Pólitískt millifærslukerfi Kristján Þór Júlíusson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Markmið frumvarps um veiðigjald sem er til umræðu á Alþingi er að færa álagningu gjaldsins nær í tíma þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt að gera stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, skilvirkari og áreiðanlegri. Frumvarpið var unnið í samráði við veiðigjaldsnefnd, Fiskistofu og embætti ríkisskattstjóra og var lagt fram á Alþingi 25. september sl. Í kjölfarið hélt ég 11 opna fundi um allt land til að kynna frumvarpið og taka þátt í rökræðum. Atvinnuveganefnd Alþingis var með málið til meðferðar í um tvo mánuði og hélt um það 11 fundi og tók á móti um 100 gestum. Það var merkilegt að taka þátt í 2. umræðu um frumvarpið fyrir helgi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki samstíga í gagnrýni sinni – héldu því ýmist fram að verið væri að lækka veiðigjald um marga milljarða á meðan aðrir fullyrtu að frumvarpið myndi „tryggja ofurskattlagningu í sessi“. Viðbrögð þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar eftir tveggja mánaða yfirlegu voru þau að leggja fram breytingartillögu sem gerir raunar ekki eina einustu breytingu á þeirri aðferð við innheimtu og álagningu veiðigjalds sem frumvarpið kveður á um. Hins vegar felst í tillögunni að innkalla allar aflaheimildir á 20 ára tímabili og endurúthluta þeim síðan aftur. Þannig leggja flokkarnir til í 250 orða breytingartillögu við frumvarp um veiðigjald að kollvarpa því fiskveiðistjórnunarkerfi sem Íslendingar hafa byggt upp og er talið í fremstu röð á heimsvísu. Þingmennirnir láta reyndar vera að útfæra með hvaða hætti þeir ætla að endurúthluta aflaheimildum. Þeir reyna í engu að varpa ljósi á hver fjárhagsleg áhrif breytinganna verða á ríkissjóð eða íslenskan sjávarútveg. Hvernig standa á að því millifærslukerfi sem flokkarnir hafa allir talað fyrir og mun veita stjórnmálamönnum hvers tíma það vald að úthluta aflaheimildum, er í engu svarað nú sem fyrr. Þessum spurningum og fleiri til þarf stjórnarandstaðan að svara þegar umræða um málið heldur áfram á Alþingi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Markmið frumvarps um veiðigjald sem er til umræðu á Alþingi er að færa álagningu gjaldsins nær í tíma þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt að gera stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, skilvirkari og áreiðanlegri. Frumvarpið var unnið í samráði við veiðigjaldsnefnd, Fiskistofu og embætti ríkisskattstjóra og var lagt fram á Alþingi 25. september sl. Í kjölfarið hélt ég 11 opna fundi um allt land til að kynna frumvarpið og taka þátt í rökræðum. Atvinnuveganefnd Alþingis var með málið til meðferðar í um tvo mánuði og hélt um það 11 fundi og tók á móti um 100 gestum. Það var merkilegt að taka þátt í 2. umræðu um frumvarpið fyrir helgi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki samstíga í gagnrýni sinni – héldu því ýmist fram að verið væri að lækka veiðigjald um marga milljarða á meðan aðrir fullyrtu að frumvarpið myndi „tryggja ofurskattlagningu í sessi“. Viðbrögð þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar eftir tveggja mánaða yfirlegu voru þau að leggja fram breytingartillögu sem gerir raunar ekki eina einustu breytingu á þeirri aðferð við innheimtu og álagningu veiðigjalds sem frumvarpið kveður á um. Hins vegar felst í tillögunni að innkalla allar aflaheimildir á 20 ára tímabili og endurúthluta þeim síðan aftur. Þannig leggja flokkarnir til í 250 orða breytingartillögu við frumvarp um veiðigjald að kollvarpa því fiskveiðistjórnunarkerfi sem Íslendingar hafa byggt upp og er talið í fremstu röð á heimsvísu. Þingmennirnir láta reyndar vera að útfæra með hvaða hætti þeir ætla að endurúthluta aflaheimildum. Þeir reyna í engu að varpa ljósi á hver fjárhagsleg áhrif breytinganna verða á ríkissjóð eða íslenskan sjávarútveg. Hvernig standa á að því millifærslukerfi sem flokkarnir hafa allir talað fyrir og mun veita stjórnmálamönnum hvers tíma það vald að úthluta aflaheimildum, er í engu svarað nú sem fyrr. Þessum spurningum og fleiri til þarf stjórnarandstaðan að svara þegar umræða um málið heldur áfram á Alþingi í dag.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar