Rigning og rok á jólum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. desember 2018 07:30 Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur. Fréttablaðið/GVA „Eins og spárnar líta út núna verður örugglega betra veður á Tenerífe og Flórída en hér,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um jólaveðrið í ár. Birta lætur þess þó getið að hún hafi ekki kynnt sér spár syðra yfir hátíðirnar en þúsundir Íslendinga verja jólum í sól og blíðu á Tenerife, í Flórída og á Kanaríeyjum. „Suðlægar áttir, rigning um vestanvert landið og hiti á bilinu tvö til sjö stig. Þau gögn sem við erum með núna benda til þess að þetta verði jólaveðrið, en hversu mikla rigningu og mikinn vind við fáum er hins vegar óráðið á þessari stundu,“ segir Birta en tekur fram að spárnar séu frekar óstöðugar en bendi þó allar í áttina að suðlægum áttum og rigningu. Sjálf er Birta ekki með skreytingar úti við og hefur ekki áhyggjur af inniseríunum sínum að svo stöddu. „Það er of snemmt að spá um það núna hversu mikil rigningin verður og hversu hvasst en ef verstu spárnar rætast þá gæti ýmislegt farið að fjúka,“ segir Birta en telur þó alls ekki raunhæft að vara við slíku á þessari stundu vegna þess hve óstöðugar spárnar eru. „Ég myndi ekki fara að naglfesta seríurnar mínar innanhúss fyrr en í fyrsta lagi á Þorláksmessu.“ Sé litið á björtu hliðarnar segir Birta að veðrið um helgina verði nokkuð fallegt gangi spár eftir og hiti um frostmark um mestallt land. Landsmenn ættu því ekki að þurfa að þola rok og rigningu á hápunkti jólastressins. Ekki fari að þykkna upp fyrr en á aðfangadag og búast megi við þungbúnu veðri bæði á aðfangadag og jóladag með rigningu sérstaklega um vestanvert landið. Helst sé von til þess að það haldist þurrt um austanvert landið en enginn jólasnjór er í kortunum sama í hvaða landshorn er litið. Birta hefur ekki kannað hversu langt menn þurfi að ferðast til þess að komast í besta jólaveðrið. „Það fer náttúrulega eftir því hvort þú vilt hita og blíðu eða kulda og jólasnjó. Ef þú vilt fá snjó og hægan vind, ég veit ekki, kannski Síbería? Það er oft hæðasvæði þar yfir á veturna og mjög kalt.“ Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Eins og spárnar líta út núna verður örugglega betra veður á Tenerífe og Flórída en hér,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um jólaveðrið í ár. Birta lætur þess þó getið að hún hafi ekki kynnt sér spár syðra yfir hátíðirnar en þúsundir Íslendinga verja jólum í sól og blíðu á Tenerife, í Flórída og á Kanaríeyjum. „Suðlægar áttir, rigning um vestanvert landið og hiti á bilinu tvö til sjö stig. Þau gögn sem við erum með núna benda til þess að þetta verði jólaveðrið, en hversu mikla rigningu og mikinn vind við fáum er hins vegar óráðið á þessari stundu,“ segir Birta en tekur fram að spárnar séu frekar óstöðugar en bendi þó allar í áttina að suðlægum áttum og rigningu. Sjálf er Birta ekki með skreytingar úti við og hefur ekki áhyggjur af inniseríunum sínum að svo stöddu. „Það er of snemmt að spá um það núna hversu mikil rigningin verður og hversu hvasst en ef verstu spárnar rætast þá gæti ýmislegt farið að fjúka,“ segir Birta en telur þó alls ekki raunhæft að vara við slíku á þessari stundu vegna þess hve óstöðugar spárnar eru. „Ég myndi ekki fara að naglfesta seríurnar mínar innanhúss fyrr en í fyrsta lagi á Þorláksmessu.“ Sé litið á björtu hliðarnar segir Birta að veðrið um helgina verði nokkuð fallegt gangi spár eftir og hiti um frostmark um mestallt land. Landsmenn ættu því ekki að þurfa að þola rok og rigningu á hápunkti jólastressins. Ekki fari að þykkna upp fyrr en á aðfangadag og búast megi við þungbúnu veðri bæði á aðfangadag og jóladag með rigningu sérstaklega um vestanvert landið. Helst sé von til þess að það haldist þurrt um austanvert landið en enginn jólasnjór er í kortunum sama í hvaða landshorn er litið. Birta hefur ekki kannað hversu langt menn þurfi að ferðast til þess að komast í besta jólaveðrið. „Það fer náttúrulega eftir því hvort þú vilt hita og blíðu eða kulda og jólasnjó. Ef þú vilt fá snjó og hægan vind, ég veit ekki, kannski Síbería? Það er oft hæðasvæði þar yfir á veturna og mjög kalt.“
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira