Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2018 18:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, íhugar ekki stöðu sína vegna Klaustursupptakanna. Fréttablaðið/Eyþór Upptökur af ósæmilegum talsmáta nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins hafa ekki orðið Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, tilefni til að íhuga stöðu sína. Hann segir þingmenn Flokks fólksins sem voru reknir úr þingflokki sínum velkomna í Miðflokkinn. Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason taki sér launalaust leyfi frá þingstörfum. Sigmundur Davíð var einn þeirra sex þingmanna sem sátu saman að sumbli á hótelbarnum Klaustri og ræddu menn og málefni á óviðeigandi hátt. Fjölmiðlar hafa fjallað um ummæli sem þingmennirnir höfðu uppi og byggt á upptökum sem voru gerðar án vitundar þingmannanna. Tilkynnt var í dag að þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, sem þóttu hafa uppi sérstaklega óviðeigandi orð um konur í stjórnmálum tækju sér leyfi frá þingstörfum. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Sigmundur Davíð að það væri þingmannanna tveggja á meta hvernig þeir standi að leyfinu en að það verði launalaust. Varamenn kæmu inn fyrir þá sem Sigmundur Davíð sagði öfluga. Gott væri að vita af því „í framhaldinu“. Í viðtali við Stöð 2 sagði Sigmundur Davíð ekki liggi fyrir hversu lengi þingmennirnir verði í leyfi. Þeir þurfi svigrúm til að meta það. Á upptökunum mátti heyra Sigmund Davíð taka undir þegar Bergþór hafði uppi sérstaklega óviðeigandi orðbragð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Sjálfur sagði hann um Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og fyrrum flokkssystur sína í Framsóknarflokknum, að henni væri ekki treystandi og að „hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann“.Segir þingmenn annarra flokka hafa sagt ótrúlega hluti um flokksfélaga sína líka Spurður að því hvort að hann hefði íhugað eigin stöðu eftir að upptökurnar urðu opinberar sagðist Sigmundur Davíð ekki hafa gert það. „Auðvitað ef sú væri raunin eins og einhver orðaði það að menn almennt stigi til hliðar eftir að hafa setið við svona umræðu þá væri orðinn þunnur bekkurinn á Alþingi, það væru fáir eftir,“ sagði Sigmundur Davíð og virtist vísa til ummæla Þorsteins Sæmundssonar, flokksbróður síns. Með því sagðist Sigmundur Davíð ekki réttlæta það að hafa setið þessa samkomu eða aðrar sambærilegar í gegnum tíðina. Hann sé alls ekki þeirrar skoðunar að talið sé eða hafi nokkurn tímann verið ásættanlegt. Sagðist hann skammast sín, ekki síst fyrir að hafa ekki gripið inn í og stöðvað talið. Sigmundur Davíð gekk hins vegar ekki svo langt að biðjast afsökunar á uppákomunni, hvorki í viðtalinu né í bréfi sem hann sendi miðflokksfólki í dag. Á báðum stöðum vísaði hann til þess að þingmenn annarra flokka hefðu talað á sambærilegan hátt á samkomum sem þessari frá því að hann settist fyrst á þing. „Mér hefur reyndar fundist skrýtið að sjá fólk sem ég hef hlustað á segja ótrúlega hluti um félaga sína, jafnvel ógeðfellda, birtast núna fullir vandlætingar yfir því sem var tekið upp,“ sagði Sigmundur Davíð við Bylgjuna. Um Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson sem voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna í dag sagði Sigmundur Davíð þá velkomna í Miðflokkinn eins og aðrir. Á Stöð 2 sagði Sigmundur Davíð að eftir því sem hann best vissi hefðu þeir einstaklingar sem þingmennirnir fóru ófögrum orðum um verið beðnir afsökunar. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar Sigmundur Davíð segir umræðuna einkennast af einstaklega mikilli hræsni. 30. nóvember 2018 16:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Upptökur af ósæmilegum talsmáta nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins hafa ekki orðið Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, tilefni til að íhuga stöðu sína. Hann segir þingmenn Flokks fólksins sem voru reknir úr þingflokki sínum velkomna í Miðflokkinn. Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason taki sér launalaust leyfi frá þingstörfum. Sigmundur Davíð var einn þeirra sex þingmanna sem sátu saman að sumbli á hótelbarnum Klaustri og ræddu menn og málefni á óviðeigandi hátt. Fjölmiðlar hafa fjallað um ummæli sem þingmennirnir höfðu uppi og byggt á upptökum sem voru gerðar án vitundar þingmannanna. Tilkynnt var í dag að þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, sem þóttu hafa uppi sérstaklega óviðeigandi orð um konur í stjórnmálum tækju sér leyfi frá þingstörfum. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Sigmundur Davíð að það væri þingmannanna tveggja á meta hvernig þeir standi að leyfinu en að það verði launalaust. Varamenn kæmu inn fyrir þá sem Sigmundur Davíð sagði öfluga. Gott væri að vita af því „í framhaldinu“. Í viðtali við Stöð 2 sagði Sigmundur Davíð ekki liggi fyrir hversu lengi þingmennirnir verði í leyfi. Þeir þurfi svigrúm til að meta það. Á upptökunum mátti heyra Sigmund Davíð taka undir þegar Bergþór hafði uppi sérstaklega óviðeigandi orðbragð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Sjálfur sagði hann um Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og fyrrum flokkssystur sína í Framsóknarflokknum, að henni væri ekki treystandi og að „hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann“.Segir þingmenn annarra flokka hafa sagt ótrúlega hluti um flokksfélaga sína líka Spurður að því hvort að hann hefði íhugað eigin stöðu eftir að upptökurnar urðu opinberar sagðist Sigmundur Davíð ekki hafa gert það. „Auðvitað ef sú væri raunin eins og einhver orðaði það að menn almennt stigi til hliðar eftir að hafa setið við svona umræðu þá væri orðinn þunnur bekkurinn á Alþingi, það væru fáir eftir,“ sagði Sigmundur Davíð og virtist vísa til ummæla Þorsteins Sæmundssonar, flokksbróður síns. Með því sagðist Sigmundur Davíð ekki réttlæta það að hafa setið þessa samkomu eða aðrar sambærilegar í gegnum tíðina. Hann sé alls ekki þeirrar skoðunar að talið sé eða hafi nokkurn tímann verið ásættanlegt. Sagðist hann skammast sín, ekki síst fyrir að hafa ekki gripið inn í og stöðvað talið. Sigmundur Davíð gekk hins vegar ekki svo langt að biðjast afsökunar á uppákomunni, hvorki í viðtalinu né í bréfi sem hann sendi miðflokksfólki í dag. Á báðum stöðum vísaði hann til þess að þingmenn annarra flokka hefðu talað á sambærilegan hátt á samkomum sem þessari frá því að hann settist fyrst á þing. „Mér hefur reyndar fundist skrýtið að sjá fólk sem ég hef hlustað á segja ótrúlega hluti um félaga sína, jafnvel ógeðfellda, birtast núna fullir vandlætingar yfir því sem var tekið upp,“ sagði Sigmundur Davíð við Bylgjuna. Um Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson sem voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna í dag sagði Sigmundur Davíð þá velkomna í Miðflokkinn eins og aðrir. Á Stöð 2 sagði Sigmundur Davíð að eftir því sem hann best vissi hefðu þeir einstaklingar sem þingmennirnir fóru ófögrum orðum um verið beðnir afsökunar.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar Sigmundur Davíð segir umræðuna einkennast af einstaklega mikilli hræsni. 30. nóvember 2018 16:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32
Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar Sigmundur Davíð segir umræðuna einkennast af einstaklega mikilli hræsni. 30. nóvember 2018 16:51