Krónsprins Sáda "kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 19:30 Lindsay Graham er repúblikani og stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Getty/Alex Wong Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. Repúblikaninn Lindsay Graham gekk svo langt að kalla krónprinsinn „kolklikkaðan“. BBC greinir frá. Khashoggi var einn virtasti blaðamaður Sáda en ferill hans í fjölmiðlum spannaði um þrjátíu ár. Hann var myrtur 2. október síðastliðinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklan, lík hans bútað niður og það síðar leyst upp, að sögn tyrkneskra yfirvalda. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí-Arabíu vegna málsins. Bin Salman hefur verið bendlaður við að hafa fyrirskipað morðið eða hafa í það minnsta haft vitneskju um það. Þingmennirnir, sem eiga það sameiginlegt að sitja í utanríkismálanefnd öldungardeildarinnar, ræddu við blaðamenn í dag eftir að hafa fengið skýrslu um morðið á Khashoggi frá Gina Haspel, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fyrr í dag. Spöruðu þeir ekki stóru orðin eftir fundinn með Haspel. Sjá einnig: CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi „Maður þarf að líta framhjá ansi mörgu til þess að komast að þeirri niðurstöðu að þetta hafi ekki verið skipulagt og stýrt af mönnum undir stjórn MBS,“ sagði Graham og notaði skammstöfun krónprinsins.„Það er engin rjúkandi byssa en það er rjúkandi sög,“ sagði Graham einnig og vísaði þar til þess að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður. Öldungardeildarþingmaðurinn og repúblikaninn Bob Corker var ekki í vafa um hver hafi fyrirskipað morðið og sagðist hann ekki efast um það í eina sekúndu að krónprinsinn hafi fyrirskipað það. Corker skaut einnig föstum skotum á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ekki hefur viljað ganga svo langt að segja að bin Salman hafi fyrirskipað morðið. Sagði Corker að með því að neita að fordæma krónprinsinn væri Trump að leggja blessun sína yfir morðið á blaðamanninum. Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18 Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. Repúblikaninn Lindsay Graham gekk svo langt að kalla krónprinsinn „kolklikkaðan“. BBC greinir frá. Khashoggi var einn virtasti blaðamaður Sáda en ferill hans í fjölmiðlum spannaði um þrjátíu ár. Hann var myrtur 2. október síðastliðinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklan, lík hans bútað niður og það síðar leyst upp, að sögn tyrkneskra yfirvalda. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí-Arabíu vegna málsins. Bin Salman hefur verið bendlaður við að hafa fyrirskipað morðið eða hafa í það minnsta haft vitneskju um það. Þingmennirnir, sem eiga það sameiginlegt að sitja í utanríkismálanefnd öldungardeildarinnar, ræddu við blaðamenn í dag eftir að hafa fengið skýrslu um morðið á Khashoggi frá Gina Haspel, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fyrr í dag. Spöruðu þeir ekki stóru orðin eftir fundinn með Haspel. Sjá einnig: CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi „Maður þarf að líta framhjá ansi mörgu til þess að komast að þeirri niðurstöðu að þetta hafi ekki verið skipulagt og stýrt af mönnum undir stjórn MBS,“ sagði Graham og notaði skammstöfun krónprinsins.„Það er engin rjúkandi byssa en það er rjúkandi sög,“ sagði Graham einnig og vísaði þar til þess að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður. Öldungardeildarþingmaðurinn og repúblikaninn Bob Corker var ekki í vafa um hver hafi fyrirskipað morðið og sagðist hann ekki efast um það í eina sekúndu að krónprinsinn hafi fyrirskipað það. Corker skaut einnig föstum skotum á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ekki hefur viljað ganga svo langt að segja að bin Salman hafi fyrirskipað morðið. Sagði Corker að með því að neita að fordæma krónprinsinn væri Trump að leggja blessun sína yfir morðið á blaðamanninum.
Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18 Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18
Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09
Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45