Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2018 07:30 Rússneskir hermenn fylgja úkraínskum sjóliða inn í dómhús í borginni Símferopol á Krímskaga. Nordicphotos/AFP Stjórnmálaleiðtogar í meðal annars Þýskalandi, Austurríki og Póllandi hafa rætt um möguleikann á því að beita Rússland nýjum þvingunum vegna hernáms þriggja úkraínskra herskipa í Asovshafi nærri Krímskaga á sunnudag. Talsverðar þvinganir hafa nú þegar verið innleiddar gegn Rússum frá því átök brutust út í Úkraínu og Krímskagi var innlimaður árið 2014. Ísland tekur þátt í þessum þvingunaraðgerðum sem leiddi meðal annars til þess að Rússar settu viðskiptabann á íslenskar vörur árið 2015. Íslensk stjórnvöld hvetja til stillingar nú og til þess að frekari stigmögnun verði afstýrt. „Það er aðalatriðið að svo komnu máli – að friðsamlega verði leyst úr málum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, aðspurður um möguleikann á frekari þvingunum gegn Rússum. Þá segir ráðherra að stjórnvöld hafi fordæmt hernaðaraðgerðir rússneskra stjórnvalda „sem voru brot á alþjóðalögum og samningum, og hvatt þau til að leysa úr haldi úkraínsku skipin og áhafnir þeirra.“ Atburðirnir og afleiðingarnar verði vafalaust ræddar á utanríkisráðherrafundum NATO og ÖSE í næstu viku. Þjóðverjar eru sagðir líklegir til þess að leiða baráttu fyrir frekari þvingunum. Norbert Röttgen, þingmaður Kristilegra demókrata, sagði í gær að Evrópa gæti þurft að herða aðgerðir gegn Rússum. Sams konar ummæli hafa Andrzej Duda, forseti Póllands, og Juri Luik, varnarmálaráðherra Eistlands, látið falla. Karin Kneissl, utanríkisráðherra Austurríkis, sagði að Evrópusambandið myndi velta fyrir sér þvingunum á grundvelli staðreynda og þess hvernig málið þróast. Samkvæmt heimildum Reuters er búist við því að núgildandi þvinganir verði framlengdar í desember á fundi utanríkisráðherra ESB. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræddi við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í fyrrinótt og sagði Rússa ætla að sýna fram á að úkraínsku herskipin hafi siglt vísvitandi inn í landhelgi Rússa til að ögra þeim. Úkraínumenn hafa haldið þveröfugu fram. Rússneska leyniþjónustan (FSB) birti myndband í gær þar sem sjá mátti þrjá úkraínska sjóliða ræða um atburðina á Asovshafi. Einn, Andríj Drach, sagði að hann hefði verið á Níkopol, stórskotaskipi Úkraínumanna, og hefði fengið ítrekaðar viðvaranir um að skipið væri að sigla inn í rússneska landhelgi og brjóta þar með rússnesk lög. Undir þetta tóku hinir, Serhíj Tsíjbisov og Volodíjmíjr Lísovíj. Sá síðarnefndi sagðist vísvitandi hafa hundsað beiðnir Rússa um að snúa við. „Það sem þeir segja í þessu myndbandi er ósatt,“ sagði yfirmaður úkraínska sjóhersins í gær og bætti við að sjóliðarnir hefðu sagt ósatt vegna þess að þeir sættu þrýstingi, ef til vill pyntingum. Herlög eru nú í gildi í Úkraínu vegna málsins eftir tilskipun forseta og samþykkt þingsins. Þau gilda í þeim fylkjum Úkraínu sem eiga annaðhvort landamæri að Rússlandi eða liggja við Asovshaf eða Svartahaf. Dómstóll á Krímskaga úrskurðaði tvo sjóliða af 24 í tveggja mánaða gæsluvarðhald í gær. Búist er við því að þeir verði ákærðir og fari fyrir dóm. Enn átti eftir að taka fyrir mál gegn fleiri sjóliðum þegar þessi frétt var skrifuð. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Eistland Evrópusambandið Pólland Rússland Utanríkismál Úkraína Tengdar fréttir Ólga eftir árás á Asovshafi Úkraínska þingið samþykkti í gær tilskipun forseta landsins um setningu herlaga eftir að Rússar skutu á og hertóku þrjú úkraínsk herskip. Átök landanna tveggja eru ekki ný af nálinni en fara nú harðnandi. 27. nóvember 2018 07:00 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22 Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Stjórnmálaleiðtogar í meðal annars Þýskalandi, Austurríki og Póllandi hafa rætt um möguleikann á því að beita Rússland nýjum þvingunum vegna hernáms þriggja úkraínskra herskipa í Asovshafi nærri Krímskaga á sunnudag. Talsverðar þvinganir hafa nú þegar verið innleiddar gegn Rússum frá því átök brutust út í Úkraínu og Krímskagi var innlimaður árið 2014. Ísland tekur þátt í þessum þvingunaraðgerðum sem leiddi meðal annars til þess að Rússar settu viðskiptabann á íslenskar vörur árið 2015. Íslensk stjórnvöld hvetja til stillingar nú og til þess að frekari stigmögnun verði afstýrt. „Það er aðalatriðið að svo komnu máli – að friðsamlega verði leyst úr málum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, aðspurður um möguleikann á frekari þvingunum gegn Rússum. Þá segir ráðherra að stjórnvöld hafi fordæmt hernaðaraðgerðir rússneskra stjórnvalda „sem voru brot á alþjóðalögum og samningum, og hvatt þau til að leysa úr haldi úkraínsku skipin og áhafnir þeirra.“ Atburðirnir og afleiðingarnar verði vafalaust ræddar á utanríkisráðherrafundum NATO og ÖSE í næstu viku. Þjóðverjar eru sagðir líklegir til þess að leiða baráttu fyrir frekari þvingunum. Norbert Röttgen, þingmaður Kristilegra demókrata, sagði í gær að Evrópa gæti þurft að herða aðgerðir gegn Rússum. Sams konar ummæli hafa Andrzej Duda, forseti Póllands, og Juri Luik, varnarmálaráðherra Eistlands, látið falla. Karin Kneissl, utanríkisráðherra Austurríkis, sagði að Evrópusambandið myndi velta fyrir sér þvingunum á grundvelli staðreynda og þess hvernig málið þróast. Samkvæmt heimildum Reuters er búist við því að núgildandi þvinganir verði framlengdar í desember á fundi utanríkisráðherra ESB. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræddi við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í fyrrinótt og sagði Rússa ætla að sýna fram á að úkraínsku herskipin hafi siglt vísvitandi inn í landhelgi Rússa til að ögra þeim. Úkraínumenn hafa haldið þveröfugu fram. Rússneska leyniþjónustan (FSB) birti myndband í gær þar sem sjá mátti þrjá úkraínska sjóliða ræða um atburðina á Asovshafi. Einn, Andríj Drach, sagði að hann hefði verið á Níkopol, stórskotaskipi Úkraínumanna, og hefði fengið ítrekaðar viðvaranir um að skipið væri að sigla inn í rússneska landhelgi og brjóta þar með rússnesk lög. Undir þetta tóku hinir, Serhíj Tsíjbisov og Volodíjmíjr Lísovíj. Sá síðarnefndi sagðist vísvitandi hafa hundsað beiðnir Rússa um að snúa við. „Það sem þeir segja í þessu myndbandi er ósatt,“ sagði yfirmaður úkraínska sjóhersins í gær og bætti við að sjóliðarnir hefðu sagt ósatt vegna þess að þeir sættu þrýstingi, ef til vill pyntingum. Herlög eru nú í gildi í Úkraínu vegna málsins eftir tilskipun forseta og samþykkt þingsins. Þau gilda í þeim fylkjum Úkraínu sem eiga annaðhvort landamæri að Rússlandi eða liggja við Asovshaf eða Svartahaf. Dómstóll á Krímskaga úrskurðaði tvo sjóliða af 24 í tveggja mánaða gæsluvarðhald í gær. Búist er við því að þeir verði ákærðir og fari fyrir dóm. Enn átti eftir að taka fyrir mál gegn fleiri sjóliðum þegar þessi frétt var skrifuð.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Eistland Evrópusambandið Pólland Rússland Utanríkismál Úkraína Tengdar fréttir Ólga eftir árás á Asovshafi Úkraínska þingið samþykkti í gær tilskipun forseta landsins um setningu herlaga eftir að Rússar skutu á og hertóku þrjú úkraínsk herskip. Átök landanna tveggja eru ekki ný af nálinni en fara nú harðnandi. 27. nóvember 2018 07:00 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22 Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Ólga eftir árás á Asovshafi Úkraínska þingið samþykkti í gær tilskipun forseta landsins um setningu herlaga eftir að Rússar skutu á og hertóku þrjú úkraínsk herskip. Átök landanna tveggja eru ekki ný af nálinni en fara nú harðnandi. 27. nóvember 2018 07:00
Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31
Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22
Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00