Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 17:53 Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, gegnir embætti varaforseta mannréttindaráðs S.þ. á næsta ári. Mynd/Utanríkisráðuneytið Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur kosið Ísland til að fara með embætti varaforseta ráðsins. Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Kosningin fór fram á fundi ráðsins í Genf í gær. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, tekur við embætti varaforseta 1. janúar næstkomandi sem fulltrúi Vestur-Evrópu og annarra ríkja (WEOG-hópsins). Auk Haralds verða fastafulltrúi Króatíu ásamt fulltrúum frá Asíu og Suður-Ameríku varaforsetar ráðsins að þessu sinni. Forseti mannréttindaráðsins, Coly Seck, er frá Senegal. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslandi vera sýnt mikið traust með því að vera falið þetta ábyrgðarstarf fyrir hönd Vesturlanda. „Frá því að ég sótti fund mannréttindaráðsins vorið 2016, fyrstur íslenskra ráðherra, höfum við lagt áherslu á að taka virkari þátt í starfi þess á ábyrgan og markvissan hátt. Kjör okkar í ráðið fyrr á árinu felur í sér ákveðna viðurkenningu á því starfi. Sú staðreynd að við njótum stuðnings til að stýra ráðinu er enn frekari viðurkenning á framlagi Íslands,“ segir Guðlaugur Þór. Hlutverk varaforseta ráðsins er að stýra fundum þess og öðrum verkefnum, líkt og jafningarýninni svokölluðu (e. Universal Period Review), í samstarfi við forseta ráðsins hverju sinni. Fastafulltrúi Íslands býst við að þetta hlutverk verði enn mikilvægara á næsta ári vegna yfirstandandi umræðu um endurbætur á ráðinu. „Við höfum lagt áherslu á bætta starfshætti ráðsins með það að markmiði að styrkja starfið í þágu mannréttinda í heiminum. Þessi umræða mun halda áfram undir stjórn nýs forseta ráðsins,“ segir Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands. Ísland var kosið í mannréttindaráðið í sérstökum aukakosningum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðastliðið sumar þegar sæti losnaði við úrsögn Bandaríkjanna úr ráðinu. Ísland tók þátt sem fullgilt aðildarríki í 39. fundarlotu ráðsins í haust þar sem íslensku fulltrúarnir fluttu alls fjórtán ávörp og áttu auk þess aðild að tíu ræðum til viðbótar. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Senegal Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur kosið Ísland til að fara með embætti varaforseta ráðsins. Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Kosningin fór fram á fundi ráðsins í Genf í gær. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, tekur við embætti varaforseta 1. janúar næstkomandi sem fulltrúi Vestur-Evrópu og annarra ríkja (WEOG-hópsins). Auk Haralds verða fastafulltrúi Króatíu ásamt fulltrúum frá Asíu og Suður-Ameríku varaforsetar ráðsins að þessu sinni. Forseti mannréttindaráðsins, Coly Seck, er frá Senegal. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslandi vera sýnt mikið traust með því að vera falið þetta ábyrgðarstarf fyrir hönd Vesturlanda. „Frá því að ég sótti fund mannréttindaráðsins vorið 2016, fyrstur íslenskra ráðherra, höfum við lagt áherslu á að taka virkari þátt í starfi þess á ábyrgan og markvissan hátt. Kjör okkar í ráðið fyrr á árinu felur í sér ákveðna viðurkenningu á því starfi. Sú staðreynd að við njótum stuðnings til að stýra ráðinu er enn frekari viðurkenning á framlagi Íslands,“ segir Guðlaugur Þór. Hlutverk varaforseta ráðsins er að stýra fundum þess og öðrum verkefnum, líkt og jafningarýninni svokölluðu (e. Universal Period Review), í samstarfi við forseta ráðsins hverju sinni. Fastafulltrúi Íslands býst við að þetta hlutverk verði enn mikilvægara á næsta ári vegna yfirstandandi umræðu um endurbætur á ráðinu. „Við höfum lagt áherslu á bætta starfshætti ráðsins með það að markmiði að styrkja starfið í þágu mannréttinda í heiminum. Þessi umræða mun halda áfram undir stjórn nýs forseta ráðsins,“ segir Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands. Ísland var kosið í mannréttindaráðið í sérstökum aukakosningum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðastliðið sumar þegar sæti losnaði við úrsögn Bandaríkjanna úr ráðinu. Ísland tók þátt sem fullgilt aðildarríki í 39. fundarlotu ráðsins í haust þar sem íslensku fulltrúarnir fluttu alls fjórtán ávörp og áttu auk þess aðild að tíu ræðum til viðbótar.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Senegal Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira