Veröld ný og góð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Það vald sem felst í því að geta stýrt erfðafræðilegri framtíð tegundarinnar okkar er í senn stórkostlegt og ógnvekjandi. Hvernig við ákveðum að fara með þetta vald er hugsanlega stærsta áskorun sem við höfum staðið frammi fyrir.“ Þetta ritar bandaríski lífefnafræðingurinn Jennifer Doudna í lokakafla bókarinnar A Crack in Creation sem kom út í fyrra og fjallar um uppgötvun og innleiðingu erfðabreytingatækninnar CRISPR. Tækni sem hrundið hefur af stað gullöld erfðavísindanna. CRISPR er ævafornt ónæmiskerfi baktería; leiðarvísir þeirra til að finna, geyma og eyða skaðlegu erfðaefni. Þegar CRISPR-kerfið er notað samhliða prótíni sem klofið getur erfðaefni í sundur er afraksturinn hárnákvæm og afar skilvirk sameindaskæri sem nota má til að eiga við erfðaefni nær allra lífvera. CRISPR-kerfið er nú notað á rannsóknarstofum um víða veröld. Tæknin boðar nýja tíma í meðhöndlun erfðasjúkdóma og þróun lyfja, en um leið skorar hún á okkur að taka afstöðu til siðferðilegra álitaefna sem engin önnur kynslóð í sögunni hefur staðið frammi fyrir, svo sem erfðabreytinga í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Á þessu sviði hafa vísindin tekið fram úr samfélaginu. Doudna og aðrir hafa kallað eftir því að hægt verði á róttækri tilraunastarfsemi með CRISPR-tæknina, enda hefur heldur rýrt og fátæklegt samtal átt sér stað um hana. Eins og greint var frá í gær fullyrða kínverskir vísindamenn nú að þeir hafi notað CRISPR til að eiga við erfðaefni tveggja stúlkubarna. Tæknin var notuð til að hindra gen sem gerir HIV-veiru kleift að brjótast inn í frumu. Yfirlýsingar vísindamanna mættu nær einróma fordæmingu. Stúlkurnar eru fórnarlömb óþarfa inngrips, og það sama má segja um afkomendur þeirra. Í sjálfu sér er lítið mark hægt að taka á þessum fullyrðingum. Niðurstöður hafa ekki verið kynntar með formlegum hætti og þær hafa ekki farið í gegnum ritrýni og birtingu í vísindariti. En yfirlýsingar kínversku vísindamannanna eru áminning um að ekkert fær stöðvað tækniframfarir. Það er okkar að aðlagast þeim, og það höfum við aðeins gert að afar takmörkuðu leyti með tilliti til erfðabreytinga. Erfðabreytingar verða hluti af veruleika okkar og það er okkar að leysa úr þeim félagslegu, siðferðilegu og læknisfræðilegu áskorunum sem þeim fylgja. Doudna, líkt og svo margir brautryðjendur í vísindum, virðist skilja tilhneigingu mannkyns til að fara sér að voða en um leið er hún meðvituð um að okkar mikilvægasta vísindatól – samtalið – getur fleytt okkur með öruggum hætti inn í nýja tíma. Doudna kveður því lesandann með mikilvægri hvatningu: „Ég vona – ég trúi því – að við getum mætt þessari áskorun.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það vald sem felst í því að geta stýrt erfðafræðilegri framtíð tegundarinnar okkar er í senn stórkostlegt og ógnvekjandi. Hvernig við ákveðum að fara með þetta vald er hugsanlega stærsta áskorun sem við höfum staðið frammi fyrir.“ Þetta ritar bandaríski lífefnafræðingurinn Jennifer Doudna í lokakafla bókarinnar A Crack in Creation sem kom út í fyrra og fjallar um uppgötvun og innleiðingu erfðabreytingatækninnar CRISPR. Tækni sem hrundið hefur af stað gullöld erfðavísindanna. CRISPR er ævafornt ónæmiskerfi baktería; leiðarvísir þeirra til að finna, geyma og eyða skaðlegu erfðaefni. Þegar CRISPR-kerfið er notað samhliða prótíni sem klofið getur erfðaefni í sundur er afraksturinn hárnákvæm og afar skilvirk sameindaskæri sem nota má til að eiga við erfðaefni nær allra lífvera. CRISPR-kerfið er nú notað á rannsóknarstofum um víða veröld. Tæknin boðar nýja tíma í meðhöndlun erfðasjúkdóma og þróun lyfja, en um leið skorar hún á okkur að taka afstöðu til siðferðilegra álitaefna sem engin önnur kynslóð í sögunni hefur staðið frammi fyrir, svo sem erfðabreytinga í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Á þessu sviði hafa vísindin tekið fram úr samfélaginu. Doudna og aðrir hafa kallað eftir því að hægt verði á róttækri tilraunastarfsemi með CRISPR-tæknina, enda hefur heldur rýrt og fátæklegt samtal átt sér stað um hana. Eins og greint var frá í gær fullyrða kínverskir vísindamenn nú að þeir hafi notað CRISPR til að eiga við erfðaefni tveggja stúlkubarna. Tæknin var notuð til að hindra gen sem gerir HIV-veiru kleift að brjótast inn í frumu. Yfirlýsingar vísindamanna mættu nær einróma fordæmingu. Stúlkurnar eru fórnarlömb óþarfa inngrips, og það sama má segja um afkomendur þeirra. Í sjálfu sér er lítið mark hægt að taka á þessum fullyrðingum. Niðurstöður hafa ekki verið kynntar með formlegum hætti og þær hafa ekki farið í gegnum ritrýni og birtingu í vísindariti. En yfirlýsingar kínversku vísindamannanna eru áminning um að ekkert fær stöðvað tækniframfarir. Það er okkar að aðlagast þeim, og það höfum við aðeins gert að afar takmörkuðu leyti með tilliti til erfðabreytinga. Erfðabreytingar verða hluti af veruleika okkar og það er okkar að leysa úr þeim félagslegu, siðferðilegu og læknisfræðilegu áskorunum sem þeim fylgja. Doudna, líkt og svo margir brautryðjendur í vísindum, virðist skilja tilhneigingu mannkyns til að fara sér að voða en um leið er hún meðvituð um að okkar mikilvægasta vísindatól – samtalið – getur fleytt okkur með öruggum hætti inn í nýja tíma. Doudna kveður því lesandann með mikilvægri hvatningu: „Ég vona – ég trúi því – að við getum mætt þessari áskorun.“
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun