Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Kjartan Kjartansson skrifar 8. desember 2018 12:05 Paul Manafort (t.v.) og Michael Cohen (t.h.), fyrrverandi starfsmenn Donalds Trump, eru í vondum málum. Vísir/AP Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta laug að saksóknurum um samskipti sín við starfsmann sinn sem er talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna og við embættismenn Hvíta hússins eftir að hann Trump varð forseti. Í minnisblaði sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, lagði fyrir dómstól í Washington-borg í gær kemur fram að Paul Manafort, sem stýrði framboðinu þar til í ágúst árið 2016, hafi sagt „fjölda greinilegra lyga“ í viðtölum við saksóknara. Þannig hafi Manafort sagt þeim að hann hefði ekki verið í neinu beinu eða óbeinu sambandi við Hvíta húsið frá því að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra. Í ljós hafi hins vegar komið að hann hafi haldið áfram að tala við embættismenn Trump að minnsta kosti fram á vor. Manafort hafði gert samkomulag við saksóknarana um samstarf gegn því að þeir mæltu með vægari refsingu vegna fjársvika sem hann var dæmdur fyrir í haust. Saksóknarar Mueller telja hins vegar Manafort hafi brotið gegn samkomulaginu með lygum sínum. Verjendur hans segja hann hafa staðið við samkomulagið að fullu en saksóknarnir ætla að leggja fram sönnunargöng sem eiga að sýna fram á lygar hans. Auk lyganna um samskiptin við embættismenn Hvíta hússins er Manafort sagður hafa logið um samskipti við Konstantín Kilimnik, rússneskan starfsmanna ráðgjafarfyrirtækis Manafort. Kilimnik er grunaður um að hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir Manafort hittust að minnsta kosti tvisvar á meðan á kosningabaráttunni stóð.Washington Post hefur eftir Kilimnik að þeir hafi rætt um framboðið. Kilimnik er ákærður fyrir að hafa í félagi við Manafort reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á störfum þeirra í Úkraínu fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta.Segir Trump hafa skipað fyrir um ólöglegar greiðslur Saksóknarar Mueller og í New York lögðu einnig fram hvorir fram sín minnisblöð í máli Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump, í gær. Í þeim skjölum kemur fram að Trump hafi sjálfur gefið Cohen fyrirmæli um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í tveimur konum sem halda því fram að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann, að sögn New York Times. Þær greiðslur eru taldar hafa brotið gegn kosningalögum. Í minnisblaði rannsakenda Mueller kom fram að Cohen hefði verið í samskiptum við ónefndan Rússa sem hafi boðið samvinnu á milli Rússlands og forsetaframboðs Trump á „ríkisstjórnarstiginu“ í nóvember árið 2015, nokkrum mánuðum áður en önnur samskipti Rússa við framboð Trump sem fjallað hefur verið um opinberlega áttu sér stað. Saksóknararnir í New York höfnuðu beiðni lögmanna Cohen um að þeir mæltu ekki með fangelsisdómi yfir honum í skiptum fyrir samvinnu hans. Mæltu saksóknararnir þess í stað með „verulegri fangelsisvist“. Refsing Cohen vegna brota á kosningalögum, fjárglæpa og fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi verður ákvörðuð í næstu viku. Cohen játaði sök. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. 8. desember 2018 00:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta laug að saksóknurum um samskipti sín við starfsmann sinn sem er talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna og við embættismenn Hvíta hússins eftir að hann Trump varð forseti. Í minnisblaði sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, lagði fyrir dómstól í Washington-borg í gær kemur fram að Paul Manafort, sem stýrði framboðinu þar til í ágúst árið 2016, hafi sagt „fjölda greinilegra lyga“ í viðtölum við saksóknara. Þannig hafi Manafort sagt þeim að hann hefði ekki verið í neinu beinu eða óbeinu sambandi við Hvíta húsið frá því að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra. Í ljós hafi hins vegar komið að hann hafi haldið áfram að tala við embættismenn Trump að minnsta kosti fram á vor. Manafort hafði gert samkomulag við saksóknarana um samstarf gegn því að þeir mæltu með vægari refsingu vegna fjársvika sem hann var dæmdur fyrir í haust. Saksóknarar Mueller telja hins vegar Manafort hafi brotið gegn samkomulaginu með lygum sínum. Verjendur hans segja hann hafa staðið við samkomulagið að fullu en saksóknarnir ætla að leggja fram sönnunargöng sem eiga að sýna fram á lygar hans. Auk lyganna um samskiptin við embættismenn Hvíta hússins er Manafort sagður hafa logið um samskipti við Konstantín Kilimnik, rússneskan starfsmanna ráðgjafarfyrirtækis Manafort. Kilimnik er grunaður um að hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir Manafort hittust að minnsta kosti tvisvar á meðan á kosningabaráttunni stóð.Washington Post hefur eftir Kilimnik að þeir hafi rætt um framboðið. Kilimnik er ákærður fyrir að hafa í félagi við Manafort reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á störfum þeirra í Úkraínu fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta.Segir Trump hafa skipað fyrir um ólöglegar greiðslur Saksóknarar Mueller og í New York lögðu einnig fram hvorir fram sín minnisblöð í máli Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump, í gær. Í þeim skjölum kemur fram að Trump hafi sjálfur gefið Cohen fyrirmæli um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í tveimur konum sem halda því fram að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann, að sögn New York Times. Þær greiðslur eru taldar hafa brotið gegn kosningalögum. Í minnisblaði rannsakenda Mueller kom fram að Cohen hefði verið í samskiptum við ónefndan Rússa sem hafi boðið samvinnu á milli Rússlands og forsetaframboðs Trump á „ríkisstjórnarstiginu“ í nóvember árið 2015, nokkrum mánuðum áður en önnur samskipti Rússa við framboð Trump sem fjallað hefur verið um opinberlega áttu sér stað. Saksóknararnir í New York höfnuðu beiðni lögmanna Cohen um að þeir mæltu ekki með fangelsisdómi yfir honum í skiptum fyrir samvinnu hans. Mæltu saksóknararnir þess í stað með „verulegri fangelsisvist“. Refsing Cohen vegna brota á kosningalögum, fjárglæpa og fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi verður ákvörðuð í næstu viku. Cohen játaði sök.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. 8. desember 2018 00:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. 8. desember 2018 00:05