Selja Guðmund í Nesi og segja upp 36 sjómönnum Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2018 17:21 Sjómönnum hefur samtals fækkað um 136 hjá ÚR. Vísir Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. (ÚR) hefur sett frystitogarann Guðmund Í Nesi RE-13 á söluskrá og sagt upp öllum sjómönnum í áhöfn hans, samtals 36 mönnum. ÚR harmar þessar aðgerðir en Guðmundur Í Nesi var smíðaður árið 2000 og hefur verið í eigu félagsins frá 2004. Á þessum 15 árum hefur skipið aflað vel og má áætla að aflaverðmæti geti numið vel á fjórða tug milljarða króna að núvirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur en þar segir að í upphafi þessa árs gerði ÚR út fjóra frystitogara frá Reykjavík - Brimnes, Guðmund Í Nesi, Kleifaberg og Vigra. Í upphafi næsta árs mun félagið aðeins gera út einn slíkan, Kleifaberg, og þá mun sjómönnum félagsins hafa fækkað um samtals 136. Ástæður þessarar þróunar eru sagðar fjölmargar en þær helstu eru erfiðar rekstraraðstæður frystitogara sem stjórnvöld á Íslandi eru sögð bera verulega ábyrgð á með óhóflegri gjaldtöku stimpil- og veiðigjalda.Telja stimpilgjald hamla rekstri Í tilkynningunni segir að til að auka hagkvæmni í rekstri frystitogara sé mikilvægt að þeir geti veitt aflaheimildir í öðrum lögsögum fyrir erlend fyrirtæki en til þess er nauðsynlegt að skrá veiðiskip á viðkomandi skipaskrá. Ef fiskiskip er selt úr landi ber að greiða 1,6% stimpilgjald af söluvirði og svo aftur sama gjald þegar skipið er flutt til baka. Vegna gjaldsins, sem er talið geta numið allt að 100 milljónum króna, hefur ekki verið skynsamlegt að afla verkefna fyrir þessi skip í erlendri lögsögu. ÚR metur tjón íslensks efnahagslífs af þessari hindrun í milljörðum króna á liðnum árum.Segja ósamræmi í innheimtu veiðigjalda Þá vill félagið meina að veiðigjöld séu ekki lögð á í samræmi við afkomu af veiðum tegunda. Einfalt dæmi sé samanburður á milli gullkarfa og djúpkarfa en þessar tegundir séu jafnverðmætar þar sem söluverð afurðanna er það sama. Djúpkarfi eins og nafnið gefur til kynna heldur sig á dýpri slóðum og því er meiri kostnaður af veiðum á honum en á gullkarfa og einungis stór og öflug skip á borð við Brimnes og Guðmund Í Nesi hafa getað veitt hann. Engu að síður hafi stjórnvöld ákveðið veiðigjald á djúpkarfa sem er 31 prósenti hærra en á gullkarfa. ÚR segir erfitt að skilja ástæður þessara gjaldheimtu en áhrifin blasa við. Arðsemin af veiðum djúpkarfa hverfur, veiðar minnka og verðmæti af veiðum á djúpkarfa og vinnslu skila sér ekki í þjóðarbúið. Einnig er tekið fram að verkfall sjómanna í fyrra og kjarasamningar í kjölfar þeirra hafa gert rekstur frystitogara erfiðan og eiga þeir þátt í fækkun þeirra að undanförnu.Framkvæmdastjórinn svartsýnn „Að óbreyttu er mikil hætta á að útgerð frystitogara dragist hratt saman á næstu árum með þeim afleiðingum að aflaverðmæti tapast og jafnframt hverfi mikilvæg þekking og reynsla sjómanna og skipstjórnarmanna af úthafsveiðum. Þess vegna tel ég mikilvægt að halda á lofti umræðu um þessi mál til að sporna við þessari óheillaþróun. Forsvarsmenn ÚR og annarra sjávarútvegsfyrirtækja hafa marg oft tekið þetta ástand upp við ráðamenn en talað fyrir daufum eyrum. Það segir sína sögu um áhugaleysi þeirra að í haust var lagt fyrir frumvarp á Alþingi um afnám á sérstöku stimpigjaldi á fiskiskip til að auka tækifæri þeirra til úthafsveiða en það hefur ekki komist á dagskrá Alþingis. ÚR er hlynnt sanngjörnum veiðigjöldum en á móti ranglátum gjöldum sem þjóna aðeins hagsmunum stjórnmálamanna og vinna gegn hagkvæmri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna allt í kringum landið. Forsvarsmenn ÚR hafa reynt að benda á augljósa ágalla þeirra aðferða sem beytt er við álagningu veiðigjalda en orðið lítið ágengt eins og sést best á endurskoðuðu frumvarpi um veiðigjöld sem nú liggur fyrir Alþingi. Á meðan veiðigjaldið er ekki eðlilegt og sanngjarnt stuðlar það að því að veiði sumra tegunda dregst saman og við það tapast mikilvæg aflaverðmæti. Þá er það von okkar hjá ÚR að hægt verði að endurskoða kjarasamninga sjómanna til þess að missa ekki störf sjómanna á frystitogurum úr landi. ÚR hefur verið stolt af því að hafa lengi verið eitt þeirra fyrirtækja sem greiða hvað hæstu launin í landinu og vill vera það áfram en til þess þurfa rekstrarlegar forsendur að vera til staðar,“ er haft eftir Runólfi Viðar Guðmundssyni, framkvæmdastjóra ÚR. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. (ÚR) hefur sett frystitogarann Guðmund Í Nesi RE-13 á söluskrá og sagt upp öllum sjómönnum í áhöfn hans, samtals 36 mönnum. ÚR harmar þessar aðgerðir en Guðmundur Í Nesi var smíðaður árið 2000 og hefur verið í eigu félagsins frá 2004. Á þessum 15 árum hefur skipið aflað vel og má áætla að aflaverðmæti geti numið vel á fjórða tug milljarða króna að núvirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur en þar segir að í upphafi þessa árs gerði ÚR út fjóra frystitogara frá Reykjavík - Brimnes, Guðmund Í Nesi, Kleifaberg og Vigra. Í upphafi næsta árs mun félagið aðeins gera út einn slíkan, Kleifaberg, og þá mun sjómönnum félagsins hafa fækkað um samtals 136. Ástæður þessarar þróunar eru sagðar fjölmargar en þær helstu eru erfiðar rekstraraðstæður frystitogara sem stjórnvöld á Íslandi eru sögð bera verulega ábyrgð á með óhóflegri gjaldtöku stimpil- og veiðigjalda.Telja stimpilgjald hamla rekstri Í tilkynningunni segir að til að auka hagkvæmni í rekstri frystitogara sé mikilvægt að þeir geti veitt aflaheimildir í öðrum lögsögum fyrir erlend fyrirtæki en til þess er nauðsynlegt að skrá veiðiskip á viðkomandi skipaskrá. Ef fiskiskip er selt úr landi ber að greiða 1,6% stimpilgjald af söluvirði og svo aftur sama gjald þegar skipið er flutt til baka. Vegna gjaldsins, sem er talið geta numið allt að 100 milljónum króna, hefur ekki verið skynsamlegt að afla verkefna fyrir þessi skip í erlendri lögsögu. ÚR metur tjón íslensks efnahagslífs af þessari hindrun í milljörðum króna á liðnum árum.Segja ósamræmi í innheimtu veiðigjalda Þá vill félagið meina að veiðigjöld séu ekki lögð á í samræmi við afkomu af veiðum tegunda. Einfalt dæmi sé samanburður á milli gullkarfa og djúpkarfa en þessar tegundir séu jafnverðmætar þar sem söluverð afurðanna er það sama. Djúpkarfi eins og nafnið gefur til kynna heldur sig á dýpri slóðum og því er meiri kostnaður af veiðum á honum en á gullkarfa og einungis stór og öflug skip á borð við Brimnes og Guðmund Í Nesi hafa getað veitt hann. Engu að síður hafi stjórnvöld ákveðið veiðigjald á djúpkarfa sem er 31 prósenti hærra en á gullkarfa. ÚR segir erfitt að skilja ástæður þessara gjaldheimtu en áhrifin blasa við. Arðsemin af veiðum djúpkarfa hverfur, veiðar minnka og verðmæti af veiðum á djúpkarfa og vinnslu skila sér ekki í þjóðarbúið. Einnig er tekið fram að verkfall sjómanna í fyrra og kjarasamningar í kjölfar þeirra hafa gert rekstur frystitogara erfiðan og eiga þeir þátt í fækkun þeirra að undanförnu.Framkvæmdastjórinn svartsýnn „Að óbreyttu er mikil hætta á að útgerð frystitogara dragist hratt saman á næstu árum með þeim afleiðingum að aflaverðmæti tapast og jafnframt hverfi mikilvæg þekking og reynsla sjómanna og skipstjórnarmanna af úthafsveiðum. Þess vegna tel ég mikilvægt að halda á lofti umræðu um þessi mál til að sporna við þessari óheillaþróun. Forsvarsmenn ÚR og annarra sjávarútvegsfyrirtækja hafa marg oft tekið þetta ástand upp við ráðamenn en talað fyrir daufum eyrum. Það segir sína sögu um áhugaleysi þeirra að í haust var lagt fyrir frumvarp á Alþingi um afnám á sérstöku stimpigjaldi á fiskiskip til að auka tækifæri þeirra til úthafsveiða en það hefur ekki komist á dagskrá Alþingis. ÚR er hlynnt sanngjörnum veiðigjöldum en á móti ranglátum gjöldum sem þjóna aðeins hagsmunum stjórnmálamanna og vinna gegn hagkvæmri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna allt í kringum landið. Forsvarsmenn ÚR hafa reynt að benda á augljósa ágalla þeirra aðferða sem beytt er við álagningu veiðigjalda en orðið lítið ágengt eins og sést best á endurskoðuðu frumvarpi um veiðigjöld sem nú liggur fyrir Alþingi. Á meðan veiðigjaldið er ekki eðlilegt og sanngjarnt stuðlar það að því að veiði sumra tegunda dregst saman og við það tapast mikilvæg aflaverðmæti. Þá er það von okkar hjá ÚR að hægt verði að endurskoða kjarasamninga sjómanna til þess að missa ekki störf sjómanna á frystitogurum úr landi. ÚR hefur verið stolt af því að hafa lengi verið eitt þeirra fyrirtækja sem greiða hvað hæstu launin í landinu og vill vera það áfram en til þess þurfa rekstrarlegar forsendur að vera til staðar,“ er haft eftir Runólfi Viðar Guðmundssyni, framkvæmdastjóra ÚR.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira