Freyja gerir grín að bremsuskýringu Sigmundar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2018 21:33 Freyja Haraldsdóttir. Vísir/Vilhelm Freyja Haraldsdóttir virðist ekki gefa mikið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um hver sé uppruni þess hljóðs sem heyrist þegar þingmennirnir sem sátu að sumbli á barnum Klaustur á dögunum ræddu um Freyju.Í frétt DV um málið sem byggð var á upptökum af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins segir að þingmennirnir hafi gert grín að Freyju og einn þeirra hafi hermt eftir sel er samtalið stóð sem hæst. Sjálfur hefur Sigmundur Davíð þvertekið fyrir að einhver þeirra sem viðstaddur var hafi hermt eftir sel, líklega hafi verið um hljóð sem myndaðist þegar stóll var færður til.Vísir kannaði hins vegar málið fyrr í dag og leiðir óvísindaleg rannsókn blaðamanns til þess að afar ólíklegt er að þeir stólar sem eru á Klaustur geti myndað sambærilegt hljóð og heyra má í upptökunum. Þegar Sigmundur Davíð var spurður um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag þvertók hann fyrir að þingmennirnir hafi verið að gera grín að Freyju. Þá sagði Sigmundur Davíð að heyra mætti á upptökunum að hljóðið kæmi ekki frá þeim stað þar sem þingmennirnir sætu, uppruni þess væri nær þeim stað þar sem sá sem tók upp samræðurnar hefði setið. „Þetta gat verið reiðhjól að bremsa fyrir utan gluggann,“ sagði Sigmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Freyja, sem þekkt er fyrir baráttu hennar fyrir réttindum fatlaðra einstaklinga en hún glímir við beinasjúkdóminn Osteogenesis imperfecta og notar því hjólastól, virðist hafa verið að horfa á fréttirnar ef marka má ummæli hennar á Twitter. „Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur,“ skrifar Freyja á Twitter á léttu nótunum.Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur. #Klausturgate — Freyja Haraldsdóttir (@freyjaharalds) December 3, 2018 Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Reyndist ómögulegt að framkvæma „selahljóð“ með stólunum á Klaustri Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér, segja framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri á Klaustri. Blaðamaður gerði tilraun til að framkalla umdeilt hljóð en án árangurs. 3. desember 2018 12:15 Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. 2. desember 2018 21:10 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir virðist ekki gefa mikið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um hver sé uppruni þess hljóðs sem heyrist þegar þingmennirnir sem sátu að sumbli á barnum Klaustur á dögunum ræddu um Freyju.Í frétt DV um málið sem byggð var á upptökum af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins segir að þingmennirnir hafi gert grín að Freyju og einn þeirra hafi hermt eftir sel er samtalið stóð sem hæst. Sjálfur hefur Sigmundur Davíð þvertekið fyrir að einhver þeirra sem viðstaddur var hafi hermt eftir sel, líklega hafi verið um hljóð sem myndaðist þegar stóll var færður til.Vísir kannaði hins vegar málið fyrr í dag og leiðir óvísindaleg rannsókn blaðamanns til þess að afar ólíklegt er að þeir stólar sem eru á Klaustur geti myndað sambærilegt hljóð og heyra má í upptökunum. Þegar Sigmundur Davíð var spurður um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag þvertók hann fyrir að þingmennirnir hafi verið að gera grín að Freyju. Þá sagði Sigmundur Davíð að heyra mætti á upptökunum að hljóðið kæmi ekki frá þeim stað þar sem þingmennirnir sætu, uppruni þess væri nær þeim stað þar sem sá sem tók upp samræðurnar hefði setið. „Þetta gat verið reiðhjól að bremsa fyrir utan gluggann,“ sagði Sigmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Freyja, sem þekkt er fyrir baráttu hennar fyrir réttindum fatlaðra einstaklinga en hún glímir við beinasjúkdóminn Osteogenesis imperfecta og notar því hjólastól, virðist hafa verið að horfa á fréttirnar ef marka má ummæli hennar á Twitter. „Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur,“ skrifar Freyja á Twitter á léttu nótunum.Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur. #Klausturgate — Freyja Haraldsdóttir (@freyjaharalds) December 3, 2018
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Reyndist ómögulegt að framkvæma „selahljóð“ með stólunum á Klaustri Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér, segja framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri á Klaustri. Blaðamaður gerði tilraun til að framkalla umdeilt hljóð en án árangurs. 3. desember 2018 12:15 Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. 2. desember 2018 21:10 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57
Reyndist ómögulegt að framkvæma „selahljóð“ með stólunum á Klaustri Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér, segja framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri á Klaustri. Blaðamaður gerði tilraun til að framkalla umdeilt hljóð en án árangurs. 3. desember 2018 12:15
Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. 2. desember 2018 21:10