Greina frá viðbrögðum vegna fjárlagabrota Ítala Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2018 09:13 Guiseppe Conte tók við embætti forsætisráðherra Ítalíu í sumar. Getty/Sean Gallup Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í dag greina frá hvort sambandið muni beita ítölskum stjórnvöldum refsiaðgerðum vegna brota þeirra á reglum þegar kemur að fjárlögum næsta árs. Ítalir hafa til þessa skellt skollaeyrum við ábendingum ESB um að gera breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að draga úr hallanum. Ítalíustjórn hafði frest fram í síðustu viku til að gera verulegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019, en líkt og búist var við réðust stjórnvöld einungis í smávægilegar breytingar á frumvarpinu. Fólust þær í að Ítalíustjórn sagðist reiðubúin að selja ríkiseignir, verði fjárlagahalli næsta árs meiri en áætlað var.Brýtur í bága við ESB-reglur Fjárlagafrumvarp ítölsku ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í haust, brýtur í bága við þær fjárlagareglur sem ESB setur aðildarríkjum sínum. Samsteypustjórn forsætisráðherrans Guiseppe Conte tók við völdum í byrjun síðasta sumars og samanstendur meðal annars af Fimmstjörnuhreyfingunni, sem kveðst berjast „gegn kerfinu“, og þjóðernisflokknum Bandalaginu. Ítalíustjórn hefur vísað til þess að önnur aðildarríki hafi áður gerst brotleg, skuldir þeirra of miklar. Benda þau á að stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi, sem saki nú Ítali um að gerast brotlegir verið reglur sambandsins, hafi sjálf gerst brotleg við reglur.Langvarandi vandi Framkvæmdastjórnin hefur hins vegar svarað því til að fjárhagsvandræði Ítalíu hafi verið langvarandi og að Ítalía hafi þegar notið fjárhagslegra tilslakana af hálfu sambandsins, einfaldlega „þar sem Ítalía er Ítalía“, eins og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnarinnar, komst að orði. Juncker segir að ástæða aðgerðanna af hálfu ESB gagnvart Ítalíu séu ekki ríkisskuldirnar í sjálfu sér eða fjárlagahalli næsta árs, heldur sambland af báðu. Útgjöldin séu einfaldlega of mikil í frumvarpinu. Framkvæmdastjórnin hefur samkvæmt reglum sambandsins möguleika á að stórauka eftirliti með ítölskum ríkisfjármálum og jafnvel sekta Ítalíustjórn um háar fjárhæðir. Evrópusambandið Ítalía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í dag greina frá hvort sambandið muni beita ítölskum stjórnvöldum refsiaðgerðum vegna brota þeirra á reglum þegar kemur að fjárlögum næsta árs. Ítalir hafa til þessa skellt skollaeyrum við ábendingum ESB um að gera breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að draga úr hallanum. Ítalíustjórn hafði frest fram í síðustu viku til að gera verulegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019, en líkt og búist var við réðust stjórnvöld einungis í smávægilegar breytingar á frumvarpinu. Fólust þær í að Ítalíustjórn sagðist reiðubúin að selja ríkiseignir, verði fjárlagahalli næsta árs meiri en áætlað var.Brýtur í bága við ESB-reglur Fjárlagafrumvarp ítölsku ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í haust, brýtur í bága við þær fjárlagareglur sem ESB setur aðildarríkjum sínum. Samsteypustjórn forsætisráðherrans Guiseppe Conte tók við völdum í byrjun síðasta sumars og samanstendur meðal annars af Fimmstjörnuhreyfingunni, sem kveðst berjast „gegn kerfinu“, og þjóðernisflokknum Bandalaginu. Ítalíustjórn hefur vísað til þess að önnur aðildarríki hafi áður gerst brotleg, skuldir þeirra of miklar. Benda þau á að stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi, sem saki nú Ítali um að gerast brotlegir verið reglur sambandsins, hafi sjálf gerst brotleg við reglur.Langvarandi vandi Framkvæmdastjórnin hefur hins vegar svarað því til að fjárhagsvandræði Ítalíu hafi verið langvarandi og að Ítalía hafi þegar notið fjárhagslegra tilslakana af hálfu sambandsins, einfaldlega „þar sem Ítalía er Ítalía“, eins og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnarinnar, komst að orði. Juncker segir að ástæða aðgerðanna af hálfu ESB gagnvart Ítalíu séu ekki ríkisskuldirnar í sjálfu sér eða fjárlagahalli næsta árs, heldur sambland af báðu. Útgjöldin séu einfaldlega of mikil í frumvarpinu. Framkvæmdastjórnin hefur samkvæmt reglum sambandsins möguleika á að stórauka eftirliti með ítölskum ríkisfjármálum og jafnvel sekta Ítalíustjórn um háar fjárhæðir.
Evrópusambandið Ítalía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira