Lífið

Barðist við tárin á meðan hún hét því að berjast gegn byssuofbeldi

Sylvía Hall skrifar
Mowry-Housley barðist við tárin á meðan hún minntist frænku sinnar.
Mowry-Housley barðist við tárin á meðan hún minntist frænku sinnar. YouTube
Leikkonan og þáttastjórnandinn Tamera Mowry-Housley sneri aftur í spjallþáttinn The Real í gær. Hún hafði tekið sér frí frá þáttunum eftir að átján ára gömul frænka hennar lést í skotárás sem var gerð á veitingastað í borginni Thousand Oaks í Kaliforníu fyrir tveimur vikum.

Sjá einnig: Skotárás á veitingastað í Kaliforníu



Mowry-Housley barðist við tárin á meðan hún minntist frænku sinnar Alainu Housley sem var nemi við Pepperdine háskólann í Kaliforníu. „Hún myndi vilja að ég myndi nota rödd hennar til þess að hvetja til breytinga. Þess vegna er ég hér í dag,“ sagði Mowry-Housley.

Hún sagði tímabært að breyting yrði á í samfélaginu þar sem skotárásir væru orðnar alltof tíðar. Byssuofbeldi væri sjúkdómur sem væri að þjaka Bandaríkin.

„Við þurfum breytingar þegar kemur að byssuofbeldi. Mér er sama þó ég þurfi að banka upp á í Hvíta húsinu til þess að fá breytingar í gegn,“ sagði hún og hét því að halda minningu frænku sinnar á lofti með því að tala fyrir breytingum rétt eins og frænka hennar hefði sjálf gert.


Tengdar fréttir

Notaði samfélagsmiðla á meðan árásinni stóð

Árásarmaðurinn sem skaut 12 til bana síðastliðinn miðvikudag notaði samfélagsmiðla á meðan að árásin stóð yfir. Hann skrifaði meðal annars um andlegt ástand sitt og efaðist um hvort að fólk myndi trúa því að hann væri heill á geði.

Skotárás á veitingastað í Kaliforníu

Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.