60 prósent verðmunur á bókum milli verslana Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. desember 2018 06:00 Jólin eru framundan en þá grípa margir Íslendingar í bækur. vísir/getty Það munar allt að 60 prósentum á verði metsölubóka í jólabókaflóðinu milli verslana samkvæmt árlegri verðkönnun blaðsins. Verðmunur aukist milli ára. Jólabækurnar sem fyrr ódýrastar í Bónus. Það er kannski ekki sama rómantík yfir því að stinga nýjustu bók Arnaldar í körfuna innan um kjötskrokka í Bónus og það er að rölta með kakó inn í bókabúð á Þorláksmessu. En fyrir neytendur getur munað mörg þúsund krónum að gera einmitt það. Blaðið kannaði verð á átta vinsælum titlum af metsölulista Eymundsson í fjórum verslunum í gær. Hafa ber í huga að á þessum árstíma geta verið sveiflur á verðlagningu. Ýmis tilboð og annað sífellt í gangi svo enn getur verð lækkað þegar nær dregur jólum. Sem dæmi var 25 prósent afsláttur af öllum vörum í Pennanum/Eymundsson í Hallarmúla í gær. Ein dýrasta bókin er bók Þórðar Snæs Júlíussonar, Kaupthinking. Hún er dýrust í verslun Pennans/ Eymundsson á 7.499 krónur en ódýrust í Bónus á 4.798 krónur. Verðmunurinn 56 prósent. Raunar munar líka rúmlega 20 prósentum á bókinni í Bónus og þar sem hún er næstódýrust, í Hagkaupum, á 5.799 krónur. Hvergi er meiri munur milli verslana en á bókum Yrsu og nýju Útkallsbókinni. Rúm 59 prósent. Sem dæmi um hversu mikið má spara við kaup á jólabókum má nefna að ef viðskiptavinur kaupir bækur Arnaldar og Yrsu og barnabók Ævars vísindamanns greiðir hann 12.194 krónur í Bónus. Fyrir sömu bækur greiðir hann 18.997 krónur í Pennanum/Eymundsson og 15.397 krónur í Hagkaupum, sem oftast var með næstlægsta verðið. Í könnun blaðsins í fyrra var mesti verðmunur milli verslana 52 prósent. Í könnuninni í ár er Costco fjarri góðu gamni. Í fyrra var meirihluti titlanna ekki til í versluninni en þá spilar inn í að blaðamaður endurnýjaði ekki aðild sína að versluninni. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Neytendur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Það munar allt að 60 prósentum á verði metsölubóka í jólabókaflóðinu milli verslana samkvæmt árlegri verðkönnun blaðsins. Verðmunur aukist milli ára. Jólabækurnar sem fyrr ódýrastar í Bónus. Það er kannski ekki sama rómantík yfir því að stinga nýjustu bók Arnaldar í körfuna innan um kjötskrokka í Bónus og það er að rölta með kakó inn í bókabúð á Þorláksmessu. En fyrir neytendur getur munað mörg þúsund krónum að gera einmitt það. Blaðið kannaði verð á átta vinsælum titlum af metsölulista Eymundsson í fjórum verslunum í gær. Hafa ber í huga að á þessum árstíma geta verið sveiflur á verðlagningu. Ýmis tilboð og annað sífellt í gangi svo enn getur verð lækkað þegar nær dregur jólum. Sem dæmi var 25 prósent afsláttur af öllum vörum í Pennanum/Eymundsson í Hallarmúla í gær. Ein dýrasta bókin er bók Þórðar Snæs Júlíussonar, Kaupthinking. Hún er dýrust í verslun Pennans/ Eymundsson á 7.499 krónur en ódýrust í Bónus á 4.798 krónur. Verðmunurinn 56 prósent. Raunar munar líka rúmlega 20 prósentum á bókinni í Bónus og þar sem hún er næstódýrust, í Hagkaupum, á 5.799 krónur. Hvergi er meiri munur milli verslana en á bókum Yrsu og nýju Útkallsbókinni. Rúm 59 prósent. Sem dæmi um hversu mikið má spara við kaup á jólabókum má nefna að ef viðskiptavinur kaupir bækur Arnaldar og Yrsu og barnabók Ævars vísindamanns greiðir hann 12.194 krónur í Bónus. Fyrir sömu bækur greiðir hann 18.997 krónur í Pennanum/Eymundsson og 15.397 krónur í Hagkaupum, sem oftast var með næstlægsta verðið. Í könnun blaðsins í fyrra var mesti verðmunur milli verslana 52 prósent. Í könnuninni í ár er Costco fjarri góðu gamni. Í fyrra var meirihluti titlanna ekki til í versluninni en þá spilar inn í að blaðamaður endurnýjaði ekki aðild sína að versluninni.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Neytendur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira