Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2018 10:37 Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason ætla að starfa áfram sem óháðir þingmenn. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. „Ég er búinn að senda forseta Alþingis bréf og tilkynna honum að frá og með þessum degi starfa ég sem þingmaður utan flokka. Forseti Alþingis er búinn að staðfesta móttöku bréfsins og ég veit að Karl Gauti hefur sent sams konar bréf. Við ætlum að hafa með okkur samstarf óháðir utan flokka,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Tvímenningarnir eru því ekki lengur í þingflokki Flokks fólksins en þeir geta ekki stofnað með sér nýjan þingflokk þar sem ákvæði er í þingsköpum um að að minnsta kosti þrír þingmenn skuli skipa þingflokk. Ólafur var formaður þingflokks Flokks fólksins og Karl Gauti varaformaður en þegar Vísir náði tali af Ólafi rétt fyrir klukkan 10:30 kvaðst hann ekki vera á leið á þingflokksformannafund fyrir hönd Flokks fólksins þar sem hann væri orðinn óháður þingmaður. Fundur formanna þingflokka hófst klukkan 10:30. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mætti á fundinn.Hafa ekki fengið boð um að koma í annan flokk Þeir Ólafur og Karl Gauti voru á meðal sex þingmanna sem saman komu á barnum Klaustur þann 20. nóvember síðastliðinn en þar var meðal annars rætt um hæfni Ingu Sæland og sagði Karl Gauti hana ófæra um að stjórna. Samræður þingmannanna sex, sem viðhöfðu niðrandi tal um fleiri en Ingu Sæland, náðust á upptöku en hinir fjórir þingmennirnir koma allir úr Miðflokknum. Á einni upptökunni má heyra að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, býður Ólafi að skipta um flokk og gerast þingflokksformaður Miðflokksins. Aðspurður hvort að einhver flokkur á þingi hafi boðið þeim Ólafi og Karli Gauta að ganga í sínar raðir eftir að þeir voru reknir úr Flokki fólksins segir Ólafur svo ekki vera. „Nei, það hefur ekki verið gert og það er ekki neitt slíkt uppi. Ég held að okkur sé bara best að vera utan flokka óháðir og halda áfram að reka þau mál sem við höfum beitt okkur fyrir. Við erum með alveg sæg af málum sem við erum að vinna í, bæði sem hafa komið fram og eru ókomin fram,“ segir Ólafur. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt Fyrsti þingfundur eftir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins var gert opinbert verður í dag. Kollegar þeirra leita nú leiða til að koma þingmönnunum í skilning um að þeir verði að víkja. 3. desember 2018 06:00 Getur reynst flókið að leysa úr yfirráðum yfir þingflokki Flokks fólksins Þótt bæði formaður og varaformaður þingflokksins hafi verið reknir úr flokknum eru þeir enn í þingflokknum. 1. desember 2018 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. „Ég er búinn að senda forseta Alþingis bréf og tilkynna honum að frá og með þessum degi starfa ég sem þingmaður utan flokka. Forseti Alþingis er búinn að staðfesta móttöku bréfsins og ég veit að Karl Gauti hefur sent sams konar bréf. Við ætlum að hafa með okkur samstarf óháðir utan flokka,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Tvímenningarnir eru því ekki lengur í þingflokki Flokks fólksins en þeir geta ekki stofnað með sér nýjan þingflokk þar sem ákvæði er í þingsköpum um að að minnsta kosti þrír þingmenn skuli skipa þingflokk. Ólafur var formaður þingflokks Flokks fólksins og Karl Gauti varaformaður en þegar Vísir náði tali af Ólafi rétt fyrir klukkan 10:30 kvaðst hann ekki vera á leið á þingflokksformannafund fyrir hönd Flokks fólksins þar sem hann væri orðinn óháður þingmaður. Fundur formanna þingflokka hófst klukkan 10:30. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mætti á fundinn.Hafa ekki fengið boð um að koma í annan flokk Þeir Ólafur og Karl Gauti voru á meðal sex þingmanna sem saman komu á barnum Klaustur þann 20. nóvember síðastliðinn en þar var meðal annars rætt um hæfni Ingu Sæland og sagði Karl Gauti hana ófæra um að stjórna. Samræður þingmannanna sex, sem viðhöfðu niðrandi tal um fleiri en Ingu Sæland, náðust á upptöku en hinir fjórir þingmennirnir koma allir úr Miðflokknum. Á einni upptökunni má heyra að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, býður Ólafi að skipta um flokk og gerast þingflokksformaður Miðflokksins. Aðspurður hvort að einhver flokkur á þingi hafi boðið þeim Ólafi og Karli Gauta að ganga í sínar raðir eftir að þeir voru reknir úr Flokki fólksins segir Ólafur svo ekki vera. „Nei, það hefur ekki verið gert og það er ekki neitt slíkt uppi. Ég held að okkur sé bara best að vera utan flokka óháðir og halda áfram að reka þau mál sem við höfum beitt okkur fyrir. Við erum með alveg sæg af málum sem við erum að vinna í, bæði sem hafa komið fram og eru ókomin fram,“ segir Ólafur.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt Fyrsti þingfundur eftir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins var gert opinbert verður í dag. Kollegar þeirra leita nú leiða til að koma þingmönnunum í skilning um að þeir verði að víkja. 3. desember 2018 06:00 Getur reynst flókið að leysa úr yfirráðum yfir þingflokki Flokks fólksins Þótt bæði formaður og varaformaður þingflokksins hafi verið reknir úr flokknum eru þeir enn í þingflokknum. 1. desember 2018 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39
Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt Fyrsti þingfundur eftir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins var gert opinbert verður í dag. Kollegar þeirra leita nú leiða til að koma þingmönnunum í skilning um að þeir verði að víkja. 3. desember 2018 06:00
Getur reynst flókið að leysa úr yfirráðum yfir þingflokki Flokks fólksins Þótt bæði formaður og varaformaður þingflokksins hafi verið reknir úr flokknum eru þeir enn í þingflokknum. 1. desember 2018 12:00