„Dæmigerður hnjúkaþeyr“ orsök hins mikla janúarhita Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2019 10:48 Það hefur verið ágætt veður til útihlaupa víðast hvar á landinu undanfarna daga. Vísir/vilhelm Veðurfræðingur segir að veðurfyrirbrigðið hnjúkaþeyr sé að baki hinum mikla hita sem spáð er á Austurlandi á morgun. Ólíklegt sé að hiti fari yfir tuttugu gráður en þó gæti hann mælst nokkrum gráðum frá nítján ára gömlu janúarmeti. Óvenjuleg hlýindi hafi jafnframt verið á landinu undanfarna daga. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu í morgun sagði að mikilla hlýinda væri að vænta austanlands á morgun. Þá gæti hiti á einhverjum stöðum farið yfir tuttugu gráður við réttar aðstæður, þó að svo háar hitatölur verði að teljast ólíklegar.Getur alltaf gerst við ákveðnar aðstæður Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hin miklu hlýindi skrifist á dæmigerðan hnjúkaþey, hlýjan og þurran vind sem blæs af fjöllum niður á jafnsléttu. Fyrirbrigðið sé þó ekki algengt á veturna. „Þá þarf vindurinn að ná sér niður á yfirborðið og hræra þar vel í þannig að kalda loftið blásist í burtu,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dæmigerður hnjúkaþeyr, hitinn getur farið upp fyrir fimmtán stig á einstaka stað en sums staðar fer hann ekki yfir fimm til sex gráður. Þar sem þetta nær sér á strik þar verður mjög hlýtt.“Svona lítur hitaspá Veðurstofunnar út eftir hádegi á morgun.Skjáskot/veðurstofa íslandsAðspurður ítrekar Þorsteinn að líkurnar á yfir tuttugu stiga hita séu heldur litlar. „Nei, ég þori nú ekki alveg að spá því. Í besta falli fer það nálægt tuttugu stigum en við skulum sjá til. Þegar stendur svona hvöss suðvestanátt og loftið er hlýtt yfir öllu landinu þá getur þetta alltaf gerst.“Hér má nálgast svar Guðrúnar Nínu Petersen veðurfræðings við spurningu um hnjúkaþey sem birt var á Vísindavefnum árið 2009.Mögulega nokkrum gráðum frá janúarmetinu Þorsteinn spáir því að hlýjast verði á morgun á milli 12 og 15, og eins og áður segir á Austurlandi. Þó verði hlýtt á öllu landinu miðað við árstíma en Þorsteinn segir hlýindin undanfarna daga og vikur óvanaleg.Sjá einnig: Hátt í 16 stiga hiti í Héðinsfirði í dag Hann vísar til að mynda í nýlega bloggfærslu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar en þar segir að 3. og 4. janúar hafi verið meðal allra hlýjustu janúardaga sem vitað er um á landsvísu. Einnig kemur fram að hæsti hiti sem mælst hefur í janúar sé 19,6 stig á Dalatanga þann 15. þess mánaðar árið 2000. „Ég veit ekki hvort við sláum það á morgun, en kannski nokkrar gráður frá,“ segir Þorsteinn. Hlýindin á landinu staldra líkast til ekki lengi við en von er á miklu umhleypingaveðri strax á fimmtudaginn. Þá mun kólna og búist er við að vetrarlegra verði um að lítast um og eftir helgi en síðustu daga. Veður Tengdar fréttir Hiti gæti farið yfir 20 stig Búist er við hlýindum víða á landinu í dag og einkum á morgun. 8. janúar 2019 07:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Veðurfræðingur segir að veðurfyrirbrigðið hnjúkaþeyr sé að baki hinum mikla hita sem spáð er á Austurlandi á morgun. Ólíklegt sé að hiti fari yfir tuttugu gráður en þó gæti hann mælst nokkrum gráðum frá nítján ára gömlu janúarmeti. Óvenjuleg hlýindi hafi jafnframt verið á landinu undanfarna daga. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu í morgun sagði að mikilla hlýinda væri að vænta austanlands á morgun. Þá gæti hiti á einhverjum stöðum farið yfir tuttugu gráður við réttar aðstæður, þó að svo háar hitatölur verði að teljast ólíklegar.Getur alltaf gerst við ákveðnar aðstæður Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hin miklu hlýindi skrifist á dæmigerðan hnjúkaþey, hlýjan og þurran vind sem blæs af fjöllum niður á jafnsléttu. Fyrirbrigðið sé þó ekki algengt á veturna. „Þá þarf vindurinn að ná sér niður á yfirborðið og hræra þar vel í þannig að kalda loftið blásist í burtu,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dæmigerður hnjúkaþeyr, hitinn getur farið upp fyrir fimmtán stig á einstaka stað en sums staðar fer hann ekki yfir fimm til sex gráður. Þar sem þetta nær sér á strik þar verður mjög hlýtt.“Svona lítur hitaspá Veðurstofunnar út eftir hádegi á morgun.Skjáskot/veðurstofa íslandsAðspurður ítrekar Þorsteinn að líkurnar á yfir tuttugu stiga hita séu heldur litlar. „Nei, ég þori nú ekki alveg að spá því. Í besta falli fer það nálægt tuttugu stigum en við skulum sjá til. Þegar stendur svona hvöss suðvestanátt og loftið er hlýtt yfir öllu landinu þá getur þetta alltaf gerst.“Hér má nálgast svar Guðrúnar Nínu Petersen veðurfræðings við spurningu um hnjúkaþey sem birt var á Vísindavefnum árið 2009.Mögulega nokkrum gráðum frá janúarmetinu Þorsteinn spáir því að hlýjast verði á morgun á milli 12 og 15, og eins og áður segir á Austurlandi. Þó verði hlýtt á öllu landinu miðað við árstíma en Þorsteinn segir hlýindin undanfarna daga og vikur óvanaleg.Sjá einnig: Hátt í 16 stiga hiti í Héðinsfirði í dag Hann vísar til að mynda í nýlega bloggfærslu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar en þar segir að 3. og 4. janúar hafi verið meðal allra hlýjustu janúardaga sem vitað er um á landsvísu. Einnig kemur fram að hæsti hiti sem mælst hefur í janúar sé 19,6 stig á Dalatanga þann 15. þess mánaðar árið 2000. „Ég veit ekki hvort við sláum það á morgun, en kannski nokkrar gráður frá,“ segir Þorsteinn. Hlýindin á landinu staldra líkast til ekki lengi við en von er á miklu umhleypingaveðri strax á fimmtudaginn. Þá mun kólna og búist er við að vetrarlegra verði um að lítast um og eftir helgi en síðustu daga.
Veður Tengdar fréttir Hiti gæti farið yfir 20 stig Búist er við hlýindum víða á landinu í dag og einkum á morgun. 8. janúar 2019 07:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Hiti gæti farið yfir 20 stig Búist er við hlýindum víða á landinu í dag og einkum á morgun. 8. janúar 2019 07:23