Vilja fjórfalda afköst kísilverksmiðjunnar í Helguvík Sighvatur Jónsson skrifar 22. nóvember 2018 18:45 Á íbúafundi í Reykjanesbæ í gær mátti heyra að íbúar óttast að sagan um óþef og mengun frá kísilverksmiðjunni í Helguvík endurtaki sig nú þegar undirbúningur er hafinn að enduropnun hennar á fyrri hluta ársins 2020. Stakksberg, dótturfélag Arion banka, tók við kísilverinu eftir að verksmiðjan varð gjaldþrota og henni var lokað fyrir rúmu ári. Nýir eigendur lofa íbúum að gera betur en forverar þeirra, United Silicon. Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksbergs, talaði hreint út á fundinum í gær um undirbúning og rekstur United Silicon á kísilverinu á sínum tíma og vísaði nokkrum sinnum í skýrslu ríkisendurskoðunar um málið.„Við erum að glíma við það sem til stóð í upphafi. Að reisa verksmiðju í samræmi við skipulag sem samrýmist lögum og starfar í samræmi við öll þau mörk sem verksmiðjunni eru sett.“Ekki unnið með sama „rassgatinu“ og áður Þórður Ólafur sagði að nú væri ekki um það að ræða að hönnun verksmiðjunnar væri á höndum forsvarsmannsins sjálfs. Hann sagði engan treysta hvorki loftdreifilíkani né umhverfismati sem gert var áður. Nú séu málin unnin betur og í samstarfi við alþjóðlega ráðgjafa frá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult.„Þannig að því er ekki til að dreifa hér að það sé verið að gera hlutina, og þið afsakið orðbragðið, með sama rassgatinu og var gert þarna í upphafi. Við höfum gert allt sem við getum til þess að tryggja það að þetta ferli sé á engan hátt líkt því ferli sem átti sér stað hér þegar United Silicon fór af stað.“Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá Multiconsult.Vísir/SighvaturÞrír brennsluofnar til viðbótar Um tvö hundruð manns mættu í Hljómahöll í gær til að sjá og heyra af áætlunum um enduropnun kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Kynnt voru drög að endanlegu útliti verksmiðjunnar með þremur bræðsluofnum til viðbótar við þann eina sem er risinn. Verksmiðjan hefur leyfi til að framleiða 100.000 tonn af kísil á ári en hver ofn afkastar um 25.000 tonnum.Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar hefur verið birt en tekið er við athugasemdum til 5. desember næstkomandi.Horft til norskra kísilvera Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult, fór vel yfir það sem betur hefði mátt fara í rekstri United Silicon á kísilverinu. Hann sagði að allar norskar kísilverksmiðjur væru í lagi, engin vandamál tengd heilsufari fólks hafi komið upp í tengslum við þær.Frá íbúafundinum í Hljómahöll í gær.Vísir/SighvaturMaría Magnúsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, hefur áhyggjur af mengun, heilsufari og lækkandi húsnæðisverði ef kísilverksmiðjan verður tekin aftur í gagnið. „Ég veit líka um sjúkdómana sem starfsmennirnir fá í þessum kísilverksmiðjum. Sjúkdómurinn heitir Silicosis. Þeir verða aldrei hinir sömu, það er engin lækning við þeim.“ Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, bar upp fyrirspurn á fundinum um hvað væri öðruvísi við ferlið nú en áður. Hann sagði að málið snerist allt um traust milli bæjarbúa og framkvæmdaraðila. „Það hefur ekki staðið steinn yfir steini í neinu sem snýr að þessu ferli. Við verðum að hafa traust á þessu ferli ef það á að vera einhver glóra í helvíti að þetta fari í gegn.“Á íbúafundi í gær voru kynnt drög að endanlegu útliti verksmiðjunnar með þremur bræðsluofnum til viðbótar við þann eina sem fyrir er.Vísir/VerkísStefnt að opnun 2020 Haustið 2019 er gert ráð fyrir að mati á umhverfisáhrifum ljúki ásamt vinnu við skipulag vegna breyttrar framkvæmdar. Síðar um haustið 2019 er búist við að byggingarleyfi Reykjanesbæjar liggi fyrir. Á fyrri hluta ársins 2020 ættu starfsleyfi Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlits að liggja fyrir. Í framhaldi verður hægt að endurræsa kísilverksmiðjuna og hefja rekstur hennar á ný. United Silicon Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Á íbúafundi í Reykjanesbæ í gær mátti heyra að íbúar óttast að sagan um óþef og mengun frá kísilverksmiðjunni í Helguvík endurtaki sig nú þegar undirbúningur er hafinn að enduropnun hennar á fyrri hluta ársins 2020. Stakksberg, dótturfélag Arion banka, tók við kísilverinu eftir að verksmiðjan varð gjaldþrota og henni var lokað fyrir rúmu ári. Nýir eigendur lofa íbúum að gera betur en forverar þeirra, United Silicon. Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksbergs, talaði hreint út á fundinum í gær um undirbúning og rekstur United Silicon á kísilverinu á sínum tíma og vísaði nokkrum sinnum í skýrslu ríkisendurskoðunar um málið.„Við erum að glíma við það sem til stóð í upphafi. Að reisa verksmiðju í samræmi við skipulag sem samrýmist lögum og starfar í samræmi við öll þau mörk sem verksmiðjunni eru sett.“Ekki unnið með sama „rassgatinu“ og áður Þórður Ólafur sagði að nú væri ekki um það að ræða að hönnun verksmiðjunnar væri á höndum forsvarsmannsins sjálfs. Hann sagði engan treysta hvorki loftdreifilíkani né umhverfismati sem gert var áður. Nú séu málin unnin betur og í samstarfi við alþjóðlega ráðgjafa frá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult.„Þannig að því er ekki til að dreifa hér að það sé verið að gera hlutina, og þið afsakið orðbragðið, með sama rassgatinu og var gert þarna í upphafi. Við höfum gert allt sem við getum til þess að tryggja það að þetta ferli sé á engan hátt líkt því ferli sem átti sér stað hér þegar United Silicon fór af stað.“Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá Multiconsult.Vísir/SighvaturÞrír brennsluofnar til viðbótar Um tvö hundruð manns mættu í Hljómahöll í gær til að sjá og heyra af áætlunum um enduropnun kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Kynnt voru drög að endanlegu útliti verksmiðjunnar með þremur bræðsluofnum til viðbótar við þann eina sem er risinn. Verksmiðjan hefur leyfi til að framleiða 100.000 tonn af kísil á ári en hver ofn afkastar um 25.000 tonnum.Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar hefur verið birt en tekið er við athugasemdum til 5. desember næstkomandi.Horft til norskra kísilvera Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult, fór vel yfir það sem betur hefði mátt fara í rekstri United Silicon á kísilverinu. Hann sagði að allar norskar kísilverksmiðjur væru í lagi, engin vandamál tengd heilsufari fólks hafi komið upp í tengslum við þær.Frá íbúafundinum í Hljómahöll í gær.Vísir/SighvaturMaría Magnúsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, hefur áhyggjur af mengun, heilsufari og lækkandi húsnæðisverði ef kísilverksmiðjan verður tekin aftur í gagnið. „Ég veit líka um sjúkdómana sem starfsmennirnir fá í þessum kísilverksmiðjum. Sjúkdómurinn heitir Silicosis. Þeir verða aldrei hinir sömu, það er engin lækning við þeim.“ Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, bar upp fyrirspurn á fundinum um hvað væri öðruvísi við ferlið nú en áður. Hann sagði að málið snerist allt um traust milli bæjarbúa og framkvæmdaraðila. „Það hefur ekki staðið steinn yfir steini í neinu sem snýr að þessu ferli. Við verðum að hafa traust á þessu ferli ef það á að vera einhver glóra í helvíti að þetta fari í gegn.“Á íbúafundi í gær voru kynnt drög að endanlegu útliti verksmiðjunnar með þremur bræðsluofnum til viðbótar við þann eina sem fyrir er.Vísir/VerkísStefnt að opnun 2020 Haustið 2019 er gert ráð fyrir að mati á umhverfisáhrifum ljúki ásamt vinnu við skipulag vegna breyttrar framkvæmdar. Síðar um haustið 2019 er búist við að byggingarleyfi Reykjanesbæjar liggi fyrir. Á fyrri hluta ársins 2020 ættu starfsleyfi Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlits að liggja fyrir. Í framhaldi verður hægt að endurræsa kísilverksmiðjuna og hefja rekstur hennar á ný.
United Silicon Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira