Dauðinn sem drifkraftur Arnar Sveinn Geirsson skrifar 7. janúar 2019 09:00 Þegar amma og mamma dóu á innan við ári, fyrst amma og svo mamma, að þá kynntist ég dauðanum á allt annan hátt en ég hafði gert fram að því. Dauðinn hafði alltaf verið frekar fjarlægur enda sjaldan sem 11 ára gamall strákur á Íslandi þarf að kynnast honum svona vel, sem betur fer. Það var ekki þannig að ég vissi ekki af dauðanum eða að ég hafði aldrei heyrt um hann. Hann hafði bara enga formfasta mynd í höfðinu á mér. Hann var fullt á sama tíma og hann var ekkert. Hann var bara partur af lífinu hjá öllum, en það fór lítið fyrir honum hjá þessum 11 ára strák. Þar til hann síðan varð raunverulegur partur af lífi þessa stráks. Eftir að mamma dó komu alls konar hugsanir. Af þeim spruttu alls konar pælingar. Alls konar spurningar. Við flestum spurningunum voru til svör;Af hverju dó hún? Af því hún var með krabbamein sem ekki náðist að lækna. Var ekkert hægt að gera? Það var allt gert sem mögulegt var. Mun hún aldrei koma aftur heim? Nei. Verður hún jörðuð? Já. Mun hún núna fara til himna? Já. Eða, við trúum því að núna komist hún á betri stað. Vitum við það? Nei. Veit enginn hvað gerist eftir að maður deyr? Nei.Og þar með var komin óvissa. Það var komið eitthvað sem ekki var hægt að svara. Það var ekki hægt að svara mér hvert mamma væri farin eða hvort hún í raun hefði farið eitthvað annað. Voru þetta hreinlega endalokin? Þar sem að ég fékk engin betri svör að þá var það svarið mitt. Dauðinn markaði endann. Og þar með varð til hræðsla. Hræðsla við dauðann, sem fyrir örfáum mánuðum hafði verið svo fjarlægur. Allt í einu hafði hræðsla tekið sér fótfestu í huga mínum og hræðslan stafaði af einhverju sem ekkert okkar kemst hjá. Dauðanum. Hræðslan við dauðann felst í óvissunni sem dauðinn er. Við hræðumst það sem við ekki vitum og það sem við ekki þekkjum. Þess vegna er svo ofboðslega eðlilegt að vera hræddur við dauðann. Þegar ástvinur deyr kynnumst við dauðanum eins vel og við munum nokkurn tímann kynnast honum – þrátt fyrir á endanum að kynnast dauðanum sjálfum lítið sem ekki neitt. Fyrstu kynni okkar af dauðanum eru í öllum tilvikum neikvæð. Ef við ímyndum okkur að dauðinn sé manneskja og þessi manneskja veiti okkur jafn mikla vanlíðan og dauðinn gerir við fyrstu kynni að þá er harla ólíklegt að við myndum vera í sambandi við þessa manneskju aftur. Sennilega myndum við forðast þessa manneskju eins og heitan eldinn. Sennilega myndi okkur líða þannig að við myndum aldrei nokkurn tímann vilja koma nálægt þessari manneskju aftur. Að öllum líkindum værum við hrædd við hana. Fyrstu kynni þurfa ekki að vera það sem mótar manneskjuna sem við hittum í fyrsta skipti að eilífu og þess vegna þurfa fyrstu kynni okkar af dauðanum ekki að móta skoðun okkar á dauðanum að eilífu. Auðvitað munu kynni okkar af dauðanum aldrei verða jákvæð eins og kynni okkar af manneskjunni gætu orðið. En dauðinn gæti orðið bærilegri. Hann gæti orðið viðráðanlegri. En gæti hann orðið meira en það? Ég áttaði mig á því að ég gæti ákveðið hvað viðhorf mitt gagnvart dauðanum væri. Ég gat tekið stjórnina af dauðanum – og ég gat ákveðið hvað mér þætti um þennan blessaða dauða. Ég ákvað að reyna að sjá dauðann sem hvetjandi. Auðvitað verð ég stundum hræddur þegar hann lætur vita af sér, en þá minni ég mig á það að hann er þarna til þess að minna mig á að hvað lífið er dýrmætt. Til þess að minna mig á að á meðan hann heldur að hann geti hrætt mig að þá er ég á lífi. Til þess að minna mig á að ég ætla að nýta hann sem hvatningu til þess að gera morgundaginn enn betri en daginn sem var að líða. Dauðinn snertir okkur öll. Dauðinn bankar upp á hjá okkur öllum. Dauðann flýjum við ekki. Hvernig væri að snúa rækilega á dauðann og nýta hann sem drifkraft frekar en eitthvað sem dregur okkur niður? Gera hann að einhverju sem hvetur okkur áfram? Fyrir mig, sem hefur látið dauðann stjórna allt of stórum parti af lífi mínu hingað til, hljómar það ansi vel. Lífið er ekki dans á rósum. Lífið er drullu erfitt, en á sama tíma getur það verið algjör snilld. En það getur aldrei verið bara snilld. Förum að tala meira um það sem er erfitt við lífið. Förum að tala meira um áföll og dauðann. Ef dauðinn kemur upp í umræðunni leyfum okkur þá að ræða hann. Leyfum umræðunni að verða til án þess að reyna að kæfa hana eða stjórna henni. Tölum við þá aðila sem við vitum að hafa lent í áfalli. Ef sá aðili vill ekki tala að þá lætur hann ykkur vita, ég lofa ykkur því að það er betra að fá spurninguna en ekki. Aðilanum finnst það ekki pirrandi, honum mun þykja vænt um það jafnvel þó að hann vilji ekki tala um áfallið. Við þurfum öll að hjálpast að við þetta, ekki bara þeir sem eru nýbúnir að missa einhvern eða lenda í einhvers konar áfalli. Þetta breytist ekki nema kúltúrinn breytist og hann breytist ekki nema allir, eða allavega flestir, séu að róa í sömu átt.Höfundur er fyrirlesari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Þegar amma og mamma dóu á innan við ári, fyrst amma og svo mamma, að þá kynntist ég dauðanum á allt annan hátt en ég hafði gert fram að því. Dauðinn hafði alltaf verið frekar fjarlægur enda sjaldan sem 11 ára gamall strákur á Íslandi þarf að kynnast honum svona vel, sem betur fer. Það var ekki þannig að ég vissi ekki af dauðanum eða að ég hafði aldrei heyrt um hann. Hann hafði bara enga formfasta mynd í höfðinu á mér. Hann var fullt á sama tíma og hann var ekkert. Hann var bara partur af lífinu hjá öllum, en það fór lítið fyrir honum hjá þessum 11 ára strák. Þar til hann síðan varð raunverulegur partur af lífi þessa stráks. Eftir að mamma dó komu alls konar hugsanir. Af þeim spruttu alls konar pælingar. Alls konar spurningar. Við flestum spurningunum voru til svör;Af hverju dó hún? Af því hún var með krabbamein sem ekki náðist að lækna. Var ekkert hægt að gera? Það var allt gert sem mögulegt var. Mun hún aldrei koma aftur heim? Nei. Verður hún jörðuð? Já. Mun hún núna fara til himna? Já. Eða, við trúum því að núna komist hún á betri stað. Vitum við það? Nei. Veit enginn hvað gerist eftir að maður deyr? Nei.Og þar með var komin óvissa. Það var komið eitthvað sem ekki var hægt að svara. Það var ekki hægt að svara mér hvert mamma væri farin eða hvort hún í raun hefði farið eitthvað annað. Voru þetta hreinlega endalokin? Þar sem að ég fékk engin betri svör að þá var það svarið mitt. Dauðinn markaði endann. Og þar með varð til hræðsla. Hræðsla við dauðann, sem fyrir örfáum mánuðum hafði verið svo fjarlægur. Allt í einu hafði hræðsla tekið sér fótfestu í huga mínum og hræðslan stafaði af einhverju sem ekkert okkar kemst hjá. Dauðanum. Hræðslan við dauðann felst í óvissunni sem dauðinn er. Við hræðumst það sem við ekki vitum og það sem við ekki þekkjum. Þess vegna er svo ofboðslega eðlilegt að vera hræddur við dauðann. Þegar ástvinur deyr kynnumst við dauðanum eins vel og við munum nokkurn tímann kynnast honum – þrátt fyrir á endanum að kynnast dauðanum sjálfum lítið sem ekki neitt. Fyrstu kynni okkar af dauðanum eru í öllum tilvikum neikvæð. Ef við ímyndum okkur að dauðinn sé manneskja og þessi manneskja veiti okkur jafn mikla vanlíðan og dauðinn gerir við fyrstu kynni að þá er harla ólíklegt að við myndum vera í sambandi við þessa manneskju aftur. Sennilega myndum við forðast þessa manneskju eins og heitan eldinn. Sennilega myndi okkur líða þannig að við myndum aldrei nokkurn tímann vilja koma nálægt þessari manneskju aftur. Að öllum líkindum værum við hrædd við hana. Fyrstu kynni þurfa ekki að vera það sem mótar manneskjuna sem við hittum í fyrsta skipti að eilífu og þess vegna þurfa fyrstu kynni okkar af dauðanum ekki að móta skoðun okkar á dauðanum að eilífu. Auðvitað munu kynni okkar af dauðanum aldrei verða jákvæð eins og kynni okkar af manneskjunni gætu orðið. En dauðinn gæti orðið bærilegri. Hann gæti orðið viðráðanlegri. En gæti hann orðið meira en það? Ég áttaði mig á því að ég gæti ákveðið hvað viðhorf mitt gagnvart dauðanum væri. Ég gat tekið stjórnina af dauðanum – og ég gat ákveðið hvað mér þætti um þennan blessaða dauða. Ég ákvað að reyna að sjá dauðann sem hvetjandi. Auðvitað verð ég stundum hræddur þegar hann lætur vita af sér, en þá minni ég mig á það að hann er þarna til þess að minna mig á að hvað lífið er dýrmætt. Til þess að minna mig á að á meðan hann heldur að hann geti hrætt mig að þá er ég á lífi. Til þess að minna mig á að ég ætla að nýta hann sem hvatningu til þess að gera morgundaginn enn betri en daginn sem var að líða. Dauðinn snertir okkur öll. Dauðinn bankar upp á hjá okkur öllum. Dauðann flýjum við ekki. Hvernig væri að snúa rækilega á dauðann og nýta hann sem drifkraft frekar en eitthvað sem dregur okkur niður? Gera hann að einhverju sem hvetur okkur áfram? Fyrir mig, sem hefur látið dauðann stjórna allt of stórum parti af lífi mínu hingað til, hljómar það ansi vel. Lífið er ekki dans á rósum. Lífið er drullu erfitt, en á sama tíma getur það verið algjör snilld. En það getur aldrei verið bara snilld. Förum að tala meira um það sem er erfitt við lífið. Förum að tala meira um áföll og dauðann. Ef dauðinn kemur upp í umræðunni leyfum okkur þá að ræða hann. Leyfum umræðunni að verða til án þess að reyna að kæfa hana eða stjórna henni. Tölum við þá aðila sem við vitum að hafa lent í áfalli. Ef sá aðili vill ekki tala að þá lætur hann ykkur vita, ég lofa ykkur því að það er betra að fá spurninguna en ekki. Aðilanum finnst það ekki pirrandi, honum mun þykja vænt um það jafnvel þó að hann vilji ekki tala um áfallið. Við þurfum öll að hjálpast að við þetta, ekki bara þeir sem eru nýbúnir að missa einhvern eða lenda í einhvers konar áfalli. Þetta breytist ekki nema kúltúrinn breytist og hann breytist ekki nema allir, eða allavega flestir, séu að róa í sömu átt.Höfundur er fyrirlesari
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar