munum ekki skipta okkur af breskri pólitík,“ bætti Guðlaugur við. Hann benti þó á að Bretar hefðu komið að stofnun EFTA og þá hefði umræðan verið sú sama. Bretar vildu stunda viðskipti við umheiminn en ekki tilheyra tollabandalagi.If the UK joined EFTA - would it blow it apart? No, says Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson.“The most important thing is the people... we should be constructive when we think about solutions” #newsnight | @GudlaugurThor | @maitlis | https://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/eu2MCcokk8— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018 Guðlaugur lagði áherslu á að breskir flokkar ættu að vera uppbyggilegir í nálgun þegar þeir huguðu að lausnum á framtíð Bretlands og ekki stofna til vandræða. Hann sagði að þjóðir sem deila sömu sýn í Evrópu ættu að standa saman. „Það mikilvæga er að Bretland er ekki að yfirgefa Evrópu og í Evrópu höfum við nokkur lög af samstarfi.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira