Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2018 09:01 Fyrirhuguð kaup Icelandair á WOW verða tekin fyrir á hluthafafundi Icelandair Group á föstudag. Vísir/Vilhelm „Við erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum og klárum hana til enda eins og var lagt upp með, hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir Úlfar Steindórsson, formaður stjórnar Icelandair group, spurður út í tölvupóst sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, sendi til starfsmanna WOW í gær.Í tölvupóstinum sagði Skúli að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW Air áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW Air.Morgunblaðið fullyrðir í dag að tölvupóstur Skúla hafi valdið miklum titringi innan Icelandair og í raun komið forsvarsmönnum félagsins í opna skjöldu. Er því haldið fram að ummæli Skúla gætu komið til skoðunar Samkeppniseftirlitsins því stofnunin vilji kanna alla möguleika umfram þann að heimila kaup Icelandair á WOW.Hluthafar verða að leggja blessun sína á kaupin Úlfar vildi lítið tjá sig um það hvort að þessi tölvupóstur Skúla hefði valdið titringi innan Icelandair. Í samtali við Vísi minnti hann á boðað hefði verið til hluthafafundar félagsins næstkomandi föstudag, þar sem ræða á hin fyrirhuguðu kaup Icelandair á WOW Air, á sínum tíma þegar fyrstu fregnir bárust af málinu í upphafi mánaðar.Úlfar Steindórsson.„Sem er partur af þessu þar sem hluthafarnir þurfa að staðfesta það ef þessi viðskipti eiga að fara fram. Það er svo sem ekkert nýtt í því, hann var boðaður eftir að menn fóru af stað í verkið,“ segir Úlfar. Hann segir Icelandair vinna enn að þessum fyrirhuguðu kaupum. „Og sú vinna heldur bara áfram,“ segir Úlfar.Viðskipti stöðvuð í gær Icelandair sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi félagsins á öllu hlutafé WOW Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins á föstudag þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. Viðskipti með bréf Icelandair Group voru stöðvuð í Kauphöllinni í gærmorgun. Var það gert að beiðni Fjármálaeftirlitsins til að tryggja jafnræði fjárfesta. Icelandair WOW Air Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
„Við erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum og klárum hana til enda eins og var lagt upp með, hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir Úlfar Steindórsson, formaður stjórnar Icelandair group, spurður út í tölvupóst sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, sendi til starfsmanna WOW í gær.Í tölvupóstinum sagði Skúli að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW Air áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW Air.Morgunblaðið fullyrðir í dag að tölvupóstur Skúla hafi valdið miklum titringi innan Icelandair og í raun komið forsvarsmönnum félagsins í opna skjöldu. Er því haldið fram að ummæli Skúla gætu komið til skoðunar Samkeppniseftirlitsins því stofnunin vilji kanna alla möguleika umfram þann að heimila kaup Icelandair á WOW.Hluthafar verða að leggja blessun sína á kaupin Úlfar vildi lítið tjá sig um það hvort að þessi tölvupóstur Skúla hefði valdið titringi innan Icelandair. Í samtali við Vísi minnti hann á boðað hefði verið til hluthafafundar félagsins næstkomandi föstudag, þar sem ræða á hin fyrirhuguðu kaup Icelandair á WOW Air, á sínum tíma þegar fyrstu fregnir bárust af málinu í upphafi mánaðar.Úlfar Steindórsson.„Sem er partur af þessu þar sem hluthafarnir þurfa að staðfesta það ef þessi viðskipti eiga að fara fram. Það er svo sem ekkert nýtt í því, hann var boðaður eftir að menn fóru af stað í verkið,“ segir Úlfar. Hann segir Icelandair vinna enn að þessum fyrirhuguðu kaupum. „Og sú vinna heldur bara áfram,“ segir Úlfar.Viðskipti stöðvuð í gær Icelandair sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi félagsins á öllu hlutafé WOW Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins á föstudag þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. Viðskipti með bréf Icelandair Group voru stöðvuð í Kauphöllinni í gærmorgun. Var það gert að beiðni Fjármálaeftirlitsins til að tryggja jafnræði fjárfesta.
Icelandair WOW Air Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira