Neikvæð ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði þrjú ár í röð Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. janúar 2019 18:30 Vísir/Stefán Ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur verið neikvæð þrjú ár í röð. Að mati greinenda endurspeglar minni ávöxtun að einhverju leyti breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja eins og lakari horfum í ferðaþjónustu og hærri launakostnaði. Ávötun félaga sem mynda úrvalsvísittölu Kauphallar Íslands var jákvæð um 43,4 prósent árið 2015 en var neikvæð um rúmlega 9 prósent árið 2016, neikvæð um 4,4 prósent árið 2017 og neikvæð um 1,28 prósent í fyrra. Ávöxtun hefur því verið neikvæð þrjú ár í röð. Ef miðað er við heildarvísitölu aðalmarkaðar var ávöxtunin neikvæð 2016 og í fyrra en jákvæð um 4,7 prósent á árinu 2017. Neikvæð ávöxtun þýðir að markaðsverðmæti fyrirtækjanna sem mynda hlutabréfamarkaðinn hafi rýrnað sem þessu nemur. Þá er líka minni velta á íslenskum hlutabréfamarkaði en veltan dróst saman um fimmtung í fyrra. Hvers vegna hefur ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði verið neikvæð þrjú ár í röð? Og þýðir þetta að fólk eigi almennt að forðast fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði?Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Vísir/ÞÞ„Ávöxtun hlutabréfa er sveiflukennd. Þegar litið er til lengri tíma hefur ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði verið alveg ágæt en síðustu þrjú ár hafa íslensk hlutafélög í heild átt undir högg að sækja,“ segir Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka segir að gæði verðbréfamarkaða séu ekki eingöngu mæld út frá ávöxtun milli ára. „Gæði markaða ráðast fyrst og fremst af því hversu skilvirkir þeir eru,“ segir Stefán Broddi.Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaHann segir að lakari ávöxtun endurspegli að einhverju leyti lakari horfur í rekstri íslenskra fyrirtækja almennt. „Ávöxtun á liðnu ári og síðustu árin endurspeglar breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja. Við höfum verið að sjá lakari horfur í ferðaþjónustu, hærri rekstrarkostnað hjá fyrirtækjum vegna hærri launakostnaðar, hærri fasteignagjalda og fleira,“ segir Stefán Broddi. Gunnar Baldvinsson segir að eðlilega fæli neikvæð ávöxtun fólk frá því að kaupa hlutabréf. „Það er gjarnan þannig að þegar ávöxtun er léleg vilja menn ekki kaupa en það er kannski akkúrat tíminn þegar fólk á að fjárfesta því þá er verðlagning hófleg.“ Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur verið neikvæð þrjú ár í röð. Að mati greinenda endurspeglar minni ávöxtun að einhverju leyti breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja eins og lakari horfum í ferðaþjónustu og hærri launakostnaði. Ávötun félaga sem mynda úrvalsvísittölu Kauphallar Íslands var jákvæð um 43,4 prósent árið 2015 en var neikvæð um rúmlega 9 prósent árið 2016, neikvæð um 4,4 prósent árið 2017 og neikvæð um 1,28 prósent í fyrra. Ávöxtun hefur því verið neikvæð þrjú ár í röð. Ef miðað er við heildarvísitölu aðalmarkaðar var ávöxtunin neikvæð 2016 og í fyrra en jákvæð um 4,7 prósent á árinu 2017. Neikvæð ávöxtun þýðir að markaðsverðmæti fyrirtækjanna sem mynda hlutabréfamarkaðinn hafi rýrnað sem þessu nemur. Þá er líka minni velta á íslenskum hlutabréfamarkaði en veltan dróst saman um fimmtung í fyrra. Hvers vegna hefur ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði verið neikvæð þrjú ár í röð? Og þýðir þetta að fólk eigi almennt að forðast fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði?Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Vísir/ÞÞ„Ávöxtun hlutabréfa er sveiflukennd. Þegar litið er til lengri tíma hefur ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði verið alveg ágæt en síðustu þrjú ár hafa íslensk hlutafélög í heild átt undir högg að sækja,“ segir Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka segir að gæði verðbréfamarkaða séu ekki eingöngu mæld út frá ávöxtun milli ára. „Gæði markaða ráðast fyrst og fremst af því hversu skilvirkir þeir eru,“ segir Stefán Broddi.Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaHann segir að lakari ávöxtun endurspegli að einhverju leyti lakari horfur í rekstri íslenskra fyrirtækja almennt. „Ávöxtun á liðnu ári og síðustu árin endurspeglar breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja. Við höfum verið að sjá lakari horfur í ferðaþjónustu, hærri rekstrarkostnað hjá fyrirtækjum vegna hærri launakostnaðar, hærri fasteignagjalda og fleira,“ segir Stefán Broddi. Gunnar Baldvinsson segir að eðlilega fæli neikvæð ávöxtun fólk frá því að kaupa hlutabréf. „Það er gjarnan þannig að þegar ávöxtun er léleg vilja menn ekki kaupa en það er kannski akkúrat tíminn þegar fólk á að fjárfesta því þá er verðlagning hófleg.“
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira