Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Jakob Bjarnar skrifar 4. desember 2018 15:15 Að teknu tilliti til sögunnar var engin ástæða fyrir Gunnar Braga að ætla annað en lítið mál væri að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið við pólitískar stöðuveitingar. vísir Þó mest hafi farið fyrir umræðu um dólgsleg ummæli sexmenninganna sem sátu að sumbli á Klaustur bar að kvöldi 20. nóvember virðist fundurinn hafa haft skýran tilgang og sá tilgangur grundvallast á grímulausum hugmyndum um rótgróna spillingu sem kenna má við samtryggingarkerfi stjórnmálanna. Það að rakka niður ýmsa samstarfsmenn sína á þinginu og utan þess var meðal annars liður að því marki og til undirbyggingar hollustu. Margir hafa talið þessa samtryggingu blasa við, eins og síðar kemur fram í þessari umfjöllun, samtryggingu flokkanna sem er vitaskuld ekkert annað en spilling, og Klausturupptökurnar staðfesta þetta. Tilgangurinn, af upptökunum að dæma, var að fá þá Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason yfir í raðir Miðflokksins, til að styrkja stöðu sína gagnvart því góssi sem menn telja stjórnmálin snúast um. Ólafi og Karli Gauta var lofuð hlutdeild í gæðunum. Þegar hefur verið greint frá því að Gunnar Bragi hafi skipað Geir H. Haarde með það fyrir augum að geta rukkað fyrir þann greiða þó síðar verði. Segja Guðlaug Þór draga lappirnar við að ganga frá dílnum Kvennablaðið hefur skrifað skilmerkilega upp úr Klaustur-upptökunum með áherslu á þennan kjarna máls, hefur farið nánar í saumana á þessum þætti. Kvennablaðið hefur meðal annars birt þetta brot: Sigmundur tekur við og staðfestir söguna: „af því ég veit þetta er rétt. … Bjarni má eiga það, hann viðurkenndi það, að hann hefði … við sig. Að Bjarni, þegar ég hitti hann, við sátum hérna í klukkutíma og áttum spjall. Bjarni fór út um víðan völl en niðurstaðan var sú að hann hefði fallist á það að ef þetta gengi upp þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum.“ Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir. –„Eðlilega“ segir Bergþór. „Já. Ókei,“ heldur Sigmundur áfram. „Næsta skref var að hitta Bjarna með Gulla Þór, sem var í tygjum við Bjarna. Og við hittumst hér inni, sátum saman og … Bjarni má eiga það, að … hann fylgdi málinu eftir. Á dögunum. Við erum komnir í samskipti við menn. Gunnar Bragi bíður eftir niðurstöðu. Nú þurfum við bara að klára hérna … Guðlaugur Þór …“ – og á ný leysist upptakan upp í svolítið skvaldur. Sigmundur nær þó orðinu fljótt á ný: „Niðurstaðan var sú að Bjarni bara sagði við Gulla: þú leysir þetta. Og þú talar við Sigmund og svo kemurðu á fundi með Gunnari Braga. Gott og vel, þannig var niðurstaðan. En. Vitandi það … hvernig á maður að bera sig að við að fylgja málinu eftir? Guðlaugur Þór hefur engan áhuga á því að klára málið. En formaður Miðflokks er búinn að segja honum að hann eigi að klára það. Þannig að hvernig á ég að bera mig að við Guðlaug Þór til að …“ Komið fararsnið á Gunnar Braga Samkvæmt upptökunum og heimildum Vísis var Gunnar Bragi farinn að hugsa sér til hreyfings og að líta í kringum sig. Hann taldi sig eiga inni greiða vegna skipunar Geirs H. Haarde sem sendiherra í Washington. Klausturklúðrið virðist hafa losað Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra frá þeim meintu skuldbindingum og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur vísað því á bug að flokkurinn skuldi Gunnari Braga vegna þessa en hann viðurkennir að hann hafi lagt að Gunnari Braga að skipa Geir. Því má þá bæta við að Gunnar Bragi hefur dregið nokkuð í land og sagt þetta hafa verið lygi sem hann spann á staðnum. Í ljósi sögunnar ætti það ekki að þurfa að koma neinum á óvart að Gunnar Bragi hafi talið sig hreinlega eiga rétt á sendiherrastöðu og í viðtölum strax eftir að málið kom upp, þegar ekki lá enn fyrir hversu umfangsmikið það var, lýsti Gunnar Bragi því yfir að hann væri ágætur kandídat í að gegna embætti sendiherra. Sendiherratign er einn feitasti bitinn sem þetta samtryggingarkerfi grundvallast á. Pólitískar skipanir inn í embættismannakerfið hafa tíðkast frá öndverðu, en með mismiklum hætti og misgrímulaust. Davíð tekur til óspilltra málanna Davíð Oddsson hafði stólaskipti við Halldór Ásgrímsson, fór úr forsætisráðuneytinu og yfir í utanríkisráðuneytið og var þar í rúmt ár á árunum 2004 til 2005. Þetta er á árunum fyrir hrunsárin og settu menn þá orðið fátt fyrir sig. Þjóðin sjálf var upptekin af góðærinu og það að slá óhikað á fingur þeirra sem taldir voru á þeim skónum að tala það niður með gagnrýni sinni átti góðan hljómgrunn. Davíð tók til óspilltra málanna, óð í það mál að skipa sendiherra vinstri hægri mörgum í utanríkisþjónustunni til hrellingar. Flestir komu þeir úr hinum pólitíska ranni. Á Vísi frá 4. október 2005 má finna frétt þar sem þetta er tíundað: Fjórtán sendiherrar hafa verið skipaðir það sem af er kjörtímabilinu, þar af níu í rúmlega eins árs utanríkisráðherratíð Davíðs Oddssonar. Geir H. Haarde og Davíð Oddsson, sem ekki dró af sér í því að skipa sendiherra vinstri hægri.Vísir/Anton Brink Frá því að kjörtímabilið hófst um mitt ár 2003 skipaði Halldór Ásgrímsson fimm sendiherra, en Halldór var utanríkisráðherra til 15. september 2004. Eftir að Davíð hafði stólaskipti við Halldór voru nær helmingi fleiri sendiherrar skipaðir, eða níu. Þetta voru þau Markús Örn Antonsson, Albert Jónsson, Júlíus Hafstein, Sveinn Á. Björnsson, Helgi Gíslason, Guðmundur Árni Stefánsson, Hannes Heimisson, Kristján Andri Stefánsson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Góðir og gegnir flokksmenn áberandi Geir H. Haarde bætti svo um betur og skipaði þrjá sendiherra, eins og sjá má í frétt frá 1. apríl 2007. Þá var starfsmannaráði flutningsskyldra starfsmanna í utanríkisþjónustunni nóg boðið og gagnrýndi að hlutfall pólitískt skipaðra sendiherra væri hærra hérlendis en á hinum Norðurlöndunum og sagt að sérlega rammt hafi kveðið að slíkum skipunum á síðustu árum. Meðal þeirra sem nefna má og hafa verið pólitískt skipaðir auk nokkurra ofangreindra eru Þorsteinn Pálsson, Tómas Ingi Olrich, Jón Baldvin Hannibalsson og Svavar Gestsson. Össur kaus að fara aðra leið sem utanríkisráðherra, enda var þá nýbúið að stútfylla utanríkisþjónustuna af sendiherrum sem teknir voru utan ráðuneytis.visir/vilhelm Reyndar er sem bakslag hafi komið í slíkar skipanir við þessa ofgnótt líkt og mönnum hafi orðið bumbult. Enda voru ekki til sendiráð undir allan þennan mannskap. Júlíus Hafstein sendiherra, gengheill Sjálfstæðismaður og einarður stuðningsmaður Davíðs, hefur til dæmis starfað sína sendiherratíð í Reykjavík. Samkvæmt umdeildri ákvörðun Kjararáðs hækkuðu laun sendiherra afturvirkt en mismikið eftir mannaforráðum þeirra. Sendiherrar eru með upp í 1,3 milljón króna í laun. Enginn pólitískt skipaður í tíð Össurar Össur Skarphéðinsson, sem var nefndur í hinu umdeilda Klausturtali auk þess sem Gunnar Bragi Sveinsson nefndi hann sérstaklega sem mann sem ætti að finna stöðu í utanríkisþjónustunni, var utanríkisráðherra 2009-2013. Þetta er eftir hrun þá stóð til að hafa uppi einhvers konar siðbót. Pólitískt skipaðir sendiherrar voru ekki á dagskrá, þó Össur hafi í sinni tíð skipað sendiherra þá komu þeir allir úr utanríkisþjónustunni. Gunnar Bragi virðist hafa talið óhætt að taka upp þráðinn, eftir nokkur hlé, við að skipa pólitíkusa í sendiherrastöður. „Ég er í prinsippinu ekki á móti því að skipa stjórnmálamenn, ef að þeir hafa reynslu og þekkingu á sviði utanríkismála. Ég kaus hins vegar að fara aðra leið sem utanríkisráðherra, enda var þá nýbúið að stútfylla utanríkisþjónustuna af sendiherrum sem teknir voru utan ráðuneytis,“ sagði Össur í viðtali spurður hvort hann telji heppilegt að skipa stjórnmálamenn í sendiherrastöður? Gunnar Bragi tekur upp þráðinn Það er svo í tíð Gunnars Braga að menn virðast telja óhætt að taka upp þráðinn við fyrri iðju; flokkspólitíska skipan. En, það kemur ekki til af góðu. Sjálfstæðismenn telja að það þurfi einhvern veginn að bæta Geir það áfall að hafa verið dæmdur í Landsdómi. Eins og áður sagði lagði Bjarni hart að Gunnari Braga að skipa Geir sendiherra. Geir og Árni Þór Sigurðsson eru fyrstu fyrrverandi eða núverandi stjórnmálamenn sem skipaðir eru sendiherrar í sex ár, eða síðan árið 2008. „Af þeim 47 sendiherrum sem skipaðir hafa verið undanfarin 20 ár, koma 12 úr heimi stjórnmálanna. Það er rúmlega 25 prósent þeirra sem skipaðir hafa verið. 13 sendiherrar eru að störfum í utanríkisráðuneytinu,“ segir í frétt RÚV sumarið 2014. Björn Valur gagnrýndi skipan Árna og Geirs harðlega, segir fléttuna hafa verið augljósa, en að öðru leyti virðist Gunnar Bragi hafa rétt fyrir sér að lítið hafi farið fyrir gagnrýni á hinar pólitísku ráðningar úr ranni VG.vísir/stefán Þar segir af beinskeyttri gagnrýni Björns Vals Gíslasonar, sem þá var varaformaður VG. „Þetta er vond upprifjun á liðnum tíma og ég er hálfleiður yfir því að þingmaður VG skuli vera viðriðinn þetta, að þessu sinni,“ segir Björn Valur sem telur að ekki eigi að skipa sendiherra með þessum hætti. „Ferlið á að vera allt annað, burtséð frá því hvort þessir herramenn séu hæfir eða ekki.“ Sjálf fléttan var öllum ljós Árni Þór segir nú að honum hafi sárnað gagnrýni samflokksmanna sinna. En, sú gagnrýni var ekki mikil en þó beinskeytt af hálfu Björns Vals sem segir, í samtali við Vísi, að Katrín Jakobsdóttir hafi aðeins gagnrýnt skipan Geirs, sett spurningarmerki við að skipaður hafi verið sendiherra sem ætti í málaferlum við þjóð sína í gegnum Mannréttindadómsstólinn vegna Landsdómsmálsins. En hún hafi ekki gagnrýnt skipan Árna Þórs, þó annað megi ætla af yfirlýsingu hennar frá í gær. „Og alls ekki sjálfa fléttuna sem þó var öllum ljós.“ Á Birni Val er það helst að skilja að sárindi Árna Þórs nú snúi einkum að sér og hann hafi fengið bágt fyrir þessa afstöðu frá mörgum innan Vg. „Ég man ekki eftir fleirum en mér sem gagnrýndu þetta. Katrín muldraði, ég lýsti megnri óánægju minni en aðrir héldu kjafti.“ Alþingi Fréttaskýringar Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Utanríkismál Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22 Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Bjarni Benediktsson segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. 30. nóvember 2018 12:29 Árna Þór sárnaði gagnrýni samflokksmanna sinna þegar hann var skipaður sendiherra Árna Þór Sigurðsson telur sig hafa ýmislegt það til brunns að bera sem gerir hann ágætan til að gegna starfi utanríkisráðherra. 4. desember 2018 11:21 Katrín segist víst hafa gagnrýnt skipan Geirs Katrín Jakobsdóttir segir Gunnar Braga Sveinsson fara með ósannindi. 3. desember 2018 15:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Þó mest hafi farið fyrir umræðu um dólgsleg ummæli sexmenninganna sem sátu að sumbli á Klaustur bar að kvöldi 20. nóvember virðist fundurinn hafa haft skýran tilgang og sá tilgangur grundvallast á grímulausum hugmyndum um rótgróna spillingu sem kenna má við samtryggingarkerfi stjórnmálanna. Það að rakka niður ýmsa samstarfsmenn sína á þinginu og utan þess var meðal annars liður að því marki og til undirbyggingar hollustu. Margir hafa talið þessa samtryggingu blasa við, eins og síðar kemur fram í þessari umfjöllun, samtryggingu flokkanna sem er vitaskuld ekkert annað en spilling, og Klausturupptökurnar staðfesta þetta. Tilgangurinn, af upptökunum að dæma, var að fá þá Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason yfir í raðir Miðflokksins, til að styrkja stöðu sína gagnvart því góssi sem menn telja stjórnmálin snúast um. Ólafi og Karli Gauta var lofuð hlutdeild í gæðunum. Þegar hefur verið greint frá því að Gunnar Bragi hafi skipað Geir H. Haarde með það fyrir augum að geta rukkað fyrir þann greiða þó síðar verði. Segja Guðlaug Þór draga lappirnar við að ganga frá dílnum Kvennablaðið hefur skrifað skilmerkilega upp úr Klaustur-upptökunum með áherslu á þennan kjarna máls, hefur farið nánar í saumana á þessum þætti. Kvennablaðið hefur meðal annars birt þetta brot: Sigmundur tekur við og staðfestir söguna: „af því ég veit þetta er rétt. … Bjarni má eiga það, hann viðurkenndi það, að hann hefði … við sig. Að Bjarni, þegar ég hitti hann, við sátum hérna í klukkutíma og áttum spjall. Bjarni fór út um víðan völl en niðurstaðan var sú að hann hefði fallist á það að ef þetta gengi upp þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum.“ Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir. –„Eðlilega“ segir Bergþór. „Já. Ókei,“ heldur Sigmundur áfram. „Næsta skref var að hitta Bjarna með Gulla Þór, sem var í tygjum við Bjarna. Og við hittumst hér inni, sátum saman og … Bjarni má eiga það, að … hann fylgdi málinu eftir. Á dögunum. Við erum komnir í samskipti við menn. Gunnar Bragi bíður eftir niðurstöðu. Nú þurfum við bara að klára hérna … Guðlaugur Þór …“ – og á ný leysist upptakan upp í svolítið skvaldur. Sigmundur nær þó orðinu fljótt á ný: „Niðurstaðan var sú að Bjarni bara sagði við Gulla: þú leysir þetta. Og þú talar við Sigmund og svo kemurðu á fundi með Gunnari Braga. Gott og vel, þannig var niðurstaðan. En. Vitandi það … hvernig á maður að bera sig að við að fylgja málinu eftir? Guðlaugur Þór hefur engan áhuga á því að klára málið. En formaður Miðflokks er búinn að segja honum að hann eigi að klára það. Þannig að hvernig á ég að bera mig að við Guðlaug Þór til að …“ Komið fararsnið á Gunnar Braga Samkvæmt upptökunum og heimildum Vísis var Gunnar Bragi farinn að hugsa sér til hreyfings og að líta í kringum sig. Hann taldi sig eiga inni greiða vegna skipunar Geirs H. Haarde sem sendiherra í Washington. Klausturklúðrið virðist hafa losað Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra frá þeim meintu skuldbindingum og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur vísað því á bug að flokkurinn skuldi Gunnari Braga vegna þessa en hann viðurkennir að hann hafi lagt að Gunnari Braga að skipa Geir. Því má þá bæta við að Gunnar Bragi hefur dregið nokkuð í land og sagt þetta hafa verið lygi sem hann spann á staðnum. Í ljósi sögunnar ætti það ekki að þurfa að koma neinum á óvart að Gunnar Bragi hafi talið sig hreinlega eiga rétt á sendiherrastöðu og í viðtölum strax eftir að málið kom upp, þegar ekki lá enn fyrir hversu umfangsmikið það var, lýsti Gunnar Bragi því yfir að hann væri ágætur kandídat í að gegna embætti sendiherra. Sendiherratign er einn feitasti bitinn sem þetta samtryggingarkerfi grundvallast á. Pólitískar skipanir inn í embættismannakerfið hafa tíðkast frá öndverðu, en með mismiklum hætti og misgrímulaust. Davíð tekur til óspilltra málanna Davíð Oddsson hafði stólaskipti við Halldór Ásgrímsson, fór úr forsætisráðuneytinu og yfir í utanríkisráðuneytið og var þar í rúmt ár á árunum 2004 til 2005. Þetta er á árunum fyrir hrunsárin og settu menn þá orðið fátt fyrir sig. Þjóðin sjálf var upptekin af góðærinu og það að slá óhikað á fingur þeirra sem taldir voru á þeim skónum að tala það niður með gagnrýni sinni átti góðan hljómgrunn. Davíð tók til óspilltra málanna, óð í það mál að skipa sendiherra vinstri hægri mörgum í utanríkisþjónustunni til hrellingar. Flestir komu þeir úr hinum pólitíska ranni. Á Vísi frá 4. október 2005 má finna frétt þar sem þetta er tíundað: Fjórtán sendiherrar hafa verið skipaðir það sem af er kjörtímabilinu, þar af níu í rúmlega eins árs utanríkisráðherratíð Davíðs Oddssonar. Geir H. Haarde og Davíð Oddsson, sem ekki dró af sér í því að skipa sendiherra vinstri hægri.Vísir/Anton Brink Frá því að kjörtímabilið hófst um mitt ár 2003 skipaði Halldór Ásgrímsson fimm sendiherra, en Halldór var utanríkisráðherra til 15. september 2004. Eftir að Davíð hafði stólaskipti við Halldór voru nær helmingi fleiri sendiherrar skipaðir, eða níu. Þetta voru þau Markús Örn Antonsson, Albert Jónsson, Júlíus Hafstein, Sveinn Á. Björnsson, Helgi Gíslason, Guðmundur Árni Stefánsson, Hannes Heimisson, Kristján Andri Stefánsson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Góðir og gegnir flokksmenn áberandi Geir H. Haarde bætti svo um betur og skipaði þrjá sendiherra, eins og sjá má í frétt frá 1. apríl 2007. Þá var starfsmannaráði flutningsskyldra starfsmanna í utanríkisþjónustunni nóg boðið og gagnrýndi að hlutfall pólitískt skipaðra sendiherra væri hærra hérlendis en á hinum Norðurlöndunum og sagt að sérlega rammt hafi kveðið að slíkum skipunum á síðustu árum. Meðal þeirra sem nefna má og hafa verið pólitískt skipaðir auk nokkurra ofangreindra eru Þorsteinn Pálsson, Tómas Ingi Olrich, Jón Baldvin Hannibalsson og Svavar Gestsson. Össur kaus að fara aðra leið sem utanríkisráðherra, enda var þá nýbúið að stútfylla utanríkisþjónustuna af sendiherrum sem teknir voru utan ráðuneytis.visir/vilhelm Reyndar er sem bakslag hafi komið í slíkar skipanir við þessa ofgnótt líkt og mönnum hafi orðið bumbult. Enda voru ekki til sendiráð undir allan þennan mannskap. Júlíus Hafstein sendiherra, gengheill Sjálfstæðismaður og einarður stuðningsmaður Davíðs, hefur til dæmis starfað sína sendiherratíð í Reykjavík. Samkvæmt umdeildri ákvörðun Kjararáðs hækkuðu laun sendiherra afturvirkt en mismikið eftir mannaforráðum þeirra. Sendiherrar eru með upp í 1,3 milljón króna í laun. Enginn pólitískt skipaður í tíð Össurar Össur Skarphéðinsson, sem var nefndur í hinu umdeilda Klausturtali auk þess sem Gunnar Bragi Sveinsson nefndi hann sérstaklega sem mann sem ætti að finna stöðu í utanríkisþjónustunni, var utanríkisráðherra 2009-2013. Þetta er eftir hrun þá stóð til að hafa uppi einhvers konar siðbót. Pólitískt skipaðir sendiherrar voru ekki á dagskrá, þó Össur hafi í sinni tíð skipað sendiherra þá komu þeir allir úr utanríkisþjónustunni. Gunnar Bragi virðist hafa talið óhætt að taka upp þráðinn, eftir nokkur hlé, við að skipa pólitíkusa í sendiherrastöður. „Ég er í prinsippinu ekki á móti því að skipa stjórnmálamenn, ef að þeir hafa reynslu og þekkingu á sviði utanríkismála. Ég kaus hins vegar að fara aðra leið sem utanríkisráðherra, enda var þá nýbúið að stútfylla utanríkisþjónustuna af sendiherrum sem teknir voru utan ráðuneytis,“ sagði Össur í viðtali spurður hvort hann telji heppilegt að skipa stjórnmálamenn í sendiherrastöður? Gunnar Bragi tekur upp þráðinn Það er svo í tíð Gunnars Braga að menn virðast telja óhætt að taka upp þráðinn við fyrri iðju; flokkspólitíska skipan. En, það kemur ekki til af góðu. Sjálfstæðismenn telja að það þurfi einhvern veginn að bæta Geir það áfall að hafa verið dæmdur í Landsdómi. Eins og áður sagði lagði Bjarni hart að Gunnari Braga að skipa Geir sendiherra. Geir og Árni Þór Sigurðsson eru fyrstu fyrrverandi eða núverandi stjórnmálamenn sem skipaðir eru sendiherrar í sex ár, eða síðan árið 2008. „Af þeim 47 sendiherrum sem skipaðir hafa verið undanfarin 20 ár, koma 12 úr heimi stjórnmálanna. Það er rúmlega 25 prósent þeirra sem skipaðir hafa verið. 13 sendiherrar eru að störfum í utanríkisráðuneytinu,“ segir í frétt RÚV sumarið 2014. Björn Valur gagnrýndi skipan Árna og Geirs harðlega, segir fléttuna hafa verið augljósa, en að öðru leyti virðist Gunnar Bragi hafa rétt fyrir sér að lítið hafi farið fyrir gagnrýni á hinar pólitísku ráðningar úr ranni VG.vísir/stefán Þar segir af beinskeyttri gagnrýni Björns Vals Gíslasonar, sem þá var varaformaður VG. „Þetta er vond upprifjun á liðnum tíma og ég er hálfleiður yfir því að þingmaður VG skuli vera viðriðinn þetta, að þessu sinni,“ segir Björn Valur sem telur að ekki eigi að skipa sendiherra með þessum hætti. „Ferlið á að vera allt annað, burtséð frá því hvort þessir herramenn séu hæfir eða ekki.“ Sjálf fléttan var öllum ljós Árni Þór segir nú að honum hafi sárnað gagnrýni samflokksmanna sinna. En, sú gagnrýni var ekki mikil en þó beinskeytt af hálfu Björns Vals sem segir, í samtali við Vísi, að Katrín Jakobsdóttir hafi aðeins gagnrýnt skipan Geirs, sett spurningarmerki við að skipaður hafi verið sendiherra sem ætti í málaferlum við þjóð sína í gegnum Mannréttindadómsstólinn vegna Landsdómsmálsins. En hún hafi ekki gagnrýnt skipan Árna Þórs, þó annað megi ætla af yfirlýsingu hennar frá í gær. „Og alls ekki sjálfa fléttuna sem þó var öllum ljós.“ Á Birni Val er það helst að skilja að sárindi Árna Þórs nú snúi einkum að sér og hann hafi fengið bágt fyrir þessa afstöðu frá mörgum innan Vg. „Ég man ekki eftir fleirum en mér sem gagnrýndu þetta. Katrín muldraði, ég lýsti megnri óánægju minni en aðrir héldu kjafti.“
Alþingi Fréttaskýringar Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Utanríkismál Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22 Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Bjarni Benediktsson segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. 30. nóvember 2018 12:29 Árna Þór sárnaði gagnrýni samflokksmanna sinna þegar hann var skipaður sendiherra Árna Þór Sigurðsson telur sig hafa ýmislegt það til brunns að bera sem gerir hann ágætan til að gegna starfi utanríkisráðherra. 4. desember 2018 11:21 Katrín segist víst hafa gagnrýnt skipan Geirs Katrín Jakobsdóttir segir Gunnar Braga Sveinsson fara með ósannindi. 3. desember 2018 15:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22
Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Bjarni Benediktsson segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. 30. nóvember 2018 12:29
Árna Þór sárnaði gagnrýni samflokksmanna sinna þegar hann var skipaður sendiherra Árna Þór Sigurðsson telur sig hafa ýmislegt það til brunns að bera sem gerir hann ágætan til að gegna starfi utanríkisráðherra. 4. desember 2018 11:21
Katrín segist víst hafa gagnrýnt skipan Geirs Katrín Jakobsdóttir segir Gunnar Braga Sveinsson fara með ósannindi. 3. desember 2018 15:19