Fiskistofa sviptir Kleifarberg veiðileyfi vegna brottkasts Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2019 22:59 Fiskistofa svipti Kleifarberg veiðileyfi í þrjá mánuði. Vísir/Eyþór Fiskistofa hefur ákveðið að svipta fiskiskipið Kleifarberg RE veiðileyfi í þrjá mánuði frá og með 4. febrúar á þessu ári. Ástæða sviptingarinnar eru brot á lögum um brottkast. Útgerðarfélag Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn. Fiskistofa tilkynnti 2. janúar að stofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að áhöfn á Kleifarbergi hefði gerst sek um brot á lögum um brottkast afla. Þetta hafi myndskeið sem skipverji á skipinu lét Fiskistofu í té árið 2017 sýnt. Brotin hafi verið framin á árunum 2008 til 2016. Í tilkynningu frá ÚR kemur fram að félagið muni kæra úrskurð Fiskistofu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Útgerðin telji málatilbúnað Fiskistofu ekki standast þar sem úrskurður hennar byggi á „lýsingu eins manns og myndskeiðum sem auðvelt er að eiga við og bjaga.“ Þá telur ÚR að þau brot sem Fiskistofa segir að hafi átt sér stað á árunum 2008 og 2010 séu löngu fyrnd, með vísan til laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Í úrskurði Fiskistofu kemur einnig fram að athugasemdir lögmanns ÚR hafi aðeins snúið að því að auðvelt væri að falsa myndböndin og að myndskeið af meintu brottkasti frá árinu 2016 hafi verið sviðsett. Hins vegar hafi ekkert í athugasemdum lögmannsins snúið að því sem fram komi í myndskeiðunum sjálfum, þar sem brottkastið ku vera sýnt. Í yfirlýsingu ÚR segir að þrátt fyrir að útgerðin hafi ákveðið að kæra úrskurðinn fresti það ekki leyfissviptingunni. Telur ÚR að tap útgerðarinnar vegna bannsins geti numið allt að einum milljarði króna og að óvíst sé hvort að Kleifarberg haldi velli þegar leyfið er fengið að nýju. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, segir í tilkynningunni að vinnubrögð Fiskistofu séu hörð, og að leyfissviptingin sé „dauðadómur“ yfir skipinu þar sem líklegt sé að skipverjar þess finni sér aðra vinnu meðan bannið varir. „Ef skipið stoppar í 3 mánuði eru allar líkur á að sjómenn á Kleifabergi fái vinnu á öðrum skipum. Með þessari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnustað.“ Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Fiskistofa hefur ákveðið að svipta fiskiskipið Kleifarberg RE veiðileyfi í þrjá mánuði frá og með 4. febrúar á þessu ári. Ástæða sviptingarinnar eru brot á lögum um brottkast. Útgerðarfélag Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn. Fiskistofa tilkynnti 2. janúar að stofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að áhöfn á Kleifarbergi hefði gerst sek um brot á lögum um brottkast afla. Þetta hafi myndskeið sem skipverji á skipinu lét Fiskistofu í té árið 2017 sýnt. Brotin hafi verið framin á árunum 2008 til 2016. Í tilkynningu frá ÚR kemur fram að félagið muni kæra úrskurð Fiskistofu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Útgerðin telji málatilbúnað Fiskistofu ekki standast þar sem úrskurður hennar byggi á „lýsingu eins manns og myndskeiðum sem auðvelt er að eiga við og bjaga.“ Þá telur ÚR að þau brot sem Fiskistofa segir að hafi átt sér stað á árunum 2008 og 2010 séu löngu fyrnd, með vísan til laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Í úrskurði Fiskistofu kemur einnig fram að athugasemdir lögmanns ÚR hafi aðeins snúið að því að auðvelt væri að falsa myndböndin og að myndskeið af meintu brottkasti frá árinu 2016 hafi verið sviðsett. Hins vegar hafi ekkert í athugasemdum lögmannsins snúið að því sem fram komi í myndskeiðunum sjálfum, þar sem brottkastið ku vera sýnt. Í yfirlýsingu ÚR segir að þrátt fyrir að útgerðin hafi ákveðið að kæra úrskurðinn fresti það ekki leyfissviptingunni. Telur ÚR að tap útgerðarinnar vegna bannsins geti numið allt að einum milljarði króna og að óvíst sé hvort að Kleifarberg haldi velli þegar leyfið er fengið að nýju. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, segir í tilkynningunni að vinnubrögð Fiskistofu séu hörð, og að leyfissviptingin sé „dauðadómur“ yfir skipinu þar sem líklegt sé að skipverjar þess finni sér aðra vinnu meðan bannið varir. „Ef skipið stoppar í 3 mánuði eru allar líkur á að sjómenn á Kleifabergi fái vinnu á öðrum skipum. Með þessari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnustað.“
Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira