Samherji teflir fram Eiríki í stjórn Haga Hörður Ægisson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja. Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja, sækist eftir kjöri í stjórn Haga á hluthafafundi félagsins sem verður haldinn 18. janúar næstkomandi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Frestur til að gefa kost á sér til setu í stjórn rann út síðastliðinn föstudag en Samherji, sem fer með 9,22 prósenta hlut í Högum, hafði óskað eftir því við stjórn félagsins að boðað yrði til hluthafafundar þar sem stjórnarkjör væri á dagskrá. Þá mun Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi Fréttablaðsins, einnig tefla fram stjórnarmanni í kjörinu en félög í hennar eigu eiga um fimm prósenta hlut í Högum, stærsta smásölufyrirtæki landsins. Tillögur tilnefningarnefndar Haga um frambjóðendur til stjórnar Haga verða tilkynntar á föstudag. Samkvæmt heimildum Markaðarins hyggst Kristín Friðgeirsdóttir, núverandi stjórnarformaður smásölurisans, ekki sækjast eftir endurkjöri í stjórn en hún hefur setið í stjórn Haga allt frá 2011. Hún vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Markaðinn þegar eftir því var leitað. Samherji er stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Haga en sjávarútvegsfyrirtækið eignaðist rúmlega fimm prósenta hlut í félaginu við samruna Haga og Olís sem kom til framkvæmda þann 30. nóvember í fyrra. Þá hefur félagið einnig gert framvirka samninga um kaup á 4,12 prósenta hlut í Högum til viðbótar. Í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar á mánudag kom fram að stjórnendur félagsins hefðu lækkað af- komuspá fyrir yfirstandandi rekstrarár um 300 til 400 milljónir króna, eða sem nemur sex til átta prósentum. Ný afkomuspá Haga gerir ráð fyrir að EBITDA félagsins – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði 4.600 til 4.700 milljónir króna á yfirstandandi rekstrarári, sem hófst í mars síðastliðnum. Hlutabréfaverð Haga lækkaði um rúmlega sex prósent í kjölfar afkomuviðvörunarinnar og stóð gengi bréfa félagsins í 42,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja, sækist eftir kjöri í stjórn Haga á hluthafafundi félagsins sem verður haldinn 18. janúar næstkomandi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Frestur til að gefa kost á sér til setu í stjórn rann út síðastliðinn föstudag en Samherji, sem fer með 9,22 prósenta hlut í Högum, hafði óskað eftir því við stjórn félagsins að boðað yrði til hluthafafundar þar sem stjórnarkjör væri á dagskrá. Þá mun Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi Fréttablaðsins, einnig tefla fram stjórnarmanni í kjörinu en félög í hennar eigu eiga um fimm prósenta hlut í Högum, stærsta smásölufyrirtæki landsins. Tillögur tilnefningarnefndar Haga um frambjóðendur til stjórnar Haga verða tilkynntar á föstudag. Samkvæmt heimildum Markaðarins hyggst Kristín Friðgeirsdóttir, núverandi stjórnarformaður smásölurisans, ekki sækjast eftir endurkjöri í stjórn en hún hefur setið í stjórn Haga allt frá 2011. Hún vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Markaðinn þegar eftir því var leitað. Samherji er stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Haga en sjávarútvegsfyrirtækið eignaðist rúmlega fimm prósenta hlut í félaginu við samruna Haga og Olís sem kom til framkvæmda þann 30. nóvember í fyrra. Þá hefur félagið einnig gert framvirka samninga um kaup á 4,12 prósenta hlut í Högum til viðbótar. Í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar á mánudag kom fram að stjórnendur félagsins hefðu lækkað af- komuspá fyrir yfirstandandi rekstrarár um 300 til 400 milljónir króna, eða sem nemur sex til átta prósentum. Ný afkomuspá Haga gerir ráð fyrir að EBITDA félagsins – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði 4.600 til 4.700 milljónir króna á yfirstandandi rekstrarári, sem hófst í mars síðastliðnum. Hlutabréfaverð Haga lækkaði um rúmlega sex prósent í kjölfar afkomuviðvörunarinnar og stóð gengi bréfa félagsins í 42,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira