Þorsteinn kaupir út Arion í félagi sem átti í Refresco Hörður Ægisson skrifar 19. desember 2018 07:00 Þorsteinn Jónsson. Arion banki hefur selt 30 prósenta hlut sinn í eignarhaldsfélaginu EAB 1, sem átti áður um 1,5 prósenta óbeinan eignarhlut í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber, til erlends félags í eigu Þorsteins M. Jónssonar, fjárfestis og fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells. Hann átti fyrir 70 prósenta hlut í EAB 1 í gegnum félagið Lucilin Conceil. Gengið var frá sölunni í október síðastliðnum en í svari Arion banka við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að eignir EAB 1 við söluna hafi að „mestu leyti verið reiðufé enda búið að losa óbeinan eignarhlut félagsins í Refresco“. Ekki liggur fyrir hvert kaupverðið var en í árslok 2017 voru eignir EAB 1 samtals rúmlega þrír milljarðar króna. Þar munaði mestu um 10,45 prósenta eignarhlut félagsins í Ferskur Holding BV, sem var stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta hlut, og var metinn á þeim tíma á 2.253 milljónir króna. Í apríl á þessu ári var gengið endanlega frá sölu á Refresco til alþjóðlegu fjárfestingarsjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management og nam heildarkaupverð sjóðanna 1,62 milljörðum evra, jafnvirði um 200 milljarða íslenskra króna á þáverandi gengi. Í kjölfarið stóð til að ganga frá slitum Ferskur Holding en samkvæmt upplýsingum frá Arion banka er þeim slitum ekki enn lokið. EAB 1 varð til sem hluti af uppgjöri Arion banka við skuldir félaga í eigu Þorsteins. Hluti af því samkomulagi var að bankinn myndi fá hlutdeild í söluandvirði og öðrum greiðslum vegna hlutar Vífilfells í Refresco en Þorsteinn hafði eignast hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum í gegnum Vífilfell. Aðrir hluthafar í Ferskur Holding voru sem kunnugt er fjárfestingarfélagið Stoðir, sem átti um 8,9 prósenta hlut í Refresco, og slitabú Kaupþings. Stoðir fengu um 18 milljarða króna í sinn hlut við söluna á Refresco fyrr á árinu. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum, í gegnum eignarhaldsfélagið S121, samanstendur meðal annars af félögum tengdum Þorsteini, Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Arion banki hefur selt 30 prósenta hlut sinn í eignarhaldsfélaginu EAB 1, sem átti áður um 1,5 prósenta óbeinan eignarhlut í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber, til erlends félags í eigu Þorsteins M. Jónssonar, fjárfestis og fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells. Hann átti fyrir 70 prósenta hlut í EAB 1 í gegnum félagið Lucilin Conceil. Gengið var frá sölunni í október síðastliðnum en í svari Arion banka við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að eignir EAB 1 við söluna hafi að „mestu leyti verið reiðufé enda búið að losa óbeinan eignarhlut félagsins í Refresco“. Ekki liggur fyrir hvert kaupverðið var en í árslok 2017 voru eignir EAB 1 samtals rúmlega þrír milljarðar króna. Þar munaði mestu um 10,45 prósenta eignarhlut félagsins í Ferskur Holding BV, sem var stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta hlut, og var metinn á þeim tíma á 2.253 milljónir króna. Í apríl á þessu ári var gengið endanlega frá sölu á Refresco til alþjóðlegu fjárfestingarsjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management og nam heildarkaupverð sjóðanna 1,62 milljörðum evra, jafnvirði um 200 milljarða íslenskra króna á þáverandi gengi. Í kjölfarið stóð til að ganga frá slitum Ferskur Holding en samkvæmt upplýsingum frá Arion banka er þeim slitum ekki enn lokið. EAB 1 varð til sem hluti af uppgjöri Arion banka við skuldir félaga í eigu Þorsteins. Hluti af því samkomulagi var að bankinn myndi fá hlutdeild í söluandvirði og öðrum greiðslum vegna hlutar Vífilfells í Refresco en Þorsteinn hafði eignast hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum í gegnum Vífilfell. Aðrir hluthafar í Ferskur Holding voru sem kunnugt er fjárfestingarfélagið Stoðir, sem átti um 8,9 prósenta hlut í Refresco, og slitabú Kaupþings. Stoðir fengu um 18 milljarða króna í sinn hlut við söluna á Refresco fyrr á árinu. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum, í gegnum eignarhaldsfélagið S121, samanstendur meðal annars af félögum tengdum Þorsteini, Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira