Shakira ákærð fyrir skattsvik Andri Eysteinsson skrifar 14. desember 2018 18:24 Shakira, hér við útgáfu plötunnar El Dorado, hefur verið ákærð fyrir skattsvik. Getty/Miquel Benittez Kólumbíska söngkonan Shakira hefur verið kærð fyrir skattsvik á Spáni. Skattyfirvöld í landinu segja söngkonuna skulda 14 og hálfa milljónir evra sem jafngildir tveimur milljörðum íslenskra króna. The Guardian greinir frá. Meint brot söngkonunnar snýr að lögheimilisskráningu hennar, frá árinu 2015 hefur hún verið skráð til heimilis í Barcelona þar sem eiginmaður hennar Gerard Pique leikur knattspyrnu. Áður var Shakira skráð til heimilis á Bahamaeyjum í Karíbahafi.Búseta skráð á Bahamaeyjum Skattyfirvöld telja að þrátt fyrir skráningu Shakiru á Bahamaeyjum hafi hún á árunum 2012 til 2014 í raun verið búsett í Barcelona. Í spænskri skattalöggjöf segir að sá sem sé búsettur í landinu í yfir sex mánuði á ári sé skyldugur til að greiða skatta. Yfirvöld segja að mál Shakiru falli undir þetta lagaákvæði og hafa því ákært hana fyrir skattsvik. Söngkonan hafi verið búsett í Barcelona og eingöngu ferðast annað í styttri vinnuferðum.Ellefu mánuðir eru frá því að að yfirvöld settu af stað rannsókn á skattamálum söngkonunnar. Shakira var meðal þeirra sem birtust í Panamaskjölunum frægu á síðasta ári.Talsmaður söngkonunnar sagði á þeim tíma að Shakira hafi búið víða um heim á ferlinum og alls staðar framfylgt lögum fram til hins ýtrasta.Verði Shakira sakfelld fyrir skattsvik má hún eiga von á tveggja ára skilorðsbundnum dómKnattspyrnumenn og kóngafólk ákært á síðustu árum Á undanförnum árum hefur mikið borið á skattamálum ríka og fræga fólksins þar í landi. Knattspyrnumenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar hafa allri háð baráttu við spænsk skattyfirvöld. Það hafa þó ekki eingöngu verið knattspyrnumenn en árið 2017 var fjárfestirinn Inaki Urdangarin dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar. Urdangarin er giftur Kristínu Spánarprinsessu, og er því mágur Filippusar VI. Spánarkonungs. Kristína var sjálf ákærð vegna fjármála eiginmannsins en var sýknuð í febrúar á síðasta ári. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kólumbíska söngkonan Shakira hefur verið kærð fyrir skattsvik á Spáni. Skattyfirvöld í landinu segja söngkonuna skulda 14 og hálfa milljónir evra sem jafngildir tveimur milljörðum íslenskra króna. The Guardian greinir frá. Meint brot söngkonunnar snýr að lögheimilisskráningu hennar, frá árinu 2015 hefur hún verið skráð til heimilis í Barcelona þar sem eiginmaður hennar Gerard Pique leikur knattspyrnu. Áður var Shakira skráð til heimilis á Bahamaeyjum í Karíbahafi.Búseta skráð á Bahamaeyjum Skattyfirvöld telja að þrátt fyrir skráningu Shakiru á Bahamaeyjum hafi hún á árunum 2012 til 2014 í raun verið búsett í Barcelona. Í spænskri skattalöggjöf segir að sá sem sé búsettur í landinu í yfir sex mánuði á ári sé skyldugur til að greiða skatta. Yfirvöld segja að mál Shakiru falli undir þetta lagaákvæði og hafa því ákært hana fyrir skattsvik. Söngkonan hafi verið búsett í Barcelona og eingöngu ferðast annað í styttri vinnuferðum.Ellefu mánuðir eru frá því að að yfirvöld settu af stað rannsókn á skattamálum söngkonunnar. Shakira var meðal þeirra sem birtust í Panamaskjölunum frægu á síðasta ári.Talsmaður söngkonunnar sagði á þeim tíma að Shakira hafi búið víða um heim á ferlinum og alls staðar framfylgt lögum fram til hins ýtrasta.Verði Shakira sakfelld fyrir skattsvik má hún eiga von á tveggja ára skilorðsbundnum dómKnattspyrnumenn og kóngafólk ákært á síðustu árum Á undanförnum árum hefur mikið borið á skattamálum ríka og fræga fólksins þar í landi. Knattspyrnumenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar hafa allri háð baráttu við spænsk skattyfirvöld. Það hafa þó ekki eingöngu verið knattspyrnumenn en árið 2017 var fjárfestirinn Inaki Urdangarin dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar. Urdangarin er giftur Kristínu Spánarprinsessu, og er því mágur Filippusar VI. Spánarkonungs. Kristína var sjálf ákærð vegna fjármála eiginmannsins en var sýknuð í febrúar á síðasta ári.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira