Á sér ólíkar tískufyrirmyndir Starri Freyr Jónsson skrifar 9. janúar 2019 11:00 Hér klæðist Arnar Leó peysu frá Raf Simons og buxum frá Rick Owens. Fatastíll Arnars Leós Ágústssonar einkennist af slökum áherslum og eins þægilegum og hann getur haft hann. Hann blandar gjarnan saman ólíkum stílum og um leið einhverju sem fangar augað, án þess að vera þó of íburðarmikill. „Ég á mér ýmsar ólíkar tískufyrirmyndir enda eru svo margir áberandi nettir með mismunandi stíla í leiknum í dag. Meðal þeirra sem ég fylgist með eru t.d. Bloodyosiris á Instagram, Marc Goehring sem er listrænn stjórnandi hjá fatamerkinu 032C, tónlistarmaðurinn A$AP Rocky, Thomas Castro, öðru nafni father. tom á Instagram, tónlistarmaðurinn Playboi Carti, BoyKingBruz á Instagram og svona gæti ég haldið endalaust áfram.“Peysan sem Arnar Leó klæðist hér er frá Reykjavik Roses og jakkinn er frá Yeezy. MYNDIR/SIGTRYGGUR ARIFylgist vel með Hann segir tískuáhuga sinn þróast daglega þar sem hann sé alltaf að sjá eitthvað áhugavert og nýtt. „Ég fylgist mest með tískunni gegnum netið að sjálfsögðu. Þar má t.d. nefna síður eins og Ssense, Mr. Porter, Farfetch, Trés-Bien, Dover Street Market, End-Clothing og svo náttúrulega Instagram.“ Utan þess að spá í tískunni hefur Arnar Leó áhuga á tónlist, góðum mat og öllu því sem tengist því að vera í skapandi umhverfi. „Ég hef gaman af því að hafa fjölbreytt verkefni, hafa nóg að gera og fylgast vel með því sem er að gerast í kringum mig. Ég reyni samt eftir bestu getu að hafa tíma fyrir þá sem hafa góð áhrif á mig, þ.e.a.s. vini mína, kærustuna, fjölskylduna mín og „börnin mín“ tvö, Reykjavík Roses og CNTMP STORE.“Hvar kaupir þú helst fötin? Ég kaupi yfirleitt föt í útlöndum eða á vefsíðum. Það kemur samt oft fyrir að ég kaupi mér eitthvað hérna heima.Hvaða litir eru í uppáhaldi? Það fer algjörlega eftir tilefninu. Ég klæðist alltaf einhverju dökku en finnst litirnir ekki skemma fyrir, sérstaklega neon-litir þessa dagana.Áttu minningar um gömul tískuslys? Ætli þau tengist ekki flest tímabilinu þegar ég var í 8.-10. bekk. Þá var mikil smekkleysa í gangi.Þessi peysa er frá Gosha Rubchinskyi en buxurnar eru frá Balenciaga.Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn? Ég keypti Levi’s buxur á fyrsta ári í menntaskóla sem að voru aðeins of stórar. Þær eru örugglega sex ára gamlar en ég nota þær enn í dag.Áttu þér uppáhaldsverslanir? Hér heima eru það CNTMP Store, Húrra Reykjavík og Smash. Erlendis get ég t.d. nefnt Dover Street Market, Mr. Porter, Kith, gamlar vintage búðir og svo margar fleiri.Áttu þér eina uppáhaldsflík? Það er prjónuð Raf Simons peysa sem ég keypti fyrir tveimur árum.Bestu og verstu fatakaupin? Þau eru nokkur. Ég keypti t.d. Yeezy sandala síðasta vetur sem eru þægilegustu inniskór sem ég hef prufað. Verstu kaupin gætu t.d. verið Balenciaga peysan sem ég keypti á síðasta ári. Hún var Extra-large en passaði á mig eins og hún væri í stærð Small. Ég var alls ekki sáttur.Hvað finnst þér einkenna klæðnað ungra karla í dag? Það er gaman að sjá hvað fataval hjá yngri kynslóðinni er orðið frjálslegra en áður og fólk virðist vera óhræddara við að sýna „statement“ með val á fatnaði. Það sem einkennir strauma dagsins í dag fer algjörlega eftir einstaklingum og það er bara frábært.Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Ætli það sé ekki mismunandi. Ég er ekki beint að spyrjast fyrir hversu miklum peningi félagarnir eru að kasta í nýjar flíkur.Notar þú fylgihluti? Ég hef alltaf verið mikið fyrir að nota skart eins og hringi, keðjur, perlur, nælur og bara eitthvað sem setur punktinn yfir i-ið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Fatastíll Arnars Leós Ágústssonar einkennist af slökum áherslum og eins þægilegum og hann getur haft hann. Hann blandar gjarnan saman ólíkum stílum og um leið einhverju sem fangar augað, án þess að vera þó of íburðarmikill. „Ég á mér ýmsar ólíkar tískufyrirmyndir enda eru svo margir áberandi nettir með mismunandi stíla í leiknum í dag. Meðal þeirra sem ég fylgist með eru t.d. Bloodyosiris á Instagram, Marc Goehring sem er listrænn stjórnandi hjá fatamerkinu 032C, tónlistarmaðurinn A$AP Rocky, Thomas Castro, öðru nafni father. tom á Instagram, tónlistarmaðurinn Playboi Carti, BoyKingBruz á Instagram og svona gæti ég haldið endalaust áfram.“Peysan sem Arnar Leó klæðist hér er frá Reykjavik Roses og jakkinn er frá Yeezy. MYNDIR/SIGTRYGGUR ARIFylgist vel með Hann segir tískuáhuga sinn þróast daglega þar sem hann sé alltaf að sjá eitthvað áhugavert og nýtt. „Ég fylgist mest með tískunni gegnum netið að sjálfsögðu. Þar má t.d. nefna síður eins og Ssense, Mr. Porter, Farfetch, Trés-Bien, Dover Street Market, End-Clothing og svo náttúrulega Instagram.“ Utan þess að spá í tískunni hefur Arnar Leó áhuga á tónlist, góðum mat og öllu því sem tengist því að vera í skapandi umhverfi. „Ég hef gaman af því að hafa fjölbreytt verkefni, hafa nóg að gera og fylgast vel með því sem er að gerast í kringum mig. Ég reyni samt eftir bestu getu að hafa tíma fyrir þá sem hafa góð áhrif á mig, þ.e.a.s. vini mína, kærustuna, fjölskylduna mín og „börnin mín“ tvö, Reykjavík Roses og CNTMP STORE.“Hvar kaupir þú helst fötin? Ég kaupi yfirleitt föt í útlöndum eða á vefsíðum. Það kemur samt oft fyrir að ég kaupi mér eitthvað hérna heima.Hvaða litir eru í uppáhaldi? Það fer algjörlega eftir tilefninu. Ég klæðist alltaf einhverju dökku en finnst litirnir ekki skemma fyrir, sérstaklega neon-litir þessa dagana.Áttu minningar um gömul tískuslys? Ætli þau tengist ekki flest tímabilinu þegar ég var í 8.-10. bekk. Þá var mikil smekkleysa í gangi.Þessi peysa er frá Gosha Rubchinskyi en buxurnar eru frá Balenciaga.Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn? Ég keypti Levi’s buxur á fyrsta ári í menntaskóla sem að voru aðeins of stórar. Þær eru örugglega sex ára gamlar en ég nota þær enn í dag.Áttu þér uppáhaldsverslanir? Hér heima eru það CNTMP Store, Húrra Reykjavík og Smash. Erlendis get ég t.d. nefnt Dover Street Market, Mr. Porter, Kith, gamlar vintage búðir og svo margar fleiri.Áttu þér eina uppáhaldsflík? Það er prjónuð Raf Simons peysa sem ég keypti fyrir tveimur árum.Bestu og verstu fatakaupin? Þau eru nokkur. Ég keypti t.d. Yeezy sandala síðasta vetur sem eru þægilegustu inniskór sem ég hef prufað. Verstu kaupin gætu t.d. verið Balenciaga peysan sem ég keypti á síðasta ári. Hún var Extra-large en passaði á mig eins og hún væri í stærð Small. Ég var alls ekki sáttur.Hvað finnst þér einkenna klæðnað ungra karla í dag? Það er gaman að sjá hvað fataval hjá yngri kynslóðinni er orðið frjálslegra en áður og fólk virðist vera óhræddara við að sýna „statement“ með val á fatnaði. Það sem einkennir strauma dagsins í dag fer algjörlega eftir einstaklingum og það er bara frábært.Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Ætli það sé ekki mismunandi. Ég er ekki beint að spyrjast fyrir hversu miklum peningi félagarnir eru að kasta í nýjar flíkur.Notar þú fylgihluti? Ég hef alltaf verið mikið fyrir að nota skart eins og hringi, keðjur, perlur, nælur og bara eitthvað sem setur punktinn yfir i-ið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira