Spáir breytingum á rekstri Icelandair og WOW Air Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2018 12:16 Þegar tilkynnt var um kaup Icelandair á WOW kom fram að til stæði að reka félögin áfram með sama sniði. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í málefnum alþjóðaflugs á Íslandi sér ekki fyrir sér að Icelandair og WOW AIR verði rekin áfram með sama sniði til framtíðar. Annað hvort renni félögin bæði inn í eitt rekstrarumhverfi eða breytingar verði gerðar á áherslum í rekstri Icelandair. Klukkan hálf tólf hófst hádegisfundur á vegum Ferðaklasans og Félags viðskipta- og hagfræðinga í húsnæði Ferðaklasans á Fiskislóð í Reykjavik þar sem fjallað er um „Nýtt landslag í flugi“ eftir kaup Icelandair á WOW Air. Einnig er rætt um rekstrarhorfur flugs og ferðaþjónustu í landinu.Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túristi.isKristján Sigurjónsson ritstjóri ferðasíðunnar Túristi.is flytur erindi á fundinum en hann sér ekki að Icelandair og WOW Air verði rekin með óbreyttu sniði til framtíðar. „Ef maður lítur yfir sviðið og flugfélög í Evrópu er Icelandair oft jafnvel flokkað sem lággjaldaflugfélag, í Bandaríkjunum líka. Það er erfitt að sjá hvernig þessháttar flugfélag eigi að reka til hliðar við annað lággjalda flugfélag,“ segir Kristján. Það geri Lufthansa til dæmis ekki með rekstri Euro Wings þar sem Lufthansa sjálft leggi ofuráherslu á viðskiptaferðalanga. Það geri British Airways líka þótt félagið eigi einnig lággjalda arm. „Icelandair er ekki í dag í þeirri stöðu sem Lufthansa eða British Airways eru. Það sést til dæmis á því hvernig farþegarými Icelandair er skipulagt. Það eru mjög fá sæti á þessum fyrstu farrýmum. Þetta eru þeir farþegar sem eru verðmætastir fyrir stóru flugfélögin. En Icelandair hefur fyrst og fremst verið að eltast við fólk á leið í frí í fluginu milli Evrópu og norður Ameríku. Þetta er þessi lággjaldahópur,“ segir Kristján. Það sé líka erfitt að sjá fyrir sér að tvö íslensk lággjaldaflugfélög geti verið með heimahöfn á Keflavíkurflugvelli. Annað hvort renni félögin bæði saman inn í eitt rekstrarumhverfi eða Icelandair fari að haga sér eins og stóru flugfélögin í Evrópu með meiri áherslu á viðskiptaferðalanga og dýrari sæti. „Þá þarf líka Keflavíkurflugvöllur að taka sér tak. Því stundvísi Keflavíkurflugvallar í sumar var afleit í samanburði við það sem við sjáum t.d. á Kastrup í Kaupmannahöfn og í Helsinki. Þannig að ef Keflavíkurflugvöllur á að vera miðstöð fyrir flug sem er mjög skilvirkt þarf að bæta stöðuna þar verulega,“ segir ritstjóri Túrista.is . En vonandi verði þessi samruni íslensku áætlanaflugi til framdráttar. Íslendingar eigi mikið undir því að hér á landi sé sterkur flugrekandi því í dag séu 70 til 80 prósent ferða frá landinu á vegum íslensku félaganna tveggja. „Við verðum að treysta á það að sameiginlegt félag verði það sterkt að það geti haldið uppi blómlegum samgöngum til og frá landinu um ókomna framtíð. Því þótt erlendu flugfélögin séu vissulega fleiri en þau voru áður þá eru í raun mjög fá og ferðir þeirra ekki mjög tíðar,“ segir Kristján Sigurjónsson. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sérfræðingur í málefnum alþjóðaflugs á Íslandi sér ekki fyrir sér að Icelandair og WOW AIR verði rekin áfram með sama sniði til framtíðar. Annað hvort renni félögin bæði inn í eitt rekstrarumhverfi eða breytingar verði gerðar á áherslum í rekstri Icelandair. Klukkan hálf tólf hófst hádegisfundur á vegum Ferðaklasans og Félags viðskipta- og hagfræðinga í húsnæði Ferðaklasans á Fiskislóð í Reykjavik þar sem fjallað er um „Nýtt landslag í flugi“ eftir kaup Icelandair á WOW Air. Einnig er rætt um rekstrarhorfur flugs og ferðaþjónustu í landinu.Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túristi.isKristján Sigurjónsson ritstjóri ferðasíðunnar Túristi.is flytur erindi á fundinum en hann sér ekki að Icelandair og WOW Air verði rekin með óbreyttu sniði til framtíðar. „Ef maður lítur yfir sviðið og flugfélög í Evrópu er Icelandair oft jafnvel flokkað sem lággjaldaflugfélag, í Bandaríkjunum líka. Það er erfitt að sjá hvernig þessháttar flugfélag eigi að reka til hliðar við annað lággjalda flugfélag,“ segir Kristján. Það geri Lufthansa til dæmis ekki með rekstri Euro Wings þar sem Lufthansa sjálft leggi ofuráherslu á viðskiptaferðalanga. Það geri British Airways líka þótt félagið eigi einnig lággjalda arm. „Icelandair er ekki í dag í þeirri stöðu sem Lufthansa eða British Airways eru. Það sést til dæmis á því hvernig farþegarými Icelandair er skipulagt. Það eru mjög fá sæti á þessum fyrstu farrýmum. Þetta eru þeir farþegar sem eru verðmætastir fyrir stóru flugfélögin. En Icelandair hefur fyrst og fremst verið að eltast við fólk á leið í frí í fluginu milli Evrópu og norður Ameríku. Þetta er þessi lággjaldahópur,“ segir Kristján. Það sé líka erfitt að sjá fyrir sér að tvö íslensk lággjaldaflugfélög geti verið með heimahöfn á Keflavíkurflugvelli. Annað hvort renni félögin bæði saman inn í eitt rekstrarumhverfi eða Icelandair fari að haga sér eins og stóru flugfélögin í Evrópu með meiri áherslu á viðskiptaferðalanga og dýrari sæti. „Þá þarf líka Keflavíkurflugvöllur að taka sér tak. Því stundvísi Keflavíkurflugvallar í sumar var afleit í samanburði við það sem við sjáum t.d. á Kastrup í Kaupmannahöfn og í Helsinki. Þannig að ef Keflavíkurflugvöllur á að vera miðstöð fyrir flug sem er mjög skilvirkt þarf að bæta stöðuna þar verulega,“ segir ritstjóri Túrista.is . En vonandi verði þessi samruni íslensku áætlanaflugi til framdráttar. Íslendingar eigi mikið undir því að hér á landi sé sterkur flugrekandi því í dag séu 70 til 80 prósent ferða frá landinu á vegum íslensku félaganna tveggja. „Við verðum að treysta á það að sameiginlegt félag verði það sterkt að það geti haldið uppi blómlegum samgöngum til og frá landinu um ókomna framtíð. Því þótt erlendu flugfélögin séu vissulega fleiri en þau voru áður þá eru í raun mjög fá og ferðir þeirra ekki mjög tíðar,“ segir Kristján Sigurjónsson.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira